Dagur - 15.03.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 15.03.1983, Blaðsíða 12
LiMUM BORÐA RENNUM SKALAR Formaður Ferðamálafélags Akureyrar: „Akureyringar gjalda hótelskortsins“ „Hótelmálin eru auðvitaö það mál sem brýnast er að leysa og veldur okkar mestu áhyggjum,, sagði Gunnar Karlsson, er við ræddum við hann um móttöku ferðamanna í sumar, en Gunn- ar er formaður Ferðamálaráðs Akureyrar. „Bætt aðstaða á flugvellinum hér sem óhjákvæmilega veldur aukningu á ferðamönnum hér í gegn veldur því að það er uggur í okkur vegna ástandsins í hótel- málunum. Það er þegar Ijóst að það verður eitthvað um leiguflug hingað erlendis frá og við Akur- eyringar getum að mjög takmörk- urðu leyti nýtt okkur þá möguleika sem skapast við það vegna þess hvernig ástandið er. Við neyðumst til að sjá á eftir þessu fólki út fyrir bæinn, t.d. til Húsavíkur, í Mývatnssveit eða í gistingu á Stóru-Tjörnum. Það hefur sýnt sig sl. sumar að við get- um ekki tekið á móti neinni aukn- ingu hvað varðar móttöku á ferðafólki." - Nú hefur það lengi verið rætt hversu bágborin hótelmálin eru hér á Akureyri án þess að nokkuð hafi gerst í þeim málum. Er fyrir- sjáanleg einhver breyting þar á? „Það er fremur þungt hljóðið í mönnum eins og er þótt það sé unnið að þessum málum. Það má segja að Akureyringar séu farnir að súpa seyðið af því hvernig haldið hefur verið á þessum mái- um undanfarin ár og við eigum eftir að finna meira fyrir þessu, það er Ijóst.“ Gamlar bækur á góðu verði - á 2000 titla bókamarkaði á Akureyri Karlakór Akur- eyrar með skyndihappdrætti í tilefni af því að Karlakór Ak- ureyrar hefur þekkst boð Kóra- sambands Noregs um þátttöku í söngmóti í Álasundi dagana 3.-5. júní næstkomandi hefur kórinn, vegna fjármögnunar þessarar ferðar, sótt um og fengið leyfi Dómsmálaráðu- neytisins til reksturs skyndi- happdrættis á sínum vegum. Vinningar eru 44 talsins og allir veglegir þó ekki séu heilir bílar eða hús í verðlaun. Miðafjöldi er takmarkaður og því meiri mögu- leikar á vinningi. A næstu dögum munu kórmenn eða aðrir á þeirra vegum ganga í hús og bjóða happdrættismiða til sölu og væntum við þess að bæjar- búar taki sölumönnum vel og stuðli að því að þessi vinabæjar- heimsókn verði möguleg.Heildar- verðmæti vinninga er kr. 100.000. Rafvæðing dreifbýlis Á mánudag var samþykkt á Al- þingi þingsályktunartillaga þingmanna Frainsóknarflokks- ins um rafvæðingu dreifbýlis og að henni verði lokið á næsta ári. Tillagan hjóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að vinna að því að á árinu 1984 verði lokið rafvæðingu í sveitum og verði miðað við jarðir með allt að 6 km meðalfjarlægð frá samveitu. Jafnframt verði gerð áætlun um lausn á raforkumálum þeirra býla sem samkvæmt framangreindri áætlun verða ekki tengd sam- veitu.________________ Björn ráðinn yfirlögreglu- þjónn Björn Mikaelsson lögreglu- þjónn á Akureyri hefur verið skipaður i stöðu yfirlögreglu- þjóns á Sauðárkróki. Margir umsækjendur voru um stöðuna víðsvegar af landinu. Björn hefur undanfarin ár verið í lög- regluliði Akureyrar, og hefur m.a. annast umferðafræðslu í skólum á Eyjafjarðarsvæðinu. Ákveðið hefur verið í samráði við stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda að frumkvæði bókaútgáfunnar Skjaldborgar og bókaverslunarinnar Eddu á Akureyri að efna til bókamark- aðar á Akureyri sem hefst næstkomandi föstudag, 18. mars og stendur til 31. mars. Að sögn Svavars Ottesen hjá Skjaldborg taka allar stærstu bókaútgáfur á landinu þátt í markaðnum og verða titlar í kringum 2 þúsund talsins. Verðið á bókunum verður mjög við- ráðanlegt og lægsta verð sem er á barnabókum er kr. 4.95 sem varla þykir mikið fyrir bók í dag. Mest- ur hluti bókanna sem verða á markaðnum fæst ekki lengur í bókabúðum. Fimm tónlistarkcnnarar úr S- Þingeyjarsýslu munu halda tón- leika víða um Norðurland í vet- ur og er ætlunin að ferðast næsta vor um Austur- og Suðurland. Píanóleikararnir Björn Óla- son, John Robert Redford og Ragnar L. Þorgrímsson ásamt Úl- rik Ólasyni, organleikara, og Guðmundi Norðdahl, klarinett- leikara, munu flytja fjölbreytta Samskonar bókamarkaðir hafa verið haldnir í Reykjavík árlega undanfarin ár og notið gífurlegra vinsælda. Nú gefst Norðlending- um kostur á að eignast bækur á góðum kjörum og sumar nýlegar, en til gamans má geta þess að um 20 þúsund eintök verða þarna til sölu og miðað við að bókin sé að jafnaði hálft kíló verða á mark- aðnum 10 tonn af bókum, þó það sé nú reyndar langt frá því að vera réttur mælikvarði á menningar- starfsemi sem bókaútgáfa er. Bókamarkaðurinn verður í Hafnarstræti 91, þar sem hús- gagnaverslunin Einir var áður til húsa og hefst eins og fyrr segir n.k. föstudag klukkan 13 ogverð- ur opinn alla daga frá 13 til 22. léttklassíska tónlist og þekkt tónverk. Á efnisskránni eru verk eftir fjölda tónskálda, m.a. Bach, Mozart, Beethoven og Brahms. Fyrstu tónleikarnir voru í Grímsey laugardaginn 12. mars og á Siglufirði sunnudaginn 13. mars í Siglufjarðarkirkju. Síðar er ætlunin að halda tónleika í Þing- eyjarsýslum og víðar á Norður- landi. Tónlistarkennararnir fimm f.v.: John Robert Redford, Úlrik Ólason, Guð- mundur Norðdahl, Ragnar L. Þorgrímsson og Björn Ólason. Tónlistarkennarar halda tónleika Frá fundi leikhúsfólksins. Fundað um leik- list á Norðurlandi Laugardaginn 26. mars boðuðu Menningarsamtök Norðlend- inga til sameiginlegs fundar leikfélaga á Norðurlandi. 12 fulltrúar leikfélaga mættu á fundinn. Kristinn G. Jóhannsson for- maður Menningarsamtaka Norð- lendinga bauð þátttakendur vel- komna og kvaðst vonast til að fundur þessi yrði vísir að góðu samstarfi leikfélaganna. Theódór Júlíusson, starfsmaður samtak- anna tók í sama streng og bauðst til að vera tengiliður nánari sam- skipta. Signý Pálsdóttir leikhús- stjóri L.A. rakti þróun L.A. frá áhugaleikfélagi yfir í atvinnuleik- hús, en gat þess að Leikfélagi Ak- ureyrar er umhugað um að halda tengslunum við áhugaleikfélögin á Norðurlandi og veita þeim þá aðstoð sem mögulegt er. Má þar nefna útvegun leikstjóra og ann- arra leiðbeinenda, námskeiða- hald eins og leikfélagið gekkst fyrir sl. haust með þátttöku 60 áhugamanna frá leikfélögunum norðan heiða, lán á búningum, leikmunum, .handritum o.fl. Gat hún þess að í rauninni sinnir Bandalag íslenskra leikfélaga mörgum þessum þörfum en Leik- félag Akureyrar væri reiðubúið að verða líka að liði. Starfssvið væntanlegra samtaka gæti verið upplýsingamiðlun um verkefnaval og leikstjóraval, svo það rækist ekki á. Skipti á leik- myndum milli félaga, sameiginleg námskeið, leiklistarhátíðir, gagn- kvæm aðstoð við leikferðir í sam- bandi við kynningu og móttöku o.fl. Fundarmenn þáðu boð L.A. um að sjá „Bréfberann frá Arles“ og kvöddust með góð fyrirheit um nánari samvinnu. I C JL J # Fræðingarog fjölmiðlamenn Eftirfarandi klausa eftir Vig- fús B. Jónsson á Laxamýri, fjórða mann á lista Sjálf- stæðis í Norðurlandi eystra, birtist í Morgunblaðinu ný- lega: „Það er Ijóst að við jöfn- un kosningaréttarins breytist hlutfall dreifbýliskjördæm- anna þeim mjög f óhag gagn- vart Reykjavíkursvæðinu hvað tölu þingmanna snertir. Úti í dreifbýiiskjördæmunum hafa margir þungar áhyggjur af þessu og er það þeim ekki láandi. Hins vegar finnst mér það meira en lítið furðulegt undir þeim kringumstæðum sem fyrir hendi eru að fræð- ingar og fjölmiðlamenn úr Reykjavík skuli renna út eins og heitar lummur í þingsæti dreifbýliskjördæmanna bara ef þeim dettur í hug að koma sér á þing. Hvaða ástæður liggja þessu að baki er ekki gott að segja. Varla er það fyrir það að dreifbýlismenn telji sig hafa of marga fulltrúa á þingi. Hitt er kannski sönnu nær að þessir menn koma almenningi kunnuglega fyrir sjónir, kunna góð skil á áróð- urstækni og auk þess sumir svo heppnir að geta flaggað því að vera fæddir og jafnvel meira og minna uppaldir í við- komandi kjördæmum.“ Marg- ir hafa velt því fyrir sér hvern Vigfús sé að bauna á með þessum orðum. Varla Björn Dagbjartsson sem er í næsta sæti fyrir framan hann á fram- boðslistanum? • Fleiri skemmti- auglýsingar Auglýsingar Innheimtudeild- ar sjónvarpsins sem birst hafa „sjónvarpsglápurum" eru eitthvað það furðutegasta efni sem boðið hefur verið upp á hjá þeirri merku stofnun sem sjónvarpið okkar er. Ailir muna fjaðrafokið vegna „dilli- bossanna“, síðan kom „geim- stöðvarútfærslan“ og loks ein auglýsing sem enginn skilur. Er sú síðasta reyndar svo furðuleg að manni verður helst á að roðna og skammast sín fyrir að þurfa að berja þetta augum. - Tíminn mun hafa fengið það útskýrt hvað ýmis atriði í auglýsingunni og „fígúrur" eiga að tákna og ekki batnar ástandið við þær útskýringar sem munu hafðar eftir hönnuði auglýsingarinn- ar, Rósu Ingólfsdóttur. Er ekki kominn tími til að gefa ein- hverjum skiljanlegum auglýs- ingahönnuðum tækifæri? Þetta er ekkert iila meint, það er bara svo leiðinlegt fyrir okkur með lágu greindarvísi- töluna að skilja ekki einu sinni auglýsingarnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.