Dagur - 01.02.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 01.02.1983, Blaðsíða 9
Akureyringar hlutu 10 af 12 verðlaunum Hermannsmótsins Um helgina var haldið fyrsta bikarmót vetrarins í Hlíðar- fjalli. Mótið er nefnt Hermanns- mót í höfuðið á hinum merka og mæta íþróttafrömuði Hermanni Stefánssyni. Til mótsins var nær allt besta skíðafólk landsins mætt að undanskildum fjórum körlum er enn stunda æfingar erlendis. Meðal keppenda voru Akureyr- ingarnir Elías Bjarnason og Björn Víkingsson, en þeir eru nýkomnir að utan úr vel- heppnaðri æfinga- og keppnis- ferð. Fyrri dag mótsins var keppt í stórsvigi karla og svigi kvenna. Eftir fyrri ferð í svigi kvenna hafði Asta Ásmundsdóttir besta tímann, en fast á hæla hennar var Nanna Leifsdóttir, þá komu þær Guðrún H. Kristjánsdóttir og Tinna Traustadóttir í næstu sætum. í síðari ferð féllu nokkrir keppendur úr leik, meðal þeirra er fengu byltu var Ásta Ás- mundsdóttir. í stórsvigi karla náði Björn Víkingsson bestum tíma þátt- takenda í fyrri ferð en stutt á eftir honum var hinn knái skíða- maður ísfirðinga, Sigurður Jónsson, þriðji í röðinni var síð- an Elías Bjarnason og þá Erling Ingvason. í seinni ferð keyrði Sigurður best allra og skaust fram úr Birni er hafnaði í öðru sæti. Seinni dag mótsins var keppt í svigi karla og stórsvigi kvenna. í stórsviginu náði Nanna Leifs- dóttir bestum tíma þátttakenda í báðum umferðum og var því hinn öruggi sigurvegari. Á eftir henni kom síðan Guðrún H. Kristjánsdóttir, sem er aðeins fimmtán ára gömul og er skíða- kona sem vænta má mikils af í framtíðinni, í þriðja sæti var Tinna Traustadóttir. Nanna Leifsdóttir sigraði því í hvoru- tveggja, svigi og stórsvigi, og um leið alpatvíkeppni en fyrir hana er veittur bikar til minningar um Helgu Júníusardóttur. Nanna sýndi mikið öryggi í öllum sínum ferðum og er vafalítið ein besta skíðakona landsins í dag. í svigi karla urðu úrslit nokk- uð með öðrum hætti en búist var við. Fyrsta sæti hlaut kornungur Húsvíkingur, Árni Grétar Árnason, en þess má geta að hann keppir enn í unglinga- flokki. Með glæsilegri keyrslu í seinni ferð skaut hann öðrum þátttakendum aftur fyrir sig, meðal þeirra voru Björn Vík- ingsson og Elías Bjarnason, en þeir höfðu forystu eftir fyrri ferð. í öðru sæti varð Valþór Þorgeirsson og þriðji Björn Vík- ingsson. Björn sigraði síðan í alpatvíkeppni og hlaut til varð- veislu glæsilegan bikar, Her- mannsbikarinn. Að loknu þessu móti geta Ak- ureyringar vel við unað bæði hvað varðar árangur keppenda og framgöngu mótsins. Vel haldin mót sem þessi eru hverju bæjarfélagi góð auglýsing og forráðamönnum þess til sóma. En ekki er allt sem sýnist. í viðtali við Þröst Guðjónsson, Þrjár efstu í stórsvigi kvenna. Frá vinstri: Guðrún, Nanna og Tinna. Mynd: H.Sv. KA á toppnum í 2. deildinni KA hefur nokkuð örugga for- ystu í annarri deild í handbolta en þeir eiga ennþá eftir að leika þrjá leiki. Á föstudagskvöldið leika þeir gegn Ármanni hér í íþróttahöllinni og síðan eiga þeir eftir að fá Gróttu í heim- sókn og síðan fara til Eyja og leika gegn Þór Vestmannaeyj- um. Ef þeir sigra í þessum leikjum hafa þeir góða forystu í deildinni en þau fjögur lið sem verða efst leika til úrslita um tvö laus sæti í fyrstu deild. Stigin sem liðin hafa þegar úrslitakeppnin hefst kemur þeim til góða í úrslita- keppninni þannig að mikið er í húfi að standa sig vel í þeim leikjum sem eftir eru. Staðan í deildinni er nú þessi: KA 11 7 2 2 278-243 16 Grótta 11 7 0 4 159-266 14 Haukar 12 6 2 4 278-262 14 Breiðablik 12 5 4 3 237-222 14 ÞórVest. 11 4 3 3 239-240 11 HK 11 4 1 6 237-238 9 Ármann 12 2 3 7 241-262 7 Afturelding 12 2 3 7 231-259 7 hinn ötula formann Skíðaráðs Akureyrar, kom fram að ekki hefði mátt muna miklu að tíma- taka á þessu móti færi úr skorðum. Slíkt er litið mjög al- varlegum augum, bæði af kepp- endum er lagt hafa gífurlega mikið á sig við æfingar til að standa sig í mótum sem þessum svo og af eftirlitsmönnum þess- ara móta. Því er það mjög brýnt erindi fyrir SRA að eignast ný tímatökutæki þar sem þessi einu er ráðið á nú eru ekki nógu góð fyrir þau tvö stórmót sem haldin verða hér í Hlíðarfjalli seinna í vetur og eru mun fjölmennari en þetta Hermannsmót. Að lokum má geta þess að mikill og góður skíðasnjór er nú í Hlíðarfjalli. Úrslit urðu sem hér segir: Stórsvig karla: 1. Sigurður H. Jónsson í 127.89 2. Björn Víkingsson A 129.48 3. EltasBjarnason A 131.00 4. Erling Ingvason A 132.55 5. Árni G. ÁrnasonH 133.02 Stórsvig kvenna: 1. Nanna Leifsdóttir A 133.77 2. Guðrún H. Kristjánsd. A 134.46 3. Tinna Traustadóttir A 135.72 4. Kristín Símonard. D 140.14 5. Signe Viðarsdóttir A 140.56 6. Inga Júlíusdóttir D 143.93 Svig kvenna: 1. Nanna Leifsdóttir A 102.21 2. Guðrún H. Kristjánsd. A 103.77 3. Hrefna Magnúsdóttir A 105.20 4. Ásta Ásmundsdóttir A 115.20 Svig karla: 1. Árni Grétar Árnason H 104.81 4. Haukur Jóhannsson A 106.21 2. Valþór Þorgeirsson A 105.50 5. Elías Bjarnason A 106.32 3. Bjöm Víkingsson A 105.77 Fab. Bjðm Vfldngsson hlaut „Hermannsbikarinn“. Með honum á myndinni er Hermann Stefánsson. Mynd: H.Sv. Góðir leikir Þórs Þórsarar léku tvo æfingarleiki í handbolta um helgina, en þeir eiga tvo erfiða leiki í deUdinni um næstu helgi. Þeir fengu Breiðablik í heimsókn nú um helgina og léku við þá tvo Ieiki. Þór tapaði fyrri leiknum með einu marki en sigraði í þeim síðari auðveld- lega. I leiknum á föstudagskvöldið léku Þórsarar mjög vel framan af og voru búnir að ná fimm marka forskoti seint í fyrri hálf- leik. Þá fór hins vegar að ganga ver hjá þeim og Blikararnir söx- uðu á forskotið. í hálfleik var staðan 14 gegn 12 Þór í vil. Strax í byrjun síðari hálfleiks náðu Blikararnir að jafna, og komust í tveggja marka mun, en meiri varð munurinn aldrei og Blikar- arnir sigruðu með 26 mörkum gegn 25. Sigtryggur var lang markhæstur í þessum leik með 10 mörk, en Siggi og Guðjón gerðu 5 hvor. Davíð stóð í marki Þórs mest allan tímann og varði ágætlega. Á laugardaginn reyndu liðin aftur með sér, en þá var Þórslið- ið sterkara allan tímann. í hálf- leik var staðan 15 gegn 14 fyrir Þór, en þegar flautað var til leiksloka hafði Þór gert 30 mörk en Breiðablik 24. Gísli varði Þórsmarkið mest- allan tímann og varði mjög vel. Einar Arason var markahæstur með 8 mörk en hann gerði m.a. nokkur úr góðum hraðaupp- hlaupum. Sigurður gerði 7 og Sigtryggur 5. Dómarar í báðum leikjunum voru Aðalsteinn Sigurgeirsson og Benedikt Guðmundsson. Skíðavörur Knei55L skíði Salomon bindingar Kneissl stakkar, hanskar, stafir og húfur. Ellesse skíðafatnaður í úrvali. Moon Boots, púðapeysur og stretchbuxur! Bindingaásetningar samdægurs. HLfPA.'*- ' SPORT VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUHLÍÐ Sími 22146 í.febrúar 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.