Dagur - 03.03.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 03.03.1983, Blaðsíða 1
HÁLSFESTAR 8 og14 KARÖT GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, fimmtudagur 3. mars 1983 26. tölublað Aðstöðuvísitölu til að bæta skort á opinberri þjónustu „Þetta er búið að vera að brjótast í mér nokkuð lengi og þegar allar þessar umræður urðu síðan um jöfnun kosn- ingaréttarins og að bæta þyrfti landsbyggðarfólkinu upp ýms- an þann ójöfnuð sem ríkir á öðrum sviðum þá varpaði ég fram þeirri hugmynd að þetta mætti jafna með því að hafa áhrif á skattavísitöluna, þannig að þeir sem ekki njóta opin- berrar þjónustu í líkingu við það sem best gerist njóti í stað- inn ívilnunar í sköttum,“ sagði Hilmar Daníelsson, sem rekur bókhaldsþjónustu á Dalvík, en hann vUl að reiknuð verði ein- hvers konar þjónustuvísitala eða aðstöðuvísitala sem hafi áhrif á skattavísitöluna til lækk- unar á sköttum þeirra sem búa við skerta opinbera þjónustu. „Ég hef kosið að nefna þetta aðstöðuvísitölu og ég tel að þetta sé tiltölulega einfalt mál, nánast bara spurning um að mata tölvu á réttum upplýsingum sem ekki ætti að vera erfitt að ná í. Þessi að- stöðuvísitala gæti verið mismun- andi eftir skattumdæmum sem eru þau sömu og kjördæmin eða jafnvel eftir sveitarfélögum og með því mætti ná ennþá meiri jöfnuði," sagði Hilmar ennfrem- ur. „Eins og allir vita búa íbúar landsins við ákaflega mismunandi þjónustu af hendi hins opinbera eftir því hvar þeir búa. Nefna má heilbrigðisþjónustu, samgöngur og þar með hve langt er í þjónustu annars staðar, menntunarmögu- leika, staðsetningu sýslu- og bæjarfógetaskrifstofa og svo nátt- úrlega staðsetningu stjórnarráðs og Alþingis, svo eitthvað sé nefnt. f>á gæti F’jóðminjasafn, Þjóðar- bókhlaða, Þjóðleikhús og fleiri stofnanir allra landsmanna sem staðsettar eru eingöngu í Reykja- vík komið inn í þessa mynd. Mikilvægt er hins vegar að hafa svona kerfi einfalt og auðskilið hverjum sem er og það mælir á móti því að kafa eftir smáat- riðum. Þetta þarf að hafa veruleg áhrif á skattavísitöluna þannig að þetta verki hvetjandi á ríkisvaldið að koma þjónustunni upp sem víðast. Að öðrum kosti er hætta á að kerfið kæmi í stað dreifingar þjónustunnar. Ríkið verður að sjá sér hag í því að setja frekar upp þjónustuna og fá auknar skattheimtur heldur en að veita skattafsláttinn,“ sagði Hilmar Daníelsson að lokum. Þess má geta að hann reifaði þessar hugmyndir á fundi með þingmönnum Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra á Dalvík fyrir nokkru. í um- ræðum á Alþingi á mánudags- kvöld kynnti S.tefán Valgeirsson, alþingismaður, svo þessar hug- myndir lítillega" í umræðum um breytta kosningaskipan. Sinfónían kemur Sinfóníuhljómsveit íslands kemur til Akureyrar laugar- daginn 12. mars næst komandi og heldur eina hljómleika í íþróttahöllinni. Var ákvörðun um þetta tekin í gær en sem kunnugt er leit út fyrir það á tímabili að hljómsveitin kæmi ekki sökum þessa mikla kostn- aðar sem slík ferð hefur í för með sér. - Það er ljóst að við komum til Akureyrar en það þýðir ekki að við höfum leyst kostnaðarvanda- málið, sagði Sigurður Björnsson, framkvæmdarstjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar í samtali við Dag. Sigurður sagði að hann væri ansi hræddur um að halli yrði á þessari ferð en miðaverð á tón- leikunum á Akureyri verður hið sama og í Reykjavík eða 250 krónur. Að sögn Sigurðar Björnssonar koma um 170 manns, hljóðfæra- leikarar og söngvarar með Krist- ján Jóhannsson, tenórsöngvara í broddi fylkingar, til Akureyrar en á efnisskrá tónleikanna er óperan Tosca. Tónleikarnir hefjast klukkan 19 á laugardag og sagði Sigurður flutning verksins taka tæpa þrjá klukkutíma. Einu sinni var . . . Mynd: ESE Dagvistun á Akureyri: Aldrei fleiri á biðlista „Vinnuaðstaða hefur verið ákaflega erfið hér hjá okkur á Pálmholti því húsið hefur verið ofsetið“ sagði Sólveig Ingva- dóttir forstöðukona dagvistun- arheimilisins sem þar er rekið, í stuttu spjalli við Dag. „Það eru til lög sem segja að húsrými skuli miðast við að 10 fer- metrar séu á hvert barn. Pálmholt er 300 fermetrar þannig að sam- kvæmt þessum lögum mega vera hér 30 börn, en þau hafa verið 49 að undanförnu. Því hefur verið gripið til þess ráðs að fækka börn- um hér og nú eru þau 40 en þessi tala verður komin í 36 fyrir lok þessa árs. Það er ekki bara að þetta sé erf- itt fyrir okkur sem störfum hér, heldur og að sjálfsögðu er þetta mjög erfitt fyrir börnin að vera þetta mörg í ekki stærra húsnæði. Þau eru héma 8-9 tíma á dag og það sjá allir að þrengslin koma verst við þau. Ég lagði þessa til- lögu um fækkun fyrir Félagsmála- ráð í fyrra og það hefur ekki verið ágreiningur um þessa fækkun“ sagði Sólveig. „Þegar ég tók þetta saman síðast, um miðjan janúar voru 330 börn á biðlista eftir dagvistun á Akureyri og hafa aldrei verið fleiri. Það hafa komið inn 60 um- sóknir það sem af er þessu ári“ sagði Sigríður Jóhannsdóttir dag- vistunarfulltrúi hjá Félagsmála- stofnun. Við spurðum hana hvort margar svokallaðar „dagmæður“ sem passa börn í heimahúsum hefðu hætt vegna þess að farið er að skattleggja tekjur þeirra. „Það hættu nokkrar, en samt erum við með mjög góðan kjarna og það eru um 90 börn sem eru í dagvistun hjá þeim. Ég held að það hafi helst verið þær sem hugs- uðu fyrst og fremst um þetta sem gróðaleið sem hafi hætt“. Gjald á dagvistunarheimili í dag er 1560 fyrir einstæða foreldra en fyrir gifta foreldra 2340 krónur og er þá miðað við 8 tíma dvöl. Þetta er það sem foreldrar borga og á að samsvara um 40%, hitt er greitt af bænum. Verðið hjá „dag- mæðrurn" í dag er hinsvegar 17 krónur á klukkustund og fyrir 9 tíma dvöl greiða foreldrar 3366 krónur auk 1210 króna í mat á mánuði. Á Pálmholti eru nú sem fyrr sagði 40 börn og 15 eru í Síðuseli. Nýtt heimili, Hamrakot, sem rísa á við Þórunnarstræti er nú teiknað og tilbúið til útboðs og er reiknað með að þar verði 80 börn, þar af 15-20 í dagvist. „Ástandið í dag er erfitt," sagði Sigríður. Að minnsta kosti er mikið um það að það þurfi að segja nei við fólk sem hingað leitar um dagvistun fyrir börn sín“. Auglýsir Sam- bandið í Playboy? „Það er til athugunar að þessi auglýsing birtist í hinu þekkta tímariti „Playboy“, sagði Sig- urður Arnórsson hjá Iðnaðar- deild Sambandsins er við töluð- um við hann um auglýsingu á ullarvörum sem nú er verið að útbúa með það fyrir augum að hún birtist lesendum þess fræga tímarits. „Þetta kom þannig til að við erum með stóran bás á vörusýn- ingu í Munchen þar sem allir okk- ar evrópsku umboðsmenn eru. Við erum þarna með 100 fermetra pláss og auglýsum Samband of Iceland gífurlega hressilega. Á svona sýningar koma margir sem starfa að auglýsingamálum hjá hinum ýmsu alþjóðlegu tíma- ritum og bjóða fram þjónustu sína. Ef það er eitthvað sérstakt sem þeim líst vel á þá eru þeir til í að gera allskyns undantekningar frá þeirra verðlagningu, t.d. ef um er að ræða sérstaka vöru og þeir halda að það sé hagstætt fyrir blaðið að taka auglýsinguna til birtingar." Auglýsingin sem hugsanlega birtist í Playboy.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.