Dagur - 08.03.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 08.03.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þriggja mánaða fæðingarorlof til allra kvenna Þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þeir Alexander Stefánsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Stefán Valgeirsson, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingarorlof og almannatryggingar. Með frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að lögleitt verði fæðingarorlof fyrir allar konur og ef að lögum verður fá heimavinnandi konur nú í fyrsta skipti fæðingarorlof, sem er mikið og brýnt hagsmuna- og réttlætismál. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að allar konur sem forfallast vegna barnsburðar skuli eiga sama rétt til þriggja mánaða fæðingarorlofs, en á mismunandi launum, allt eftir atvinnu- þátttöku. Gera má ráð fyrir að vandkvæðum geti verið bundið fyrir ýmsa hópa kvenfólks að sanna atvinnuþátttöku sína eða störf sem meta mætti jafngild atvinnuþátttöku. Má sem dæmi nefna sjómannskonur, konur bænda, þær sem stunda nám með heimilisstarfi og þær sem stunda atvinnurekstur. Gert er ráð fyrir að tíminn og reynsla leiði í ljós hvernig eðlilegast sé að meta hin einstöku störf og er því gert ráð fyrir því að að ráðherra sé veitt heimild til setningar reglugerðar um alla nán- ari útfærslu að fenginni reynslu. Landsbyggðamenn allra flokka sameinist Landsbyggðafólk er nú að vakna til vitundar um hvaða áhrif væntanlegar breytingar á vægi atkvæða til hagsbóta fyrir þéttbýlið á Reykja- víkursvæðinu kunni að hafa fyrir strjálbýlið og íbúa þess. Stjórnir flokksfélaga allra stjórn- málaflokka í Önundarfirði hafa nýlega sent frá sér ályktun um þetta mál sem er mjög á sömu nótum og Dagur hefur barist fyrir undanfarið. Er þessi samstaða þeirra Önfirðinga mjög til fyrirmyndar og mættu fleiri láta frá sér heyra í þessum efnum. Það er svolítið sláandi eftir allt talið um sam- stöðu flokkanna í þessu máli, að strax þegar það kemur til umræðu á Alþingi skuli hver þingmaðurinn af öðrum rísa úr sæti sínu og mótmæla framgangi þess. Rökin eru mismun- andi en flest á þann veg að eigi að verða breyt- ing á vægi atkvæða þurfi jafnframt að jafna þann gífurlega aðstöðumun sem ríkjandi er milli íbúa höfuðborgarsvæðisins og strjálbýlis- ins. Það nær ekki nokkurri átt að færa meira vald til lítils landsskika suðvestanlands sem þegar hefur allt of mikið vald. Brýnt er að landsbyggðamenn allra flokka sameinist í þessu mikilvæga máli. 4 - DAGUR - 8. mars 1983 Valþór Þorgeirsson, íþróttakennari, með nemendur sína I körfuknattlcik. „Leikfimi hefur farið meira út í bolta- íþróttina á kostnað hefð- bundinnar skólaleikfimi“ - segir Valþór Þorgeirsson, íþróttakennari í Glerárskóla Valþór Þorgeirsson íþrótta- kennari við Glerárskóla er 25 ára gamall frá Neskaupstað. Hann hefur kennt við Glerár- skóla undanfarin þrjú ár bæði sund og leikfimi alls um 400 nemendum. Hann útskrifaðist frá íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni árið 1980. - Hvernig byggir þú kennsluna upp? „Ég reyni að styðjast við námskrá en þar við bætist skóla- mót í hinum ýmsu greinum s.s. boltaíþróttum, sundi, skíðum og Pétur fleira. Til þess að kennslan verði markviss krefst hún undirbún- ings.“ . - Finnst þér íþróttakennsla í skólum hafi farið of mikið út í boltaíþróttir á kostnað leikfim- innar? - „Já mikið. Leikfimin hefur farið meira út í boltaíþróttina á kostnað hefðbundinnar skólaleik- fimi. Þetta er bæði góð og slæm þróun vegna þess að sérhæfni íþróttarinnar hefur aukist og iðk- andinn verður þess vegna að stunda samhliða boltaíþróttir og Ingvar almenna leikfimi til þess að standa betur að vígi.“ - Eru krakkarnir erfiðir í tím- um og hvaða aldurshóp er skemmtilegast að kenna? „Þau eru kannski ekki erfið í tímum en misjafnlega trekkt og það má finna á nemendum þegar frí og próf nálgast, þá eiga þau erfitt með að einbeita sér. Mér finnst skemmtilegast að kenna frá 6. bekk og upp í unglingadeildir. Það er auðveldara að kenna þeim eldri en þeim yngri vegna þess að þau eru móttækari fyrir ábend- ingum." - Hefur þú sjálfur lagt rækt við íþróttir? „Ég hef stundað knattspyrnu, sund og skíðaíþróttir en er að mestu hættur að keppa á skíðum en hef í stað þess snúið mér að þjálfun út á Dalvík og eru þær æf- ingar 5 sinnum í viku.“ - Hvernig finnst þér íþróttalíf- ið hér í bænum? „Mér finnst það gott vegna þess að íþróttagreinum sem fólk stundar hefur fjölgað. Þá höfðar íþróttalífið til fleira fólks. En vandamálið við keppnisíþróttirn- ar er að það skortir fjármagn fyrst og fremst vegna þess að allir sækja fjármagn á sama staðinn. Það mætti sýna íþróttafélögunum meiri athygli í sambandi við ung- lingastarfið vegna þess að íþrótta- félögin eru mótandi í uppeldi ung- linga.“ - Og að lokum, er starfið skemmtilegt? „Já starfið er líflegt og mikið að gerast í kringum það.“ Viðtalið hér á síðunni er unnið af tveimur piltum úr Glerárskóla sem voru hjá okkur í starfskynningu. Þeir heita Ingvar Guðjónsson og Pétur Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.