Dagur - 10.02.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 10.02.1983, Blaðsíða 5
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR DAGS OG AFGREIÐSLU: 24222 ÁSKRIFT KR. 90 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 10 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Breytt staða landsbyggðarinnar Á árlegum fundi fjórðungsráðs Fjórðungssam- bands Norðlendinga með þingmönnum fjórð- ungsins sem haldinn var seint á síðasta ári var meðal annars fjallað um breytta stöðu lands- byggðarinnar. Um það segir meðal annars í fréttabréfi Fjórðungssambandsins: „Það er alkunna að nú er unnið að endurskoð- un íslensku stjórnarskrárinnar. Talið er víst að væntanleg ný stjórnarskrá geri ráð fyrir hlutfalls- lega færri alþingismönnum frá landsbyggðinni en núverandi skipan kveður á um. Þessi breyting breytir stöðu landbyggðarinnar verulega í ýmsu tilliti. Aðstaða landsmanna eftir búsetu til að njóta sjálfsagðrar þjónustu og hafa áhrif á sín málefni er mjög misjöfn. Kostnaður við marga þætti fram- færslu og vegna ýmiskonar nauðsynlegrar þjóð- félagslegrar þátttöku kemur enfremur mjög mis- jafnt niður á fólki eftir búsetu og er í meginat- riðum meiri eftir því sem fjær dregur höfuðborg- arsvæðinu. Þessi mál hljóta að koma til umræðu um leið og til greina kemur að minnka möguleika íbúa landsbyggðarinnar til að hafa áhrif á þá þætti lög- gjafarvalds og framkvæmdavalds sem alþingis- menn hafa með höndum. Fjórðungsráð Fjórð- ungssambandsins gerir í þessu sambandi þá kröfu að sú skerðing sem hér er um að ræða verði upphafin með aðgerðum sem jafni að- stöðu fólks í landinu með tilliti til þeirra þjón- ustustofnana og þess framkvæmdavalds sem aðsetur hefur á höfuðborgarsvæðinu. “ Fjórðungsráðið gerir síðan að tillögu sinni: - Að í nýrri stjórnarskrá verði gert ráð fyrir aukinni tilfærslu framkvæmdavalds til heima- stjórnarvalds, s.s. sveitarfélaga og samtaka peirra, og sett verði grundvallarákvæði um valda- skil á milli ríkisvalds og heimastjórnarvalds. - Að í nýrri sveitarstjórnarlöggjöf verði gert ráð fyrir aukinni valdsmeðferð sveitarstjórnar- kerfisins og auknu hlutverki sveitarfélaga eða samtaka þeirra, bæði hvað varðar verkefni sem eðlilegast sé að kostuð séu og rekin af sveitarfél- ögum og þau sem eðlilegast sé að kostuð séu af þjóðinni allri, en vegna nálægðar eru best’falin í umsjá sveitarfélaga eða samtaka þeirra. - Að lögbundin verði framkvæmdaáætlun um dreifingu og staðsetningu ríkisstarfseminnar 1 því skyni að draga úr miðstýringu og efla búsetu- hagsmuni í landinu. - Að við fjárlagagerð fáist viðurkennd hlut- deild félagsbundinna verkefna s.s. vegna byggðaþróunar, ásamt beinu arðsemismati um val viðfangsefna. I greinargerð með þessum tillögum fjórðungs- ráðsins segir m.a. að það þurfi engum blöðum um það að fletta, að eftir að höfuðborgarsvæðið sé orðið ráðandi á Alþingi muni aðstöðumunurinn aukast, nema gerðar séu stjórnarfarslegar ráð- stafanir til að sporna gegn þessu. Fram til þessa hafi verið möguleikar til að jafna stöðu dreifbýlli landshluta með fjárveitingavaldi og með áhrifum gegnum lagasetningu, svo og með því að stuðla að dreifingu þeirrar velferðarstafsemi sem er á vegum ríkisins. Hætt sé við að slík sérstaða verði í litlu metin sem almenn regla, heldur verði tekin upp sú stefna sem ekki tekur tillit til dreifbýlli kjördæma í sókn þeirra til þjónustujafnvægis. ÚR SKEMMTANALÍFINU Nýr salur tekinn í notkun í Sjallanum Nýr veitingasalur verður formlega tekinn í notkum í Sjallanum um aðra helgi. Salurinn sem er á þriðju hæð hússins hefur þó verið í notkun undanfarna viku, en þá hefur verið notast við bráðabirgða húsgögn. Nýju húsgögnin koma nú um helgina og eftir að þeim hefur verið komið fyrir, telst salurinn fullbúinn til not- kunar. Sigurður Þorberg Sigurðsson, veit- ingamaður í Sjallanum sagði í samtali við Dag, að þessi nýi salur væri mjög hentugur fyrir ýmiss konar einkasam- kvæmi, kaffisamsæti og fundarhöld, Séð yfir hinn núja veitingasal. Er blaðamaður Dags leit þar inn sl. föstudagskvöld þi stóð yfir árshátíð Kirkjukórs Lögmannshlíðarsóknar og var ekki annað að sjá en að gestir kynnu mjög vel að meta salarkynni. Myndir: ESE en salurinn rúmar alls um 106 manns í sæti og sagði Sigurður að salurinn væri því heppilegur fyrir 40 til 100 manns í einu. í þessum nýja veitinga- sal er dansgólf og bar og boðið upp á diskótek. - Það er hugmyndin að hafa þarna rólegan matsal á almennum dans- leikjum, þegar salurinn er ekki leigð- ur út, sagði Sigurður. - Þarna verður opið fyrir matargesti, leikin verður „dinnertónlist" og góðir möguleikar eru fyrir ýmiss konar uppákomur í sambandi við matargerðina, sagði Sigurður. Að sögn Sigurðar þá hefur rekstur Sjallans gengið mjög vel það sem af er þessu ári. Mjög góð aðsókn hefur ver- ið um helgar og aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt á fimmtudögum og sunnudögum. Edward Frederiksen og Grímur Sigurðsson hafa undan- farnar helgar leikið „dinnertónlist“ fyrir matargesti og sagði Sigurður að það hefði mælst sérstaklega vel fyrir. Það er teiknistofan Arko sem hefur hannað innréttingar í hinum nýja veitingasal. Fjörug árs- hátíð hjá Sjálfsbjörg Nýlega var haldin árshátíð Sjálfsbjargar á Akureyri og að sjálf- sögðu var árshátíðin haldin í hinum glæsilegu húsakynnum fél- agsins að Bjargi. Fjölmenni var á árshátíðinni og þótti hún takast einstaklega vel. Boðið var upp á kalt borð með heitum pottrétti frá Hótel Varð- borg og var það einróma álit manna að maturinn hefði verið sér- staklega góður. Eftir matinn var farið í samkvæmisleiki, s.s. spurningakeppni og ýmsar þrautir og vakti þar einn leikurinn sérstaka athygli. Hann var fólginn að þrjár konur kepptu í þeirri þraut að koma eggi upp um aðra buxnaskálm karlmanns og niður hina og vitaskuld mátti ekki brjóta neitt á leiðinni. Þá má nefna að Theódór Júlíusson, leikari kom á staðinn og skemmti fólki með gamanmálum, en síðan var dansað fram eftir nóttu og að sjálfsögðu fugla- eða kjúklingadansinn í hávegum hafður. Maturinn var einstaklega góður þannig að sumir fóru fleiri en eina og fleiri ein tvær og jafnvel fleiri en þrjár ferðir að borðinu með diskinn sinn. Myndir ESE Kjúklingadansinn og „ eggjaskálmið “ slógu í gegn Myndir og texti: ESE Frá því var sagt í síðasta blaði rð Eiríkur Eiríksson hyggist þjálfa knattspyrnumenn í Reyni Ár- skógsströnd á næsta keppnis- tímabili. Þar láta Reynismenn hins vegar ekki staðar numið, því þeir hafa einnig ráðið þjálf- ara fyrir frjálsíþróttafólk sitt. Þar hefur verið ráðin Ingun’n Einarsdóttir, margreynd frjáls- íþróttakona. Ingunn þjálfaði einnig hjá þessu sama félagi fyrir tveimur árum með góðum ár- angri. í röðum Reynismanna eru margir efnilegir frjáls- íþróttamenn, en þeir hafa verið stigahæstir á héraðsmótum UMSE um margra ára skeið, og einnig unnið góða sigra í öðrum greinum íþrótta. Ef veður leyfir og Fokkeramir fljúga eru fyrirhugaðir þrír handboltaleikir á Akureyri um helgina. Á föstudagskvöldið leika Þórsstúlkur við stöllur sínar úr Val í fyrstu deild kvenna. Þetyta verður lang- þráður leikur fyrir þórsstúlkurn- ar því þær hafa ekki leikið í rúm- lega tvo mánuði. Strax að loknum þeim leik leikur karlalið Þórs við Ögra og er sá leikur í þriðju deild. Dal- víkingar leika síðan við Ögra á laugardaginn og fara allir þessir leikir fram í íþróttahöllinni. Karlaliðin ættu að vinna auð- veldan sigur í þessum leikjum, en róðurinn hjá stúlkunum verður erfiðari, þar sem Valur hefur á að skipa mjög sterku liði, en uppistaðan í því liði eru gaml- ir leikmenn hjá Þór. I skólanum Um helgina verða nokkrir blak- leikir ef veðurguðirnir gefa til flugs. Á laugardaginn kl. 13 hefst fyrsti leikurinn og er hann í íþróttahúsinu í Glerárhverfi. Þar leika í bikarkeppni Blak- sambandsins Skautafélag Akur- eyrar og Bjarmi. Kl. 14 leika síð- an í fyrstu deild karla UMSE og Þróttur. Strax að þeim leik lokn- um leika í fyrstu deild kvenna KA og Breiðablik. Á sunnudag kl. 14 leika síðan aftur KA og Breiðablik. Þessir leikir ættu að geta orðið mjög spennandi allir saman og eru því áhorfendur hvattir til að koma í íþróttahúsið á meðan húsrúm leyfir. Efnilegir skíðakrakkar Um síðustu helgi fór stór hóp- ur unglinga til keppni, við sína jafnaldra, á punktamót skíða- manna í Reykjavík. Vegna veðurs varð að fella niður stórsvig er átti að vera fyrri dag mótsins. Var því ein- göngu keppt í svigi. í flokki 13-14 ára drengja sigraði mjög efnilegur skíða- maður, Björn Brynjar Gíslason. Hann hlaut bestan tíma kepp- enda í báðum umferðum og sigr- aði örugglega, annar varð Hilm- ir Valsson, en báðir þessir drengir eru Akureyringar. í þriðja sæti varð síðan Norðfirð- ingur, Birkir Sveinsson. í stúlknaflokki 13-14 ára háðu stúlkurnar frá Akureyri harða keppni við tvær reykvískar stúlkur er álitnar voru standa nokkuð framar þeim að getu. Leikar fóru svo að Snædís Úl- riksdóttir sigraði og í næstu sæt- um komu Akureyringarnir Arna ívarsdóttir og Erla Björnsdóttir. í flokki 15-16 ára drengja sigraði Árni G. Árnason, frá Húsavík. Hann hefur því sigrað í fyrstu tveim svigmótum vetrar- ins. Annar varð Reykvíkingur, Þór Ómar Jónsson, og þriðji Rúnar Kristjánsson, frá Akur- eyri, en hann hafði annan besta tímann í seinni ferð. Það setti nokkurn svip á þennan flokk hversu margir þátttakenda féllu úr leik. Þeirra á meðal var Þor- valdur Örlygsson en hann hafði þriðja besta tímann eftir fyrri ferð, einnig féll úr leik ungur og efnilegur skíðamaður er miklar vonir eru bundnar við í framtíð- inni, Guðmundur Sigurjónsson. í flokki 15-16 ára stúlkna röð- uðu stúlkur frá Akureyri sér í þrjú fyrstu sætin, það voru þær Tinna Traustadóttir, Guðrún H. Kristjánsdóttir og Guðrún J. Magnúsdóttir. Anna M. Malm- quist og Signe Viðarsdóttir keyrðu sig báðar útúr brautinni í fyrri ferð. Stúlkurnar frá Akur- eyri virðast hafa nokkra yfir- burði yfir aðra keppendur í þess- um flokki. Það er öllum kunnugt að mikið er á sig lagt við æfingar til að ná árangri og peningaútgjöld eru mikil þegar farið er í ferðir sem þessar. En þegar árangur er jafn góður og nú þá lýtur erfiði æfinganna og kostnaðarhliðin í lægra haldi fyrir sigurgleðinni. Fab. I Tinna Traustadóttír. Engar körf ur - engir leikir Körfuboltamenn óánægðir „Við erum vægast sagt mjög óánægðir með það að enn skuli ekki hafa verið settar upp körfur í íþróttahöllinni. Þegar höllin tók til starfa, í byrjun desember, var öllum æfingum í íþróttahúsum bæjarins raðað upp á nýtt og það að við höfum ekki getað æft í höllinni hefur kostað okkur gífurlegt vandamál.“ Þetta sagði Eiríkur Sigurðs- son, einn af leikmönnum Þórs í körfubolta, er Dagur ræddi við hann um leiki Þórs og Úrvals- deildarliðs ÍR sem fyrirhugaðir voru á Akureyri um helgina í nýju íþróttahöllinni. Höfðu samningar tekist um þessa leiki en þá kom það í ljós að kröfur yrðu ekki komnar í húsið. „Það var ófyrirsjáanlegur dráttur á því að körfurnar kæmu til landsins en þegar það gerðist Þakkir til Bautans Forráðamenn Reynis á Ár- slitaleikinn í Bautamótinu um skógsströnd hafa beðið íþrótta- síðustu helgi. síðuna að flytja Stefáni Gunn- laugssyni og félögum hans á Bautinn bauð þá þeim liðum Bautanum kærar þakkir fyrir sem léku úrslitaleikinn í mat að matarboð sem leikmenn félags- leik loknum og þakka Reynis- ins fengu eftir að þeir léku úr- menn þetta höfðingleea boð. kom í Ijós að ekki var hægt að leysa þær út vegna fjárskorts bæjarsjóðs,“ sagði Eiríkur. „Við erum mjög óánægðir með þetta og teljum að það sé furðu- legt að fá ekki að sitja við sama borð og aðrir íþróttamenn bæjarins sem æfa og keppa í höllinni. Leikirnir við ír með Pétur Guðmundsson í fararbroddi hefðu verið íþróttaáhugafólki í bænum mjög kærkomnir en ÍR- liðið hefur ekki áhuga á því að spila hér í Skemmunni. Við telj- um einnig mjög áhættusamt að bjóða upp á þessa leiki þar fjár- hagslega. Helgin sem í hönd fer er fríhelgi hjá okkur og Úrvals- deildarliðunum og ekki hægt að sjá að annað tækifæri gefist fyrir svona gestaleiki á næstunni. Við erum mjög óhressir með gang þessara mála en framvinda þeirra hefur orið til að skaða okkar starf mjög í vetur, bæði félagslega og þá einnig fjárhags- lega. Það er örugglega stað- reynd að fólk vill sjá körfuknatt- leik í höllinni, fremur en í Skemmunni, en við erum farnir að halda að við eigum ekki að komast þangað inn í vetur,“ sagði Eiríkur. 4 - DAGUR -10. febrúar 1983 10. febrúar 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.