Dagur - 24.02.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 24.02.1983, Blaðsíða 7
Kveðjuorð: Magnús Ketilsson I Fæddur 15. ágúst 1918 - Dáinn 15. febrúar 1983 Vinnusamfestingar Stærðir 46-52. Verð 480 kr. Vinnusloppar Stærðir 48-56. Verð 405 kr. Flauelsbuxur herra Það var fagur dagur og veðurblíða með eindæmum er mér bárust þær fregnir að Magnús væri allur. Hann bjóst skjótt til brottfarar, þó svo að ekki væri maður grun- laus um að heilsa hans væri farin að gefa sig. En það mátti aldrei ræða og var Maggi alltaf jafn hress og glaðvær. Magnús var fæddur og uppalinn í Bolungarvík og átti stóran hóp systkina. Hann lifði tímana tvenna og hans líf var vinna og aftur vinna og ekki fyrir sjálfan sig, heldur aðra. Það var líka fag- ur og minnistæður dagur er Magn- ús kom fyrst heim í Gnúpufell. Það var um vor, fyrir tæpum 9 árum. Ég var ein heima og hafði sleppt út kvígukálfi, sem auðvitað voru regin mistök, því kusa varð óð og hljóp um víðan völl. Þá renndi í hlaðið bifreið og út steig grannur maður bjartur yfirlitum. Þar var þá kominn Magnús Ketils- son og var eitt fyrsta verk hans heima í Gnúpufelli að handsama kálfinn en svo sannarlega ekki það síðasta. Siðan hefur Maggi verið nær samfellt heima og verið foreldrum mínum ómetanlegur og er nú mikill harmur að þeim kveðin. Já þau eru æði mörg atvikin sem rifjast upp og verður mér allt- af minnistætt er ég var á ísafirði sumarið 1978. Það sumar varð Maggi sextugur og var hann staddur á Bolungarvík. Einn dag- inn stóð hann inni á gólfi hjá mér og spurði hvort ég vildi ekki koma í kaffiút í Bolungarvík. Kaffi, -jú ég hélt nú það. Er ég fór svo að Bautinn: „Milljon- asti gestur- inn“ Þeir sem koma í veitingahúsið Bautann á Akureyri frá og með morgundeginum og framyfír mánaðamót munu fá afhentan númeraðan miða sem þeir eru beðnir að geyma vel. Ástæðan er sú að um þessar mundir taka eigendur Smiðjunn- ar á móti milljónasta gesti sínum frá því fyrirtækið tók til starfa, og er hann væntanlegur á þessu tíma- bili. í lok næstu viku verður síðan dregið út eitt númer, og sá hinn heppni fær m.a. Kaupmanna- hafnarferð í verðlaun. í Smiðjunni verður líf og fjör um helgina. Matargestir í kvöld og sunnudagskvöld fá frían miða á sýningu Leikfélags Akureyrar á „Bréfberann frá Arles“. Annað kvöld og á laugardagskvöldið skemmta Jóhann Már Jóhanns- son söngvari og Guðjón Pálsson píanóleikari matargestum og í hádeginu á sunnudag verður efnt til veislu. Vegna þess hversu margir urðu frá að hverfa í hádeg- inu s.l. sunnudag verður tilboð um frían hamborgara fyrir 12 ára og yngri endurtekið fyrir þá sem borða með foreldrum sínum. huga að heimferð um kvöldið rétti hann mér lyklana að bílnum sín- um og sagði, hana, þú getur farið á honum þangað sem þér sýnist. Pá vissi hann að mig langaði að skoða mig um á Vestfjörðum og var þá ekki kaffiboðið aðal ástæð- an, heldur hitt að geta lánað bílinn. Svona var Maggi, alltaf mættur á staðinn ef hann hélt að hann gæti gert eitthvað fyrir mann. Og oft bæði fyrr og síðar lánaði hann bílinn sinn, sem var raunverulega það eina sem hann átti. Maggi var ekki auðugur af veraldlegum gæðum og kærði sig hreint ekki um þau en hann var aftur á móti vel auðugur af and- legum verðmætum og hugsaði fyrst og fremst um aðra til síðustu stundar og hans tilfinningar og þarfir skiptu þar engu máli. Það er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast slíkum manni. Maggi var einn úr fjölskyldunni og er nú skarð fyrir skildi. Við systkinin söknum hans sárt, en vitum þó að hann er enn hjá okkur þó að við sjáum hann ekki lengur. Um leið og við kveðjum Magga og þökkum honum allar skemmti- legu stundirnar og allt sem hann gerði fyrir okkur viljum við votta hinni öldnu móður hans og syst- kinum okkar dýpstu samúð. „Farþú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. “ (V.Briem.) Svanhildur Daníelsdóttir. Tilboð óskast í Mercury Comet árg. 1974. Bifreiðin er skemmd eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis á stæði vest- an Þórunnarstrætis (gegnt lögreglustöðinni) föstu- daginn 25. febrúar nk. kl. 16.00-17.00. Tilboðum sé skilað til NT-umboðsins hf., Ráð- hústorgi 1, fyrir kl. 17.00 mánudaginn 28. febrúar nk. -umboðið hf. Aðalfundur Sjálfsbjargar félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni verður haldinn að Bjargi, Bugðusíðu 1, sunnud. 27. febr. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Stjórnin. Leikklúbburinn Krafla í Hrísey frumsýnir gamanleikinn Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson laugardaginn 26. febrúar kl. 21.00 í Sæ- borg í Hrísey. Leikstjóri: Kjartan Bjargmundsson. Næstu sýningar verða í Hrísey: Sunnudaginn 27. febrúar kl. 21.00. Þriðjudaginn 1. mars kl. 21.00. Föstudaginn 4. mars kl. 21.00. Sunnudaginn 6. mars kl. 21.00. Athygll er vakin á því að Hríseyjarferjan Sævar fer ( áætlunarferðir þessi kvöld sem henta mjög vel fyrlr sýningargesti. Miðapantanir og nánari upplýsingar í símum 61718 og 61700. Stærðir 29-40. Verð 325 kr. ISJ Eyfjörð Hjalteyrargötu 4, sími 25222 HRfSALUNDI 5 Kjúklingavika í Hrísalundi Grillaðir kjúklingar beint úr ofninum Aðeins kr. 115 Stk. Kjúklingar í heilum og hálfum kössum 106 kr. pr. kilo 24. febrúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.