Dagur - 25.03.1983, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON,
ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG
ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKV/EMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Við höfum allt að vinna
Miðstjórnarfundur SUF var haldin í lok febrú-
ar. Fyrir fundinn var gefin út skýrsla sem gaf
glögga mynd af starfsemi SUF og þingsins
sem haldið var á Húnavöllum sl. haust. í for-
mála að þessari skýrslu kvartar formaður SUF
undan þeirri deyfð er virðist ríkja í röðum
ungra framsóknarmanna víða um land. Einnig
talar hann um að stefna beri að því að endur-
vekja þau FUF-félög sem til eru og jafnframt
að stofna þurfi ný. Það virðist því kominn tími
til að ungir framsóknarmenn vakni af sínum
þyrnirósarsvefni og taki til við að koma sínum
stefnu- og áhugamálum á framfæri.
Ýmsar nefndir hafa starfað á vegum SUF og
má þar nefna t.d. utanríkisnefnd, félagsmála-
nefnd, stjórnarskrárnefnd og efnahagsmála-
nefnd. Einnig voru á þinginu á Húnavöllum
samdar ályktanir í ýmsum málaflokkum s.s.
stjórnmálum, húsnæðismálum og fíkniefna-
málum. Ungt fólk hefur mikið talað fyrir friði
og þingið undirstrikaði nauðsyn þess að af-
vopnunarviðræðum á alþjóðavettvangi verði
haldið áfram og lýsti yfir ánægju sinni með
frumkvæði þingmanna Framsóknarflokksins
að umræðu um gagnkvæma afvopnun risa-
veldanna á N.-Atlantshafi. Þingið lýsti yfir
stuðningi við friðarhreyfingar sem vinna að
gagnkvæmri afvopnun.
Húsnæðismál eru mál sem liggja þungt á
ungu fólki í dag. Allir vita hversu erfitt er að
koma sér upp þaki yfir höfuðið. 19. þing SUF
telur einkum eftirfarandi umbætur nauðsyn-
legar:
1. Að lánshlutfallið milli byggingarsjóðs
ríkisins og byggingarsjóðs verkamanna verði
jafnað og þar með tryggð réttlátari skipting
þeirra fjármuna sem til ráðstöfunar eru.
2. Að lán úr byggingarsjóði ríkisins verði
tvöfölduð að raungildi þannig að lánshlutfall
til þeirra sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn
verði hækkað. Samfara því verði lánstími
lengdur.
3. Að sama lánsfjárhæð verði veitt til kaupa
eða bygginga á nýju. Þannig tryggjum við nýt-
ingu húsnæðis og þjónustu stofnana best.
3. Að sveitarstjórnir tryggi að lóðaframboð
á hverjum tíma verði nægjanlegt.
Þó húsnæðismálin séu mikilvæg eru mörg
önnur mál það einnig og má þar nefna
atvinnumál, því það byggir enginn sem ekki
hefur atvinnu.
Nú fyrir skömmu var stofnað FUF-félag hér
fyrir Akureyri og nágrenni, FUFAN. Þetta fé-
lag þarf að efla, því ungt fólk hér á einnig sín
áhugamál. Til þess að geta haft áhrif á fram-
vindu mála þarf öflugt félag, en félagar verða
að vera minnugir þess að félagið er aðeins þeir
sjálfir og séu þeir virkir verður félagið það
einnig.
Ungir framsóknarmenn, nýtum þau félög
sem við höfum eða stofnum ný, verkefnin eru
næg. Við höfum allt að vinna.
ám
Ívar Sigmundsson (lengst til hægri) með skíðakennurunum Guðmundi Péturssyni, Vilhelm Jónssyni, Guðmundi Sig-
urbjömssyni og Karli Frímannssyni. Mynd: ESE
„Eg trúi ekki öðru en
páskamir verði góðir“
- segir ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða
Það verður víst ekki sagt að veðurguðirnir hafi dekrað við Akur-
eyringa í vetur. Lengi vel var nánast enginn snjór í Hlíðarfjalli og
eftir að úr því rættist hefur verið leiðindatíð í Fjallinu, oft hávaða-
rok og umhleypingasamt. En nú er sjálfur hápunktur skíðavertíð-
arinnar framundan, páskarnir. Hvernig veðríð verður þá veit eng-
inn en víst er að margir munu liggja á bæn næstu daga og biðja um
gott veður. Um páskana í fyrra var glampasól og hörkufæri alla
dagana en samkvæmt upplýsingum ívars Sigmundssonar forstöðu-
manns Skíðastaða hefur enn ekki komið það sem kallað er alvöru-
skíðadagur það sem af er þessum vetri og Ivar trúir ekki öðru en að
páskarnir verði góðir.
- Rekstur Skíðastaða hefur
gengið með afbrigðum illa í vetur.
Snjór hefur verið lítill og veður
leiðinlegt og það hefur ekki kom-
ið einn einasti góðviðrisdagur það
sem af er vetrinum, segir Ivar og
tekur fram að þegar hann tali um
góðviðrisdag þá eigi hann við
logn, sól og frost og 1500 til 1800
manns í Fjallinu.
- Við verðum bara að vona að
þetta fari að lagast því annars
mun það hafa slæmar afleiðingar í
för með sér. Það fer allt í hnút hér
þegar veðráttan leikur okkur
svona og afleiðinganna gætir
einnig í verslunum bæjarins, hjá
sérleyfishöfum og öðrum sem
eiga sitt undir ferðamönnum. Við
eigum núna von á fyrsta helgar-
ferðarhópnum sem kemur hingað
gagngert til að fara á skíði og það
hefði einhvern tímann þótt saga
til næsta bæjar að við þyrftum að
bíða fram yfir miðjan mars eftir
slíkum skíðamönnum. Það versta
við þetta er annars það að þetta
dregur óhjákvæmilega úr vilja
bæjaryfirvalda til að byggja upp
aðstöðuna hér og mátti þó alls
ekki draga úr honum fyrir, segir
ívar og bætir því við að Akureyri
sé nú að dragast aftur úr hvað
varðar skíðaaðstöðu og það for-
ystuhlutverk sem Akureyri hafði
sé ekki lengur fyrir hendi.
Því má bæta við að það eru ekki
bara veðurguðirnir sem valda
forráðamönnum Skíðastaða erf-
iðleikum. Nýlega brann stjórn-
stöð fyrir efri lyftuna til grunna en
sem betur fer bæta tryggingarnar
tjónið. Ný stjórnstöð hefur verið
pöntuð frá Austurríki og er von á
henni fljótlega.
Mörg stórmót
í Hlíðarfjalli
- En hvað er framundan í Hlíð-
arfjalli það sem eftir lifir skíða-
vertíðarinnar?
- Það eru þá páskarnir fyrst og
hið svokallaða Flugleiðamót. Það
byrjar á skírdag með keppni fyrir
15 ára og yngri en á laugardag
verður parakeppni 12 ára og
yngri. Þessi parakeppni erfólgin í
því að tveir keppendur renna sér
niður tvær samsíða brautir og sá
sigrar sem fyrr kemur í mark en
hinn er úr leik. Nú á páskadag
verður svo Páskatrimm Flugleiða
haldið í þriðja sinn en þessi
trimmkeppni hefur notið mikilla
vinsælda undanfarin tvö ár. Það
voru 160 keppendur í göngunni í
fyrra og við vonumst eftir því að
þeir verði ekki færri nú. Flugleiðir
gefa verðlaun á þessum mótum og
verður dregið úr nöfnum þátttak-
enda. Þeir heppnu fá flugferðir að
launum og það eiga því allir þátt-
takendur jafna möguleika.
Það má taka það fram varðandi
páskadagskrána að lyfturnar
verða opnar alla dagana frá 9.30
til 18 en verði breytingar frá þess-
um opnunartímum þá verður það
kynnt sérstaklega. Nú og svo
verður ýmislegt um að vera í
bænum. Sundlaugin og skemmti-
staðirnir verða opnir og ég held að
hugmyndin sé sú að leikfélagið
verði með leiksýningu. Þá má
geta þess að Ferðaskrifstofa Ak- j
ureyrar mun gangast fyrir smá-
hringferð um Eyjafjörð á laugar-
daginn og er hugmyndin sú ef vel
viðrar að aka með rútu út á Ár-
skógssand, taka ferjuna út í Hrís-
ey þar sem snædd verður Gallo-
waysteik í Hrísalundi en síðan
verður haldið til Grenivíkur, í
Laufás og síðan ekið sem leið ligg-
ur til Akureyrar.
Að sögn ívars rekur síðan hver
viðburðurinn annan eftir páska en
7. til 10. apríl verður Unglinga-
meistaramót íslands haldið í
Hlíðarfjalli. Búist er við 160 til
170 þátttakendum á mótið en
KEA styrkir framkvæmd þessa
móts á margvíslegan hátt.
Andrésar andar-leikarnir verða
20. til 23. apríl en þar er búist við
450 þátttakendum á aldrinum 12
ára og yngri. Um 100 börn frá Ak-
ureyri taka þátt í mótinu og von-
ast er til þess að fjögur börn frá
Noregi verði einnig meðal þátt-
takenda. Fjögur íslensk börn sem
sigruðu á Andrésar andar-leikun-
um í fyrra eru nýkomin frá Kongs-
berg í Noregi og er vonast eftir
gestum í staðinn en norsk börn
hafa áður komið til Akureyrar á
þessa leika. Öll börnin munu gista
í Lundarskóla á meðan á mótinu
stendur en Sanitas styrkir þetta
mót mjög myndarlega.
Fyrir lok skíðavertíðarinnar
verður svo haldið skíðakennara-
námskeið í Fjallinu og að sögn
ívars er það bæði fyrir þá sem þeg-
ar eru skíðakennarar og eins þá
sem áhuga hafa á að leiðbeinal
almenningi í skíðaíþróttinni.
Námskeiðið verður haldið dagana
25. til 29. apríl en kennari verður
Magnús Guðmundsson sem um
30 ára skeið hefur verið skíða-
kennari í Sun Valley í Bandaríkj-
unum.
4 - DAGUR - 25. mars 1983