Dagur - 03.03.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 03.03.1983, Blaðsíða 3
Geysir og Fóstbræður halda tónleika saman Karlakórinn Geysir á Akureyri og karlakórinn Fóstbræður úr Reykjavík efna til sameigin- legra tónleika í íþróttaskemm- unni nk. laugardag kl. 17. Þessir tónleikar eru árlegir Hrísey: Blessuðu barnaláni“ vel fagnað 99 styrktartónleikar kóranna og að sögn Björns Arnviðarsonar, blaðafulltrúa Karlakórsins Geys- is, þá sungu kórarnir á þrennum tónleikum í Reykjavík um síð- ustu helgi. Stjórnandi á tónleikunum í íþróttaskemmunni á Akureyri verður Ragnar Björnsson en hann er söngstjóri beggja kóranna. Píanóundirleik annast Jónas Ingi- mundarson og Guðrún A. Krist- insdóttir. Einsöngvarar með kór- unum verða Oddur Sigurðsson og Eiríkur Tryggvason en á efnis- skránni eru verk eftir innlend og erlend tónskáld. Meðal höfunda eru Páll ísólfsson, Jóhann Ó. Haraldsson, Sigfús Einarsson, Viktor Urbanic, Björgvin Guð- mundsson, OddgeirKristjánsson, Jónas Tryggvason, Árni Thor- steinsson, Þórarinn Jónsson, Emil Thoroddsen, Edvard Grieg, Robert Schuman og Richard Wagner. Laugardaginn 26. febrúar frumsýndi Leikklúbburinn Krafla í Hrísey leikritið Blessað barnalán við mikinn fögnuð áhorfenda. Leikstjóranum Kjartani Bjargmundssyni og leikendum var klappað lof í Iófa eftir velheppnaða túlkun á þessum farsa Kjartans Ragn- arssonar. Leikur Ingveldar Gunnarsdótt- ur í hlutverki Þorgerðar var áber- andi góður og hefði sómað sér vel á hvaða sviði sem er.Vera Sigurð- ardóttir leikur Ingu. Það er erfitt hlutverk vegna þeirra niðurbældu tilfinninga og brostnu vona sem Inga hefur, en verða þó að koma fram á sviðinu til að gefa leiknum líf og merkingu. Og það er einmitt þetta sem Veru tekst. Yfirborðs góðmennið og einfeldninginn séra Benedikt sem selur sannfær- ingu sína fyrir eigin hagsmuni og stundarfrið er leikinn af Ástráði Haraldssyni. Þetta er vandmeð- farið hlutverk sem Ástráður leysir vel af hendi. Um aðra leikendur er það að segja að flestir þeirra skila og skilja verkefni sitt með ágætum og óhætt er að fullyrða að Krafla á marga menn og konur með mikla hæfileika sem leikstjóra leikend- um hefur tekist að laða fram á sviðið í þessum farsa. Næstu sýningar á verkinu eru á föstudags- og sunnudagskvöld, en önnur sýning á verkinu var sl. þriðjudag. Sýningar eru kl. 21 og fyrir væntanlega sýningargesti frá fastalandinu skal bent á að tilvalið er að taka Hríseyjarferjuna þessa daga á Árskógssandi kl. 13.30. skoða síðan Hrísey og borða gómsæta Holdanautarétti í Hrísa- lundi. Fara svo á sýningu eftir vel- heppnaða máltíð og taka nætur- ferðina heim kl. 23.30. En þeim sem tímabundnir eru skal bent á að einnig er ferð frá Sandinum kl. 20.30 þessi kvöld. - SA Hrísey 44 þátt- takendurá meiraprófs- námskeiði á Króknum Meiraprófsnámskeiði bifreiða- stjóra er nú nýlokið á Sauðár- króki og voru þátttakendur á námskeiðinu 44 og mun þetta vera fjölmennasta meiraprófs- námskeið sem haldið hefur verið hér í bæ. Kennarar á námskeiðinu voru fjórir þar af tveir frá Sauðárkróki. Ó.J. Almennur dansleikur laugardagskvöldið 5. mars Matur framreiddur frá kl. 19.0( Matseðill kvöldsins: Kjötseyði Royal. Heilsteiktar nautalundir m/grænmeti, bökuðum kartöflum og Béarnaise sósu. (sfylltar pönnukökur. Kr. 325. eða Spergilsúpa. Grísakótilettur Hongroise m/grænmeti og kartöfluskífum. Trifflé, j . ,, Kr.285. Ingimar Eydal leikur létta tónllst tyrk matargesti og sídan fyrir dansl ásamt Bllla, Leibba og Ingu. Uppúr klukkan hálf ellefu mæta Gestur ‘ Jónasson og Theodór Júliusson með gamanmál. HÓTEL KEA AKUREYRI M ....._ sími 96-22200 Verið velkomin i fjorio. SOLO stálhúsgögn í eldhúsið. Höfum fengið mikið úrvai Sóló-stálhúsgagna. Bjóðum góða areiðsluskilmála. Hrísalundi 5, neðri hæð. Iðja félag verksmiðjufólks Farin verður helgarferð tH Reykjavíkur dagana 18.-20. mars. Verðkrónur2 00Ö. Haflð samband við skrifstofu Iðju, síml 23621, í síðasta lagi þriðjudaginn 8. mars. Ferðanefnd. Leyftverð 1/i lambsskrokkar Súpukjöt í pokum Lambahryggir..... Lambalæri . ............. 404. T5 Lambakótilettur.................... ... Lambalærisneiðar.... Okkar verð 66.20 59.50 85.00 85.00 91.80 100.60 íva þvottaefni 30% afsláttur Uyftverð Okkarverð Lágfreyðandi 2.3 kg. .. 464*90" 80.90 Lágfreyðandi 3.0 kg. ., 118:50 92.15 Lágfreyðandi 5.0 kg. .. *509í8Ö 157.50 áftur nú _ #"'4555,,«55 Ora gúlrætur óggr. baunirV2<jös... 1345 Ora maískorn Vadós $;4Ö 23.45 Oraraoðkál^dós ..............I ífflS 1540 iiiiiuiaiiii 4 HAGKAUP Norðurgotu 6? Simi 23939 3. mars 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.