Dagur - 03.03.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 03.03.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRt: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aðstöðuvísitölu til jöfnunar Það er fleira mannréttindi í þessu landi en jöfnun kosningaréttarins. Framsóknarmenn í Norðurlandi eystra hafa nú um skeið haft for- göngu um að benda á að samhliða breytingum á vægi atkvæða við kosningar til Alþingis verði að koma til jöfnuður á öðrum sviðum lands- byggðafólkinu í hag. íbúar hinna strjálu byggða búa við mikið óréttlæti t.d. hvað varð- ar ýmiss konar opinbera þjónustu, svo ekki sé minnst á miklu meiri framfærslukostnað á fjölmörgum sviðum. Þarna er um verulegan aðstöðumum að ræða. Ekki er hægt að búast við því að hann verði hægt að leiðrétta með öllu þó á hinn bóginn megi gera verulega bragarbót með uppbyggingu þjónustunnar út um land. Framsóknarmenn á Norðurlandi eystra hafa nú varpað fram hugmyndum um leið til að draga úr þessu óréttlæti, að frumkvæði Hilm- ars Daníelssonar á Dalvík. Stefán Valgeirsson, alþingismaður, hefur kynnt þessar hugmyndir lítillega í umræðum á Alþingi og í sjónvarps- viðtali í Þingsjá. Hugmyndir Hilmars Daníelssonar eru í stuttu máli þær að til að jafna upp þann að- stöðumun sem ríkjandi er betri að koma á eins konar aðstöðuvísitölu eða þjónustuvísitölu sem hefði áhrif á skattgreiðslur manna. Með öðrum orðum að menn greiði skatta til ríkisins í einhverju hlutfalli við þá þjónustu sem ríkið veitir þegnunum sínum. „Ég tel að þetta sé einfalt mál nánast bara spurning um að mata tölvur á réttum upplýs- ingum sem ekki ætti að vera erfitt að ná í. Þessi aðstöðuvísitala gæti verið mismunandi eftir skattumdæmum, sem eru þau sömu og kjör- dæmin, eða jafnvel eftir sveitarfélögum og með því mætti ná ennþá meiri jöfnuði, “ sagði Hilmar í viðtali við Dag og sagði ennfremur: „Eins og allir vita búa íbúar landsins við ákaflega mismunandi þjónustu af hendi hins opinbera eftir því hvar þeir búa. Nefna má heilbrigðisþjónustuna, samgöngur og þar með hve langt er í þjónustuna annars staðar( menntunarmöguleika, staðsetningu sýslu- og bæjarfógetaskrifstofa og svo náttúrulega staðsetningu stjórnarráðs og Alþingis, svo eitthvað sé nefnt. Þá gæti Þjóðminjasafn, Þjóð- arbókhlaða, Þjóðleikhús og fleiri stofnanir allra landsmanna sem staðsettar eru ein- göngu í Reykjavík komið inn í þessa mynd. Mikilvægt er hins vegar að hafa svona kerfi einfalt og auðskilið hverjum sem er og það mælir á móti því að kafa eftir smáatriðum. Þetta þarf að hafa veruleg áhrif á skattvísitöl- una þannig að verki hvetjandi á ríkisvaldið að koma þjónustunni upp sem víðast. Að öðrum kosti er hætta á að kerfið kæmi í stað dreifingar þjónustunnar. Ríkið verður að sjá sér hag í því að setja frekar upp þjónustuna og fá auknar skatttekjur, heldur en að veita skattafslátt- inn“, sagði Hilmar Daníelsson. Ármann Olgeirsi Vegagerð á v — Fyrri hlu Sagt er að ekki þýði að sakast um orðinn hlut en stundum er þó þannig að framkvæmdurh staðið að slíkt á ekki að liggja í þagnar- gildi. Þetta á við um undirbúning og lagningu Víkurskarðsvegar af Fnjóskadalsvegi vestri upp í Vík- urskarðið austanvert. Vetrarsamgöngur hafa lengi verið mikið vandamál á þjóðleið- inni Akureyri - Húsavík um Vaðlaheiði. Gamli vegurinn um Steinskarð var löngum ófær vegna snjóa og Dalsmynnisleiðin mjög mikið úrleiðis auk snjó- flóðahættu. Það varð úrlausn þessa sam- gönguvandamáls að leggja nýjan veg um Víkurskarð og þá að sjálf- sögðu fyrst og fremst vegna vetrarumferðarinnar. Hlaut því aðalatriði málsins að vera að velja vegarstæðið þar sem minnstan snjó mundi setja á veginn og skipti þá minna máli þó ein stutt brekka yrði ívið hallameiri heldur en á öðrum stað snjóþyngri. Dómbærastir um snjóalög og veðurfar á því svæði sem veginn skyldi leggja um voru vitanlega þeir sem þar hafa búið um ára- tugi. En þegar Guðmundur Svavars- son, umdæmisverkfræðingur Vegagerðar ríkisins á Akureyri, valdi vegarstæðið um umrætt svæði með aðstoð þriggja manna í hreppsnefnd Hálshrepps þá var vetrarumferðin orðin aukatriði en hitt aðalatriði að hægt yrði að „spankeyra" veginn á sem mest- um hraða að sumarlagi. Það var 15. desember 1980 sem Guðmundur Svavarsson skrifaði hreppsnefnd Hálshrepps og leit- aði álits hennar á tveim veglínum um umrætt svæði sem hann hafði staðið að hönnun vegbyggingar á. 1 greinargerð með bréfinu segir hann að „mesti- bratti“ á línunni upp norðan við Víðivelli og norður ofan við bæi á Vatnsleysu sé 7% á móti 8,5% mestum „bratta" á línunni upp norðan við Vatnsleysu. Síðan segir hann að á syðri línunni sé 2,8 km „samfelld brött brekka“ á móti þriggja km brattri brekku á línunni norðan Vatnsleýsu en það mun vera öll vegarlengdin af jafnsléttu og upp í skarðið á þeirri línu. Hreppsnefndin svaraði Guð- mundi með bréfi 22. janúar 1981 og segir hún þar „að leiðin norðan Vatnsleysu sé heppilegri að öllu leyti nema fyrir brattann. Er það einkum þrennt sem mælir með þeirri leið umfram hina. 1. Snjó- léttari, þar sem hún liggur þverar fyrir snjóáttinni og myndar ekki stall framan í brekku eins og hin gerir á köflum. 2. Veldur miklu minni landskemmdum. 3. Til muna ódýrari bæði í byggingu og vegna minni tjónbóta.“ Þarna talár hreppsnefndin líka urn „bratta“ en hann var eins og fyrr segir 8,5% og seinna notaði meirihluti hreppsnefndarinnar þennan „bratta“ sem átyllu til að bregðast stuðningi við ytri leið- ina. Síðla árs 1981 kom svo Guð- mundur Svavarsson og tveir félag- ar hans hjá Vegagerðinni á fund með hreppsnefnd Hálshrepps og bændum á Víðivöllum og Vatns- leysu. Erindi þeirra var lokatil- raun að véla heimamenn til fylgis við Víkurskarðsveginn um syðri leiðina. En þrátt fyrir það að Guðmundur talaði af fræði- mennsku um arðsemi, afkasta- vexti, hönnunarhraða o.fl. sem heimamenn voru berskjaldaðir gegn þá stóðu þeir enn nokkuð einhuga saman um nyrðri leiðina og lauk fundinum án samkomu- lags. Stefán Skaftason, ráðunautur, sat einnig þennan fund og studdi hann málstað bænda. Eftir þetta sendi Guðmundur Svavarsson málið til Skipulags- stjórnar ríkisins ásamt tilheyrandi „bratta“-skýrslu því ekki kom honum í hug að taka nokkurt tillit til vilja heimamanna. Brá skipu- lagsstjóri við og sendi hrepps- nefndinni eftirrekstrarbréf um að hraða veitingu framkvæmdaleyfis á syðri leiðinni. í bréfi skipulags- stjóra segir m.a. „Skipulagsstjórn telur að þar sem um þýðingarmikinn þjóðveg er að ræða sé það hallamunurinn, þ.e. 7% á móti 8,5%, sem skiptir meginmáli." Fljúgandi fui á sveimi yfii Um kl. 15.30 sl. miðvikudag Þó mátti greina nokkrar gul- ósjálfrátt setti maður veru birtist allt í einu fljúgandi klæddar mannverur sem þeirra þar í sambandi við hinn furðuhlutur yfir Húsavík. Að- norpuðu í kulinu á malar fljúgandi furðuhlut. dragandinn virtist skammur. knattspyrnuvelli staðarins og Atvik gerðust nú með undra- Þyrlan lenti á knattspyrnuvelli og fólk þyrptist á vettvang. 4 - DAGUR - 3. mars 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.