Dagur - 03.03.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 03.03.1983, Blaðsíða 8
Akureyri, fímmtudagur 3. mars 1983 ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUD VINNA Ofnakaup vegna tveggja fjöibýlishúsa á Akureyri: Undirboð frá Byggingarfyrirtækið Aðalgeir og Viðar hefur tekið tilboði Birgis Þorvaldssonar um að kaupa af honum VEHA ofna í tvö fjölbýlishús sem Aðalgeir og Viðar eru að byggja fyrir Akureyrarbæ við Keilusíðu. Alls bárust fimm tilboð í ofna í þessi hús. Þau voru frá Birgi Þor- valdssyni og hljóðaði hans tilboð upp á 127.567 krónur, Panelofnar í Kópavogi með 174.000 krónur, Vélsmiðjan Oddi á Akureyri 231.064 krónur, Funaofnar í Hveragerði 234.748 krónur og Ofnasmiðja Norðurlands með 244.530 krónur. VEHA-ofnarnir sem Birgir Þorvaldsson bíður eru belgískir, og þegar litið er á tilboðin hér að framan vaknar sú spurning hvort ekki sé um undirtilboð að ræða hjá honum, og jafnvel einnig hjá Panelofnum. „Það er talið að tilboð Panel- ofna í Kópavogi sé undirboð og varðandi tilboð Birgis er talið að þar sé bæði um að ræða undirboð auk þess sem þeir ofnar eru minni heldur en þeir íslensku, og ástæð- an sé sú að þeir eru sagðir með svo góða varmanýtni" sagði Páll Hlöðversson sem á sæti í atvinnu- málanefnd Akureyrarbæjar, en nefndin fékk þetta mál til umfjöll- unar. „Ég get vissulega skilið Aðal- Belgíu? geir að taka þessu tilboði sem er áberandi lægst. Iðntæknistofnun hefur samþykkt þessa ofna og ég sé ekki annað en að bygginga- nefnd muni gera það einnig. En það má líka segja að það sé hættu- legt fyrir Aðalgeir að hugsa svona, sérstaklega út frá ásökun- inni um undirboð. Aðalgeir rekur hér glerverksmiðju og ætli belgísk glerverksmiðja sem beitti undir- boðinu gæti ekki eyðilagt mark- aðinn hér á hálfu til einu ári. Það er auðvitað ólöglegt sam- kvæmt okkar fríverslunarsamn- ingi við EFTA ef það sannast að hér sé um hreint undirboð að ræða. Það höfum við ekki getað staðfest en vitaskuld lyktar þetta af því. Við munum reyna að fylgj- ast með þessu máli eftir því sem kostur er en það hefur ekkert komið skriflegt um afgreiðslu Iðntæknistofnunar til okkar ennþá.“ Ljósbrot í klaka. Mynd: KGA. Margir vilja í loðdýrarækt Hluti þaksins fauk af björgunarstöðinni Vídeólundur: „Ætlum að halda áfram“ „Viö viljum helst líta á þessa lokun hjá Videóson sem próf- mál og ef það á að kæra aðra aðila sem hafa verið með kapal- sjónvarp þá reikna ég með að við fáum kæru hvort sem við lokum núna eða ekki,“ sagði Magnús Jónsson í samtali við Dag, en hann á sæti í stjórn Videólundar á Akureyri. „Ég sé því ekki hvaða tilgang lokun hjá okkur hefði á þessu stigi og við ætlum að halda áfram og sjá hver framvinda málsins verður. Okkur dettur helst í hug að þessar aðgerðir gegn Videóson séu til þess að fá úr því skorið hvoru megin rétturinn er og hvort Ríkisútvarpið ætlar að ganga í hart í þessu máli.“ Arabaturog síldartunnur í Sjallanum „Kútmagakvöldið er fjáröflun- arleið fyrir Lionsklúbbinn Huginn, sem lætur féð renna til líknarmála eins og kunnugt er. Þetta er opið öllum köllum og enginn ætti að verða svikinn því þarna verða á boðstólum 50 sjávarréttir og skreytingar hússins verða allar tengdar sjónum, árabátur, síldartunnur og net“, sagði Sigurður Sig- urðsson í Sjallanum í viðtali við Dag. Kútmagakvöldið verður á föstudag og hefst hátíðin kl. 20 með móttöku og lystauka. Þarna verða skemmtiatriði, söngur, glens og bögglauppboð og heið- ursgestur kvöldsins verður engin önnur en Bryndís Schram sem er á góðri leið með að gera alla karl- menn landsins að börnum. Um klukkan ellefu verður hús- ið opnað almenningi af hinu veik- ara kyni óg dansinn dunar svo fram á nótt. „Það er mikill áhugi hjá mönn- um að fara í loðdýrarækt og það byrjuðu sjö nýjir aðiiar í þeirri grein á svæði Búnaðar- sambands Eyjafjarðar í haust,“ sagði Ævarr Hjartarson, ráðu- nautur, í samtali við Dag. „Sex af þessum aðilum fóru í refa- rækt og byrjuðu með um 350 dýr og einn fór í minkarækt.“ „Þá liggja hjá okkur nokkrar umsóknir frá mönnum sem vilja hefja loðdýrarækt á þessu ári og þó nokkrir hafa sýnt því áhuga að hefja búskap með kanínur. Það er greinilegt að menn álíta framtíð í loðdýraræktinni og eins er hitt að það er ekki bjart framundan hvað varðar hinar hefðbundnu bú- greinar. Það er óhætt að segj a það að út- litið í þessum greinum sé fremur gott ef menn fara ekki út í allt of mikla fjárfestingu í því sambandi og það eru margir semm nýta hús sem hafa losnað vegna samdráttar á öðrum sviðum. Miðað við það þá á þetta að geta gengið og von- andi vel. Að vísu lækkaði verðið talsvert á refaskinnum í vetur miðað við í fyrra. Verðlækkunin hefur senni- lega numið um 40% miðað við pund. En það er talið að verðið muni stíga aftur. Við eigum að geta staðið af okkur svona sveiflur því við búum t.d. við mun minni fóðurkostnað en gerist víðast annarsstaðar. En það er ljóst að ef menn eru með miklar fjárfesting- ar og fá svo verðfall þá er útlitið ekki bjart hjá þeim,“ sagði Ævar. „Þetta byrjaði um klukkan hálf níu á mánudagskvöldið og var ansi mikill hvellur á meðan það stóð yfír en það fór að lægja undir miðnættið,“ sagði Gunn- ar Sigurðsson, formaður Björg- unarsveitarinnar Blöndu á Blönduósi, er við ræddum við hann. Mikið rok og ofsaveður skall á Blönduósi þá um kvöld- ið og voru um 30 björgunar- menn að störfum á Blönduósi um kvöldið. Björgunarsveitarmennirnir í Blöndu þurftu ekki alltaf að fara langt til bjargar verðmætum. Þak björgunarstöðvarinnar, þar sem sveitin hefur aðsetur, slapp ekki heilt frá veðurofsanum, þar fuku af bæði tré og járn í heilu lagi, alls um 40 fermetrar. Þá tók hluta þaks af Iðngörðum á Blönduósi og einnig af bifreiða- verkstæði í bænum. Járnplötur fuku um loftið enda var veður- hæðin mikil. Sem fyrr sagði stóð veðurofsinn ekki lengi en skemmdimar urðu talsverðar og hafa borist fréttir um nokkrar vegaskemmdir þegar bundið slit- lag hreinlega flettist af veginum. m W Skilja ekkert í íslendingum Morgunblaðið segir frá því að Færeyingar séu mjög ánægð- ir með hversu vel hafi gengið hjá þeim að undanförnu við að moka upp laxi austur af ís- landi, og að þeir skilji ekkert í íslenskum sjómönnum að taka ekki tíl hendi við þessar velðar. - Já, þeir slá ekkí slöku við rányrkjuna Færey- ingarnir og ætla grelnilega ekki að láta sér nægja að vera hálfbúnir að gera útaf við ís- lenska laxastofninn, það á að ganga frá honum alveg. # „Vimmi“ varð að gefa sig Það varð frægt hér á árum áður þegar Vilmundur Gylfa- son núverandi alþingismaður kallaði athæfi nokkurra manna „löglegt en siðlaust“. og hefur þessi „farsi“ af og til skotið upp kollinum síðan. Nú síðast á Alþingi þar sem Eiður Guðnason fyrrum samflokks- maöur Vflmundar kallaði það athæfi hans „löglegt en sið- laust“ að sitja enn í nefndum fyrir Alþýðuflokkinn eftir að hafa yfirgeftið fiokkinn. Varð Vilmundur fljótur tll og sagði af sér nefndarstörfum. Enn stendur hlns vegar að hann var kosfnn á þing af stuðningsmönnum Alþýðu- flokksins. • Ófarirí Hollandi? Ekki fór það svo að hand- knattleikslandsliðsmenn okk- ar hefðu það af að komast í hóp 6 bestu liða í B-keppni Heimsmeistarakeppninnar sem fram fer í Hollandi um þessar mundir. Var það mikill skellur og virtist koma mönn- um í opna skjöldu. En hafa einhver úrslit leikja í Hollandi sem snerta íslenska Ifðið orð- ið mjög óvænt? Skrlfari þess- ara lína heldur ekki nema helst að menn hafi ekki átt von á sigri íslands gegn Sviss. Þessi grátur núna minnir óneitanlega á það er landsliðið tók þátt í A-keppni HM i Danmörku 1979. Þangað fóru lefkmenn fullír sigur- vissu og sumlr þeirra gengu meira að segja svo langt að spá íslandi heimsmeistaratitil í fjölmiðli einum fyrir keppnina. Allfr ættu að muna útkomuna í keppninni þá. Sumir sem fengust við íþróttaskrif á þessum tíma muna einnig er einn leik- maður sem hafði spáð íslandi efsta sætinu ásakað blaða- menn eftir keppnina fyrir að hafa byggt upp skýjaborgir varðandi getu liðsins. Er nú ekki komínn tímf til að koma niður á jörðina?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.