Dagur - 24.02.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 24.02.1983, Blaðsíða 8
RAFGEYMAR í BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI 187 rúmlesta bátur til Hríseyjar Útgerðarfélagið Njörður hf., sem er að meirihluta til í eigu KEA, hefur fest kaup á Ólafi Magnússyni EA 250, 187 rúm- lesta bát smíðuðum í Noregi árið 1960. Seljandi er Valtýr Þorsteinsson hf. en það fyrir- tæki gerir út Þórð Jónasson EA 350 og rekur frystihúsið Norðursfld hf. á Seyðisfirði. Ólafur Magnússon EA 250 verður í framtíðinni gerður út frá Hrísey og að sögn Vals Arnþórs- sonar, kaupfélagsstjóra þá verður skipið búið til togveiða á næstunni en báturinn verðureinnig notaður til línuveiða og hefur auk þess kvóta til síldveiða ef svo ber undir. Valur Arnþórsson sagði að aðalástæðan fyrir því að ráðist var í þessi kaup væri sú að afkastageta frystihússins í Hrísey hafi hvergi nærri verið fullnýtt, en vonast er til þess að þessi bátur bæti þar úr og tryggi saman með Snæfellinu sem Utgerðarfélag KEA gerir út, jafnt framboð hráefnis til frysti- hússins í Hrísey. Ólafur Magnússon EA 250 er mjög vel búinn tækjum og fylli- lega sambærilegur við hvaða bát af sömu stærðargráðu í dag. Konurfunda Á fundi hjá kvennaframboðinu á Akureyri fyrir nokkru var ákveð- ið að kanna grundvöll fyrir sér- stöku kvennaframboði á Norður- landi-eystra við næstu Alþingis- kosningar. í framhaldi af þessum fundi var ákveðið að halda kynningarfundi í kjördæminu, á Húsavík á laug- ardaginn og á Dalvík á sunnudag. Frá afhendingu Ólafs Magnússonar EA 250 - Sigurður Jóhannesson, fúlltrúi og Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri,Hreiðar Valtýsson, hjá Valtý Þorsteinssyni hf. og Jóhann Þór Haiidórsson, útibússtjóri KEA í Hrísey. _____________________________________________Mynd: ESE Fiskikassar til Nýja-Sjálands: Vonum að f ramhald verði á sölu á þennan markað „Við erum að vona að fram- hald verði á sölu á þennan markað ef vel tekst til,“ sagði Gunnar Þórðarson fram- kvæmdastjóri Plasteinangrun- ar h.f. i stuttu spjalli við Dag. Plasteinangrun h.f. er nú að af- greiða 11 þúsund 70 Iítra físki- kassa til N-Sjálands og sagði Gunnar að þessi markaður væri nýr og því gæti orðið um framhald á þessu að ræða. „Verðmæti þessara kassa sem við erum að afgreiða núna er tæp- ar fjórar milljónir króna, og fer megnið af þessum kössum í verk- smiðjuskip sem verið er að breyta í frystiskip,“ sagði Gunnar. Hann sagði einnig að hár flutn- ingskostnaður væri ekki svo mikið atriði í þessu sambandi, því samkeppnisaðilar á þessu sviði væru aðallega í Noregi og því ekki mikill munur á flutningskostnað- inum. Gunnar tjáði Degi að fram- leiðslutími á þessum 11 þúsund kössum væri um tveir mánuðir. Mun helmingurinn verða sendur af stað í næstu viku og afgangur- inn eftir 4-5 vikur. Varðandi út- flutning á fiskikössum til annarra landa sagði Gunnar að til Græn- lands hefðu verið seldir 7500 kass- ar sem hefðu verið afgreiddir í nóvember og janúar, einnig væri alltaf um einhverjar sölur að ræða til Noregs, Kanada og Færeyja. Þess má að lokum geta að N- Sjálendingar hafa einnig pantað þrjár kassaklær og kassalosara frá Vélsmiðjunni Odda á Akureyri. Sauðárkrókur: Ofremd- arástand á sjúkra- húsinu Sauðárkróki 23. febrúar. Röntgenmyndatækin á sjúkra- húsinu á Sauðárkróki biluðu á síðasta ári og síðan hefur verið ófremdarástand í þeim málum í bænum. Sjúklingum hefur orð- ið að vísa til Akureyrar og Reykjavíkur til myndatöku. Að sögn Friðriks J. Friðriks- sonar, héraðslæknis á Sauðár- króki, hefur skort fjárveitingu til að klára húsnæði í nýrri heilsu- gæslubyggingu við sjúkrahúsið svo hægt sé að setja upp ný rönt- genmyndatæki sem búin eru að liggja í kössum í nýbyggingunni í marga mánuði. Læknar og sjúkra- hússtjórn hafa hvað eftir annað hamrað á ráðamönnum um auka- fjárveitingu en lítið gengið. Frið- rik sagði að innan skamms væri væntanlegur maður til að setja upp tækin en það verk tæki líklega þrjár til fjórar vikur. Ekki væri seinna vænna að úr þessum mál- um rættist, sagði Friðrik J. Frið- riksson að lokum. -ÓJ Hundrað ára byggð í Ólafsfjarðarhorni Á þessu ári eru 100 ár liðin síð- an byggð fór að myndast í Ól- afsfjarðarhorni þar sem Ólafs- fjarðarkaupstaður stendur nú og vinnur sérstök undirbún- ingsnefnd að ýmsum verkefn- um af því tilefni. Á fundi nefndarinnar nýlega var því beint til bæjarstjórnar að öllum gömlum fundargerðabók- um og öðrum samsvarandi heim- ildum sem til næst og varða Ólafs- fjörð verði safnað á einn öruggan geymslustað, t.d. bókasafnið og þessar heimildir flokkaðar og skráðar. Þá var því einnig beint til bæjar- stjórnar að þess verði farið á leit við Rotary-klúbb Ólafsfjarðar að hann skipuléggi og skrái mynda- safn það sem Jón Frímannsson lagði drög að og stefnt verði að því að halda sýningu á safninu á þessu ári. Að sögn Jóns E. Friðrikssonar, bæjarstjóra á Ólafsfirði, hefur þess verið farið á leit við Friðrik Olgeirsson að hann skrifi sögu staðarins fram á okkar daga. Þá upplýsti bæjarstjórinn einnig að ekki væri stefnt að miklum há- tíðahöldum í bænum á þessu ári þar sem hér væri ekki um afmæli kaupstaðarins að ræða. Frá Ólafsfirði. # Víðaerhart r r m i ari Það kreppir víða að í þjófélag- inu þessa dagana og víst að fjármál eru víða erfið viður- eignar. Þetta hefur m.a. lýst sér í þvi hversu mikið þarf að skera niður opinberar fram- kvæmdir á mörgum stöðum. í fundargerð Bæjarráðs Sauð- árkróks frá 10. febrúar er sagt frá því að á fundinn hafi mætt Sýsluráð Skagafjarðarsýslu og hafi á fundinum verið rædd ósk Öldrunarnefndar Skagafjarðar um fjárframlag þessara aðila 1983. Óskaði nefndin eftir þvi að framlag frá Sauðárkrókskaupstað og Skagafjarðarsýslu næmi 1.5 millj. frá hvorum aðila. Aðilar á þessum fundi voru hinsveg- ar sammála um að framlagið skyldi vera 60 þúsund frá hvorum aðila. Og þá er víst komið að Öldrunarnefndinni að skera niður fyrirhuguð verkefni sín. # Þeirgrenja eftir vatni Mikill þorsti virðist hrjá heimsbyggðina þessa dag- ana ef marka má frétt Tímans sl. þriðjudag. Þar er viðtal við Hrein Sigurðsson „vatnsút- flutningsmann“ á Sauðár- króki og segir hann að „það sé grenjað eftir vatni bæði í Bandaríkjunum og Evrópu." Einhver hlýtur þorstinn að vera fyrst þeim aðferðum er beitt, en sennilega koma grenjurnar fyrir lítið. Hreinn upplýsti nefnilega í sama við- tali að það væri „tappi í kerf- inu“ svo ekki væri hægt að hefja þennan útflutning. Þessi tappi mun ekki vera í vatns- pökkunarkerfinu heldur í ríkiskerfinu. Bandaríkjamenn og Evrópubúar verða því víst að láta sér nægja að grenja um sinn, eða þar til tekst að losa tappann svo vatnið getí farið að streyma. # Meinlokur eða sárabætur Maður nokkur kom á dögun- um inn i lyfjabúð og bað um „meinloku". Afgreiðslustúlk- an varð hvumsa við, sem eðli- legt var, enda ekki vön að rétta viðskiptavinunum meinlokur yfir afgreiðslu- borðið. Hún hváði því og þeg- ar maðurinn endurtók beiðn- ina og bað um „meinloku“ sagðist hún hreinlega ekki skilja hann. „Hvað er þetta kona,“ sagði maðurinn. „En eigið þið þá til sárabætur?“ - Ekki gekk afgreiðslustúlk- unni betur að skilja hvert maðurinn var nú að fara og botn fékkst ekki í málið fyrr en maðurinn hafði viðurkennt ósigur sinn og beðið um plástur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.