Dagur - 10.02.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 10.02.1983, Blaðsíða 8
msm vélastilíear VÖNDUÐ VINNA — °“vt æ NY TÆKI „Hlánandi mannlíf“ Mynd: KGA Hækkun á heitu vatni til not- enda á Akureyri um sl. mán- aðamót var 33,6%, eða úr 23,80 kr. tonnið í 31,80. Þessi hækkun er hærri en not- endur í Reykjavík greiða fyrir hvert tonn af heitu vatni. Þar hef- ur gjaldið nýverið hækkað um 18,6% eða úr 5,33 kr. tonnið í 6,32 kr. Hækkunin á Akureyri var því 26,6% hærri en heildar- upphæðin í Reykjavík er eftir hækkunina þar. Ástæðan fyrir þessu mun vera augljós. Við útreikning vísitölu og verðbóta á laun er mið tekið af gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur en gjaldskrá Hitaveitu Ákureyrar hefur þar engin áhrif. Útgerðarfélag Skagfirðinga: Rekstrarstöðvun er fyrirsjáanleg Afli togara Útgerðarfélags Skagfirðinga h.f. hefur verið mjög lítill frá áramótum eða þetta 50-70 tonn í róðri. Afla- verðmæti hefur varla gert meira en að standa undir laun- um og olíukostnaði. Að sögn Bjarka Tryggvasonar framkvæmdastjóra Útgerðarfé- lags Skagfirðinga er fyrirsjáanleg rekstrarstöðvun hjá félaginu ef afli glæðist ekki eða peningar koma í reksturinn með öðru móti. Einnig sagði Bjarki að fyrirtækið hefði farið mjög illa út úr skuld- breytingunni þar sem ekki væri enn komið til framkvæmda nema um 50% af henni. Það stafaði aðallega af því að þeir viðskipta- aðilar sem félagið skuldaði hefðu annan viðskiptabanka en félagið sjálft og stæði allt fast enn með að færa fé til skuldbreytinganna milli bankanna. En unnið væri að því að lagfæra þetta. Bjarki sagði ennfremur að hann teldi að auka þyrfti hlutafé í félaginu um 10 milljónir til að fjárhagsstaða þess yrði viðun- andi. Nærri lætur að útgerðarfél- agið og sú starfsemi sem rekin er í kring um það veiti beint og óbeint um 400 manns atvinnu á Sauðár- króki. Ó.J. Á síðasta ári var selt áfengi í á- fengisútsölunni á Akureyri fyrir rúmlega 61,5 milljónir króna. Heildarsalan á landinu nam 626,7 milljónum króna. Hlutur útsölunnar á Akureyri varð því um 9,8% af heildarsöl- unni yfir allt landið eða nokkru minni en árið 1981, en þá var hlut- ur útibúsins á Akureyri 10,2% eða 42 milljónir króna af tæplega 411 milljónum yfir landið allt. Á síðasta ári nam neysla á- fengis sem selt var frá ÁTVR 3,13 lítrum af 100% áfengi á hvert mannsbarn í landinu, en 3,18 lítr- um árið áður. Leiðrétting Grímur Gíslason á Blönduósi bað um að eftirfarandi leiðrétt- ing á frétt frá kjördæmisþingi framsóknarflokksins á Norður- Iandi vestra yrði birt: Hann hafði aðeins sagt af sér öllum störfum viðkomandi upp- stillingu á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosn- ingar, en hann sé og muni verða ákveðinn framsóknarmaður og muni hér eftir sem hingað til vinna flokknum eins mikið gagn og hon- um sé unnt. Ó.J. Dalvík: Ný pökkunar- aðferð á saltfiski Dalvík 7. febr. Eins og flestum mun kunnugt hefur í gegn um tíðina saltfiski verið pakkað í 50 kg striga- umbúðir. Fyrir nokkrum árum var svo byrjað að pakka saltfiski til Grikklands í 25 kg kassa. Þótti mörgum það bylt- ing frá fyrri tíð. Nú hefur enn átt sér stað þróun í pökkunarmálum á saltfiski. Fyrir nokkru var byrjað að pakka saltfiski til útflutnings - aðallega til Portugals - á bretti til prufu hjá nokkrum aðilum víðsvegar um landið. Þar á meðal hjá frystihúsi KEA á Dalvík og Ólafsfirði hjá Sigvalda Þorleifssyni. í stað 50 kg pakka er sett eitt tonn af saltfiski á bretti, síðan er saumað með striga yfir og bundið með plastgirði.Merking er svo ofan á brettinu. Við þetta sparast verulega. Að sögn Stefáns Arnars Stef- ánssonar verkstjóra hjá saltfisk- verkun frystihúss KEA mun pökkunarkostanður lækka um allt að 30%. Eins á sér stað 10-15% afkastaaukning. Hagræðing í út- flutningi hefur lengi staðið til. Með tilkomu gáma og breyttra aðstæðna bæði í landi og um borð í skipum hafa opnast nýir mögu- leikar til að auka á hagræðingu og minnka tilkostnað við útflutning. Mun ekki veita af á þessum síð- ustu og verstu tímum og vonandi er þetta aðeins byrjunin. AG. Milljónasti gesturinn „Við eigum von á því að millj- ónasti gestur Bautans muni koma á staðinn í þessum mán- uði og hyggjumst taka vel á móti honum,“ sagði Stefán Gunnlaugsson, veitingamaður, í samtali við Dag fyrir helgina. Milljónasti gesturinn frá því Bautinn opnaði, fyrir um 12 árum, mun fá utanlandsferð að gjöf frá fyrirtækinu auk veglegrar veislu í Smiðjunni. Á dögunum afhentu forráða- menn Bautans og Smiðjunnar verðlaun á árshátíð Félags aldr- aðra. Eins og kunnugt er buðu fyrirtækin ellilífeyrisþegum í ókeypis máltíð í lok síðasta árs og drógu þeir síðan út nafn eins þeirra sem hafði þegið boð þeirra. Upp kom nafn Olgu Egilsdóttur og hlaut hún utanlandsferð a launum. Einnig voru gestir nr. 100 og 200 leystir út með gjöfum. Gii m gaKMr „Jónas vissi af hænunum“ Vegna klausu um illa meðferð á hænum sem birtist hér í Smáu og stóru, hafði Magnús Svavarsson, flutningabíl- stjóri, samband við okkur og tók fram að það væri ekki rétt að Jónas, bóndi í Sveinbjarn- argerði, hefði ekki vitað um hænurnar sem fluttar voru frá Sauðárkróki til Akureyrar. Jónas hefði vitað að kassarn- ir með hænunum væru vænt- anlegir að afgreiðslu Stefnis og þess vegna hefði hann verið staddur í bænum. Magn- ús sagði að Jónas hefði átt að vera fullkunnugt um það hve- nær vöruflutningabíllinn kæmí því að hann kæmi alltaf á svipuðum tíma. Þá sagði Magnús að hann hefði það fyrir satt að hænunum hefði ekki orðið meint af frostinu, en þegar þetta er ritað hafa þær líklega endað ævidaga sína í sláturhúsi kjúklinga- búsins í Sveinbjarnargerði. Það er rétt að taka það fram að því var aldrei haldið fram hér í SS að einhver sök lægi hjá flutningaaðilanum. Þaðhlýtur að vera verk sendanda að láta viðtakanda vita af „lifandi flutningi“ sem þessum. # 104sætivoru laus Óhætt mun að segja að nokk- ur reiði hafi komið upp vegna þess er Boeing-þota Flug- leiða yfirgaf Akureyrarflug- völl sl. föstudagsmorgun með aðeins 60 farþega og 104 sæti laus. Fjöldi fólks beið fars til Reykjavíkur og ekki leit út fyrir flug. Kom reyndar á daginn að ekkert áætlunar- flug varð þennan dag. Að sögn Sveins Kristinssonar, umdæmisstjóra Flugleiða, var ástæðan fyrir því að vélin fór ekki fullskipið farþegum suður sú að þá hefði þurft að tollskoða farangur þeirra 60 farþega sem voru með vélinni hér á Akureyri og þeir hefðu síðan ekki getað verslað í frí- höfninni á Keflavíkurflugvelli. # Fiskveiðará þurru landi Póllinn hf. á ísafirði framleiðir m.a. tölvuvogirfyrirfrystihús. Talið er að mikil arðsemi fylgi notkun tölvuvoga og vogaeft- irlits, jafnt fyrir fyrirtæki í fisk- vinnslu og þjóðarbúið í heild. í fréttabréfi sem fyrirtækið gefur út kemur fram að niður- stöður mælinga í frystihúsum sýni að hægt sé að auka nýt- ingu á hráefni um að minnsta kosti 1,22% með notkun þessara tækja sem þýði að „fiskveiðifloti" Pólsins veiðí milli 2.300 og 3.000 tonn af fiski á ári eða á við meðal skuttogara. Þetta kalla Póls- menn „fiskveiðar á þurru landi, veiðar án sjóferða“. Rúmlega 300 vogir frá Póln- um eru í notkun og miðað við betri nýtingu hráefnis sem að ofan greinir og fiskafla lands- manna má reikna út „afla- brögð“voganna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.