Dagur - 18.02.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 18.02.1983, Blaðsíða 2
LESENDAHORNIÐ Jólasveinn ég treysti á þig Snjólaug Bragadóttir, rithöf- undur og húsmóöir á Dalvík, skrifar jólasveininum í stjórn KEA dálítið bréfkorn í Helgar- Degi þann 4. febrúar sl. Af því að þetta er skemmtilegt og vel skrifað bréf finnst mér sjálfsagt að svara því með nokkrum orð- um fyrir hönd jólasveinsins. Ég skrifa ekki fyrst og fremst til að andmæla því sem Snjólaug setur fram í grein sinni því flest er það rétt og áreiðanlega mælt fyrir munn margra, eins og hún segir, og líklega fyrir munn nán- ast allra, vil ég bæta við. Samt er ekki allt alveg rétt sem þarna stendur og annað þarf skýringa við og vil ég gera það hér með. „Smánaraðstöðu“ segir Snjó- laug að ÚKED (Útibú Kaupfé- lags Eyfirðinga á Dalvík) búi við. Sjálfsagt er það misjafnt hvaða skilning menn vilja leggja í orðið smán. Að mínum dómi er þetta eitt af ofnotuðu orðum tungunnar, við heyrum það sýknt og heilagt í þjóðmálaum- ræðunni: Smánarlaun, smánar- kjör, smánartilboð, smánarað- staða, þó að í raun og veru sé ekki um neina smán að ræða. Það sem átt er við er oftast það sem með geðfelldari og hlutlaus- ari orðum má kalla ónóg eða ófullnægjandi. Það er sannleik- urinn um verslunaraðstöðu ÚKE á Dalvík. Hún er ófull- nægjandi og óhentug og hefur verið það um nokkurt skeið með breyttum kröfum manna í þessu efni og með þeirri miklu fólks- fjölgun sem verið hefur á Dalvík, þráttfyrirallt,ogerenn sem betur fer. En þetta er nú kannski bara smekksatriði. Annað er það að Snjólaug gefur í skyn að KEA hafi farið í ýms ný verkefni annars staðar eftir að bygging nýs verslunar- húss á Dalvík komst á dagskrá. Petta er ekki rétt. Á undanförn- um árum hefur KEA verið að þoka áfram og Ijúka við verkefni sem tekin var ákvörðun um og byrjað á fyrir mörgum árum. Þetta eru fyrst og fremst vinnslu- stöðvar framleiðsluatvinnuvega okkar til lands og sjávar svo og nokkur meiriháttar verslunar- hús, hús Véladeildar KEA á Gleráreyrum, matvöruútibúið í Sunnuhlíð í Glerárhverfi og verslunarhús útibúsins á Greni- vík. Við öll þessi hús var lokið á síðastliðnu ári. Mér er líka illa við að Snjó- Kvittað fyrir grein Snjólaugar Bragadóttur laug skuli nefna fyrirhugaða stækkun Hótel KEA í þeim dúr að það muni tefja fyrir byggingu verslunarhúss á Dalvík. f>að eru a.m.k. 5 ár síðan aðalfundur KEA lagði blessun sína yfir til- lögu um að unnið skyldi að stofnun félags innan samvinnu- hreyfingarinnar til að fjármagna og síðan reka stækkað Hótel KEA. Þessi leið var einmitt upp- hugsuð til þess að ekki þyrfti til þess að koma að KEA yrði að verja eigin fé í þessu skyni og væntanlega þá á kostnað ann- arra brýnna framkvæmda. Þetta mál hefur hreyfst mjög hægt en ef það fer nú að hreyfast meir er það af því að tekist hefur að fá nýja aðila í málið með nýtt fjármagn. Sem sagt, það er ekki rétt að KEA hafi lagt í einhver ný stór- virki síðan farið var í alvöru að ræða um nýtt verslunarhús á Dalvík hér á deildarfundum þó að Snjólaug segi að „ansi mörg ár“ séu liðin síðan lofað hafi ver- ið nýrri búð alveg á næstunni. Hvað er annars „ansi mörg ár“? Eru 3-4 ár „ansi mörg“? Ég myndi fremur kalla það fáein ár. Það eina sem ég viðurkenni að hafa sagl á tveimur síðustu deildarfundum á Dalvík um þetta mál er að ég teldi að KEA ætti ekki eða myndi ekki leggja í byggingu nýs verslunarhúss ann- arsstaðar á undan Dalvíkur- verslun. Enginn af forsvars- mönnum KEA hefur sagt annað eða meira í þessu sambandi og enn hafa þessi ummæli ekki af- sannast. En ekkert af því sem ég hef hér sagt er til þess að andmæla þeirri frómu bón Snjólaugar til jólasveinsins að hann færi Dal- víkingum og öðrum Svarfdæl- ingum nýja og nýtískulega versl- unarbúð sem allra fyrst. Við þekkjum það öll að börn eru óþolinmóð og eiga stundum erf- itt með að bíða eftir jólagjöfun- um sínum. Og við fullorðna fólkið eigum það Iíka til að vera óþolinmóð, einkunt þegar við sjáum að aðrir hafa fengið hlut- ina á undan okkur. Ég segi það fyrir mig að ég held að ég hljóti að hafa orðið grænn í framan af öfund í sumar þegar ég var við- staddur formlega opnun versl- unarhúss KEA á Grenivík. Og áreiðanlega sá ég þann sama litblæ á andlitinu á Kristjáni Ól- afssyni, útibússtjóra okkar, sem Sendum sýslumennlna áþlng Steingríinur Sigurðsson hafði samband við blaðið: Mér datt í hug varðandi þetta tal um fjárfrmlög til Lista-og skemmtideildar Sjónvarpsins, að það mætti einfaldlega sleppa þeim. Þessi leikrit og þættir eru það lélegir að þeir mega alveg missa sín. Blóðrautt sólarlag, Vandarhögg og Þættir úr félags- heimili eru bestu dæmin um það. Varðandi þá síðast nefndu vil ég bara segja að svona lagað gæti ekki átt sér stað úti á landi. Eini mögulegi staðurinn sem svona vitleysa gæti komið fyrir er í Reykjavík. Annað sem ég vil minnast á, er kosningafyrirkomulagið og vægi atkvæða. Er ekki einfaldast að fækka þingmönnum t.d. um helming og leyfa Reykvíkingum og Reyknesingum að skipta þeim á milli sín, en síðan gætu aðrir landsmenn sent sýslu- mennina sína á þing fyrir sig. Með þessu væri tryggt að hags- muna okkar væri gætt, en ég sé engan tilgang í að landsbyggðar- búar séu að kjósa menn á þing sem allir eru búsettir í Reykja- vík og margir þeirra meira að segja fæddir og uppaldir þar. þarna var líka staddur því að þessi búð er auðvitað á allan hátt glæsilegri og sjálfsagt líka ólíkt þægilegri vinnustaður heldur en gömlu, þröngu búðirnar okkar á Dalvík. En hvað um það, einhver verður að ganga fyrir og annar að bfða um sinn þegar ekki er hægt að gera alla hluti í einu. Það verður fullorðið fólk að þola. Og jafnframt er gott að hugleiða það að ennþá kær- komnara er barnið foreldrum sínum ef þeir hafa orðið að bíða eftir því með óþolinmæði í nokkur ár að það fæddist í heim- inn. Alveg er ég sammála rök- semdum Snjólaugar fyrir því að æskilegast sé að sem allra mest af verslun Svart’dæla fari fram á Dalvík. Því miður rekst sú stefna þó oft á vissar verslunar/ efnahagslegar staðreyndir sem ég get þó alls ekki farið út í hér. Meira að segja góði vegurinn sem Snjólaug minnist á og við höfum þráð svo lengi getur að sínu leyti orðið verslun á Dalvík skeinuhættur. Gegn þessu verð- ur örðugt að hamla. í lok sinnar góðu og yfirleitt jákvæðu greinar byrstir Snjó- laug sig dálítið og fer að hóta með Hagkaupum. Það hafa nú fleiri gert, það er í tísku. „Vöru- úrvalið er þar margfalt meira og verðmismunurinn borgar bens- ínið að mestu,“ segir hún. Er þetta nú alveg víst, Snjólaug? Hefurðu komið í Kjörmarkað KEA í Hrísalundi? Þar er mjög mikið vöruúrval þótt merlun seu yfirleitt önnur en hjá Hagkaup- um. Og ég veit ekki betur en að hlutlausar kannanir hafi leitt í ljós að verðið sé þar fyllilega samkeppnisfært. Svarfdælir, sem lesa þessa grein, taka sjálfsagt eftir því að ég lofa ekki nú fremur en fyrr neinu verslunarhúsi í jólasokk- inn í ár. Fyrir 2 árum hélt ég þó satt að segja að það ætti að vera hægt. En nú árar svo hábölvan- lega að ég er hræddur um að jafnvel jólasveinninn verði að framkvæma róttækan niður- skurð á gjöfunum sínum. Þar fyrir er ekkert út á það að setja að fólk beri fram óskir sínar við félag sitt og sendi jafn- vel hvasar brýningar, eins og Snjólaug gerir, ef það er sett fram af sæmilegri sanngirni. Og enn síður er út á það að setja að félagsfólkið geri það með 'rök- studdum ályktunum á félags- fundum. Samt vil ég í lokin segja það að ef ég væri í sporum Snjólaug- ar Bragadóttur eða annarra Dalvíkinga þá mundi ég setja fram óskir mínar til jólasveins- ins á nokkuð annan hátt, t.d. svona: „Kæri jólasveinn, ég er þér þakklát fyrir það sem þú hef- ur gert hérna á staðnum til að byggja upp og viðhalda traustu atvinnulífi. Og í öllum lifandi bænum láttu ekki verða neinn samdrátt í rekstrinum hjá þér heldur þvert á móti aukningu svo að vaxandi fólksfjöldi hafi verk að vinna. Svo langar mig líka óskaplega mikið í nýtt versl- unarhús sem allra, allra fyrst. En ég legg áherslu á að það verði verulega gott og myndarlegt hús sem hæfir okkar blómlega bæj- arfélagi og sem við getum verið stolt af þó að það dragist þá í eitt eða tvö ár að þú dragir það upp úr jólasokknum." 13. febrúar 1983. Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnarformaður KEA. Yarð fyrir von- biigðum í HUðarfjaffi Móðir hringdi. Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um er ég fór fyrir stuttu í Hlíð- arfjall með litla dóttur mína. Það var engin lyfta í gangi nema stólalyftan og ég ætlaði að fara einaferðíþá lyftu. Mérvarhins- vegar tjáð að það væri ekki selt í eina ferð í einu. Ég sá hinsvegar auglýsingu frá í janúar og ég sé ekki betur en að þar séu auglýstar ein ferð, tvær ferðir, tíu ferðir og tuttugu ferðir. Ég vil mótmæla þessu harðlega og hver er ástæðan? Svar: ívar Sigmundsson forstöðu- maður Skíðastaða hafi eftirfar- andi um málið að segja: Ég held að þessi móðir hafi ruglast á auglýsingum, og tekið í misgripum auglýsingu varðandi ferðir sem auglýstar eru hingað í fjallið. Við seljum ekki einstaka ferðir í stólalyftuna, einfaldlega vegna þess að fólk, og þá aðal- lega fullorðið fólk misnotaði þetta. Fólkið keypti eina ferð upp í stólalyftunni, síðan þegar það var komið upp í Stromp hélt Gaman að fá Sólbak Þakklátur bæjarbúi hafði sam- band við Lesendahornið og vildi koma á framfæri þakklæti til ÚA fyrir að Sólbakur skuli kominn á sinn gamla stað í dokkinni. Það hafði verið reglulegur sjónar- sviptir að því þegar hann fór, einungis flatneskja á að horfa. Nú sé hann hins vegar kominn aftur, fallega ryðgaður og er fólki til mikils ánægjuauka í ann- ars svipbrigðasnauðu miðbæjar- umhverfinu. Vonandi mun hann verða þarna um ókomin ár, handa börnum og hröfnum til að leika sér í. það áfram í Stromplyftunni eða fór í hinar lyfturnar sem voru í gangi. Við sáum ekki aðra leið en að hætta þessu. Við seljum heilsdagskort í lyfturnar og einnig hálfsdagskort. Gamlar in ndir Hér í Helgar-Degi munu á næstunni birtast myndir úr ljós- myndaplötusafni Hallgríms Einarssonar og sona hans sem nú er unnið að „copyeringu" á. Allar þessar myndir eru ónafngreindar í safninu og viljum við heita á Akureyringa og aðra þá sem telja sig þekkja myndirnar að klippa þær úr blaðinu og senda, ásamt nöfnum, til Minja- safnsins á Akureyri, Aðalstræti 58, eða láta frá sér heyra með öðrum hætti. Þá viljum við benda á að „album“ með myndum úr safninu liggur frammi í Amtsbókasafninu hér í bæ. Væri vel þegið ef bæjarbúar, einkum þeir eldri, vildu líta þar inn og sjá hvort þeir þekkja þessar myndir og ef svo væri að skrifa nöfnin í „blokkir“ sem þar munu einnig verða. Mínjasafnið á Akureyri. Myndin er af: 2 - DAGUR -18. febrúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.