Dagur - 10.02.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 10.02.1983, Blaðsíða 1
HALSFESTAR 8og14KARÖT GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 66. árgangur Akureyri, fimmtudagur 10. febrúar 1983 17. tölublað Ótryggt atvinnuástand í frystihúsum á Sauðárkróki og Hofsósi: i i r Vilja fá Haf frá Siglf irðingum - sem láta skipið sigla með af lann til útlanda Þar sem eitt skipa Útgerðarfé- lags Skagfirðinga hf., Hegra- nes, hefur verið í lengingu og endurbótum á Akureyri og ekki væntanlegt til veiða fyrr en um miðjan aprfl. Hefur vinna í frystihúsum á Sauðárkróki og á Hofsósi verið mjög ótrygg. Þau tvö skip sem nú eru í rekstri hjá Útgerðarfélagi Skagfirðinga hafa ekki aflað þannig að hægt sé að halda uppi stöðugri atvinnu í frystihúsunum. Atvinnumálanefnd Sauðár- króks hefur ásamt verkalýðsfél- ögunum á staðnum skorað á Út- gerðarfélagið að taka skip á leigu svo hægt verði að halda uppi fullri atvinnu hjá fiskvinnslufólki þann tíma sem Hegranesið er í viðgerð. Auglýst hefur verið eftir skipum, en enn hefur ekkert jákvætt kom- ið út úr þeim auglýsingum. Að sögn Ófeigs Gestssonar sveitarstjóra á Hofsósi er veruleg- ur uggur þar í mönnum vegna ástandsins. Taldi Ófeigur að reyna ætti að fá hafrannsóknar- skipið Hafþór frá Siglfirðingum þar sem vitað væri að þeir létu skipið sigla með aflann í stað þess að auka atvinnu með vinnslu aflans og væri slíkt furðulegt þar sem vitað væri að atvinnuástand væri svo slæmt í næstu byggðar- lögum. Ó.J. Sauðárkrókur: Kosið um áfengis- útsölu Á Sauðárkróki verður kosið um það hvort opna eigi útsölu frá ÁTYR og fer kosningúi fram 19. febrúar. Mikið er rætt um kosninguna í bænum og eru skoðanir mjög skiptar í málinu. Fyrir tveimur árum var kosið um sama mál á Sauðárkróki og var þá fellt að qpna áfengisútsölu á bænum með aðeins fjögurra at- kvæða mun. Talið er nokkuð ör- uggt að andstæðingar vínbúðar muni koma upp kosningaskrif- stofu eins og þeir gerðu fyrir síð- ustu kosningu og halda uppi áróðri þaðan. Annar bæjarfulltrúinn sem bar upp tillögu um kosninguna nú sagði í samtali við Dag að hann vissi ekki til að kosningaskrifstofa yrði opnuð af stuðningsmönnum vínbúðar, en taldi þó líklegt að svo myndi verða er líða tæki að kosningunni. Utankjörstaða- kosning hefur farið fram á bæjar- skrifstofunum nú um skeið og hafa aðeins örfáir kosið að sögn bæjarritara. Menn halda að nú fari að hitna í kolunum og áróður að aukast á báða bóga. Ó.J. Jafnrétti milli lands- hluta - en ekki aðeins jöfnun kosninga- réttaríns Þessi glað væri hópur leit inn á ritstjórnarskrifstofur Dags í gtsr. Þetta ern níundu bckkingar úr Grunnskóla Þórshafnar sein þama voru á ferð með eiiium kennara sinna, Ingimar Ingimarssyni, en krakkamir höfðu nýlokið samræmdu próf- iuiuiii og gerðu sér því dagamun. Farið var í fyrirtæki og stofnanir á Akureyri áður en hópurinn hélt heim að nýju. Mynd:ESE „Ástæðan fyrir þessari fundar- boðun er sú að okkur hefur fundist um of einblínt á jöfnun kosningaréttarins sem einangr- að fyrirbæri. Það mál hefur verið tekið úr samhengi við ýmsan annan ójöfnuð sem við- gengst í þjóðfélaginu og eink- um bitnar á íbúum landsbyggð- arinnar," sagði Pétur Yaldi- marsson, á Akureyri, sem ásamt öðrum áhugamönnum um kosninga- og stjórnar- skrármálið hefur boðað til al- menns fundar á Hótel KEA á sunnudag klukkan 15. Þessi áhugamannahópur saman- stendur af fólki úr öllum lands- hlutum og úr öllum flokkum. Pétur sagði að þeir sem að þessu fundarboði stæðu hefðu verið að tala sig saman allt frá því í október. Mikill hugur væri í mönnum út af þessu máli og vildu menn reyna að verja hagsmuni landsbyggðarinnar eins og unnt væri innan sanngjarnra takmarka. Hann sagði að misvægi atkvæða hefði átt að hindra að of mikil völd færðust ekki til Reykjavíkur, þar sem Alþingi og allar stjórnar- stofnanir eru staðsettar. Því mið- ur hefði það ekki tekist og reynsl- an sýndi að miðstýringarvaldið í Reykjavík hefði aldrei verið meira en nú. Því væri ekki tíma- bært að draga úr áhrifum lands- byggðarinnar heldur þvert á móti að reyna að snúa þessari óheilla- þróun við með einhverjum ráðum. Pétur kvaðst vilja hvetja alla áhugamenn um þetta mál til að mæta á fundinn og láta með því í ljós vilja sinn til að hafa áhrif þó skoðanakannanir sem ættu að sýna þjóðarvilja næðu aðeins til suðvesturhornsins, rétt eins og fólkið á landsbyggðinni varðaði ekkert um framþróun þessara miklu hagsmunamála. HJONASKILNUÐUM FJOLGAÐI UM HELMING Á SL. ÁRI „Þessi mál koma ávallt í kviðuni," sagði Ásgeir Pétur Ásgeirsson, fulltrúi hjá bæjar- fógeta á Akureyri og sýslu- manninum í Eyjafjarðarsýslu, er Dagur ræddi við hann í gær um hjónaskilnaðarmál sem koma inn á borð hjá embætt- inu. „Það er hinsvegar staðreynd að á milli áranna 1981 og 1982 fjölg- aði þessum málum um 50%. Fyrirtektir mála á síðasta ári voru um 90 talsins en alls voru það 66 mál sem komu hér inn. Sum hjónaskilnaðarmál eru umfangs- meiri en önnur og því þarf að taka þau fyrir oftar en einu sinni. Það sem af er þessu ári er búið að taka fyrir 8 hjónaskilnaðarmál. Það var mjög vel merkjanlegt á síðasta ári hvað þessi málaflokkur var orðinn tímafrekur og það fóru oft í þetta heilu og hálfu dagarnir og ýmis sifjamál. Með barnalög- unum eru þessi mál komin meira inn í embættin, það er búið að leggja mönnum auknar skyldur á herðar. Nú er t.d. hægt að skikka barnsfeður til að taka þátt í kostn- aði við fermingu barna sinna og fleira í þeim dúr. Ef þeir gera það ekki af fúsum og frjálsum vilja þarf að úrskurða þá til þess;" - Fáið þið einhver mál varð- andi umgengni feðra við börn sín? „Það er mjög algengt. Það kemur fyrir að mæður meina föð- ur umgengni við börnin en það er algengara að feðurnir nota um- gengnisrétt sinn við börnin sem skálkaskjól til þess að reyna að umgangast móður barnsins. Það má segja að þetta sé misnotað þannig að umgengnin við barnið sé notuð sem átylla til að skipta sér af einkalffi móðurinnar." - Er einhver árstími þar sem meira er um hjónaskilnaði heldur en á öðrum. „Eins og ég sagði þá kemur þetta í kviðum. Eftir stórhátíðir merkir maður oft að meira ber á þessu og eftir frí. Þá held ég að það sé ljóst að mjög víða spila fjármálin mikið inn í þegar ákvarðanir um skilnaði eru teknar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.