Dagur - 25.03.1983, Side 6
Það er greinilegt að Flosi leikur á
alls oddi. Hann hefur löngum ver-
ið orðaður við það broslega í líf-
inu og tilverunni og það er því vel
við hæfi að hann hafi verið feng-
inn hingað norður með hækkandi
sól til að setja upp létt verk með
vorinu. Flosi er annars fastráðinn
leikari við Þjóðleikhúsið en auk
þess hefur hann skrifað margar
bækur og þykkar, miklar greinar,
stórar og smáar og nú hefur hann
sem sagt brugðið sér í hlutverk
leikstjórans. Flosi er kominn
aftur til Akureyrar þar sem hann
forðum glímdi við lærdóminn á
sínum menntaskólaárum.
- Þetta byrjaði allt saman fyrir
einum tíu árum þegar ég þýddi
þetta verk Feydeaus í fyrsta sinn,
segir Flosi eftir að hann hefur þeg-
ið í nefið og komið sér vel fyrir í
besta stólnum sem hann finnur.
- Ég endurþýddi verkið svo
síðastliðið haust og þá með hlið-
sjón af frumtextanum í samvinnu
við þann góða mann Gerard
Lemarquis. Ég er nefnilega ekk-
ert tiltakanlega sleipur í frönsk-
unni, bætir hann svo við til skýr-
ingar áður en ég spyr hann um
hvað verkið fjalli.
Hið logandi
hjónabandshelvíti
Flosi hnyklar brýrnar og nú er
greinilegt að hann veltir hverju
einasta orði fyrir sér, vegur það og
metur áður en hann svarar. Eftir
stutta þögn segir hann örlítið al-
varlegri á svip: - Leikurinn fjallar
kannski öðru fremur um það log-
andi helvíti sem sambúð hjóna
getur orðið og er í ósköp mörgum
tilfellum. Að sögn Flosa er leikur-
inn bókstaflega byggður á einka-
lífi Feydeaus sem sjálfur þurfti að
búa við umrætt helvíti allt þar til
hann rauk að heiman og settist að
á hótelherbergi. Þar bjó hann svo
í tíu ár eða þar til hann var fluttur
á geðveikrahæli og þar endaði
þessi heimsmeistari skopleikj-
anna ævi sína.
- Annars er þetta leikrit upp-
fullt af þeim uppákomum sem
gjarnan geta gert fólk geggjað úr
hlátri, segir Flosi og klykkir þar
með út í lýsingunni á þessu magn-
aða verki og þeim örlögum sem
því tengjast.
- En varla hefur Feydeau verið
hlátur í hug á geðveikrahælinu?
Flosi hugsar sig um en segir svo:
- Þegar sonur Feydeaus sá leikinn
í fyrsta skipti og áhorfendur voru
að rifna úr hlátri, þá brá hann ekki
svip og sagði: „Þetta er bara ná-
kvæmlega eins og það var heima“.
Ég held að þessari spurningu
verði ekki svarað á annan hátt,
segir FIosi og tekur nú upp léttara
hjal enda ekki ætlunin að fara
með viðtalið inn á alvarlegri
brautir.
Ibsen með öfugum
formerkjum
- Mér hefur stundum dottið í
hug að „Spékoppar“ séu ekki
alltof ólíkir sumum leikritum
Strindbergs - kannski dálítið
fyndnara, segir Flosi undurfurðu-
lega og hláturinn sýður niðri í
honum. - Nú og svo er það heldur
ekki ólíkt „Brúðuheimili“ Ibsens
en með öfugum formerkjum því
þar fer eiginkonan að heiman í
fússi en í „Spékoppum" er það
eiginmaðurinn sem gefst upp á
sambúðinni, segir Flosi en til að
forðast allan misskilning þá er rétt
að geta þess að þarna eru hvorki
Flosi né Feydeau að vega að jafn-
réttisbaráttunni og sá fyrrnefndi
hefur meira að segja lýst því yfir í
sjónvarpi þjóðarinnar að hann
elski konur.
- Nóg um innihaldið, segir
líkar þér lífið hér í nágrenni lær-
dómsstöðvanna?
- Sko. Ég er nú búinn að vera
að vasast í leiklist það sem af er
einni mannsævi (minni - innsk.
Flosi) og þá hefur maður
stundum, oft og lengi þurft að
vinna með sama fólkinu. Það er
því afskaplega hressandi að koma
í nýtt umhverfi, segir Flosi og læt-
ur sem hann teygi úr sér endur-
nærður á sál og líkama og uppfuil-
ur af heilnæmu landsbyggðarlofti.
Með gylltum stöfum
á spjöldum sögunnar
- Ég er ekki með stóran leik-
hóp, segir hann svo, - en mér er
óhætt að fullyrða að hann væri
gjaldgengur í hvaða leikhúsi sem
er hérlendis og jafnvel þó víðar
væri leitað og það er ekki ónýtt að
hafa leikmyndahönnuð á borð við
Jón Þórisson sér við hlið og til
halds og trausts. Annars væri ósk-
andi að andinn í leikhúsinu, sam-
heldnin og elskulegheitin sem þar
„Með gylltum stöfum á spjöldum sögunnar“
Flosi nú og bætir því við að hvað
sem öðrum málum líði þá hafi Ge-
orges Feydeau nú öðlast sess í
heimsleikbókmenntunum við hlið
þeirra sem þar ber hæst og verk
hans séu að staðaldri leikin í
Þjóðleikhúsi Frakka, Comédie-
Francaise. Þar njóti hann ekki
minni virðingar en snillingar á
borð við Moliére, sem líklega er
einna þekktastur meistara hinnar
göfugu kómedíu. Kómedíunnar
sem sé til þess fallin að koma fólki
í gott skap og gera mannlífið bæri-
legra, eins og Flosi orðar það.
- Hvernig hafa æfingar á
„Spékoppum“ gengið og hvernig
svífa yfir vötnunum gætu orðið
öðrum sambærilegum stofnunum
til eftirbreytni. Flosi er kankvís á
svip og kveður fast að og ég spyr
hann næst að því hvort hann hafi
starfað hér áður.
Nu setur Flosi sig í stellingar og
segir svo: - Akureyri er nú fyrir
margra hluta sakir merkilegur
bær en kannski verður hans
minnst með hvað gylltustum stöf-
um á spjöldum sögunnar fyrir það
að hér sté Flosi Ólafsson sín fyrstu
spor á leiksviði. Það var í Mennta-
skólanum það herrans ár 1950,
segir Flosi hátíðlega, en svo fellur
gríman og hann fer að skellihlæja.
- Nei, nei ég var bara að gera að
ganni mínu eða var það ekki?
Hver veit?
- En í fúlustu alvöru. ég setti
„Deleríum Búbónis“ upp hérna
1958 sama ár og verkið var frum-
flutt í Reykjavík við alveg fá-
dæma góðar viðtökur. Annað hef
ég ekki starfað hér fyrr en nú.
Vikuskammtarnir
gerðu mig sendi-
bréfsfærann
Eins og minnst var á hér í inn-
ganginum hefur Flosi verið lið-
tækur með pennann undanfarin
ár og m.a. reit hann frægar grein-
ar í helgarböð Þjóðviljans um tíu
ára skeið, svokallaða Viku-
skammta. Uppgjöri Flosa og
Þjóðviljans hefur áður verið lýst í
blöðunum og því verður ekki far-
ið út í þá sálma hér en mér lék þó
forvitni á að heyra um rithöfund-
inn Flosa Ólafsson.
- Fjórða bókin mín, „í kvos-
inni“ kom út nú fyrir jólin en nú er
hún eins og hinar bækurnar mínar
gjörsamlega uppseld. Ég er búinn
að athuga það, hún er líka upp-
seld hér á Akureyri þannig að það
þýðir ekkert fyrir fólk að ætlað að
hlaupa út í búð, segir Flosi þegar
hann er spurður að því hvort
bókin sé einnig uppseld á Akur-
eyri. - Og við erum sammála um
að við svo búið megi ekki standa
lengur. Prenta verði ný upplög
fyrir landslýð.
- Það er mesta furða hvað ég
hef skrifað mikið og eftir á að
hyggja þá á ég þessum Viku-
skömmtum í Þjóðviljanum mikið
að þakka. Þeir voru harður hús-
bóndi og veittu mér mikið aðhald
og hef ég líklega orðið sendibréfs-
fær fyrir vikið. Um þessar mundir
er ég nú samt helst að spekúlera í
því hvort úr mér gæti orðið brúkl-
egur rithöfundur en auðvitað held
ég áfram að lifa og leika (mér -
innsk. Flosi) eins og hingað til,
segir orðaleikarinn Flosi og bætir
því við að það sé honum þó mest
virði í augnablikinu að „Spékopp-
arnir" sem koma upp hjá Leikfé-
lagi Akureyrar i dymbilvikunni
gangi vel og að þeir geti komið
Akureyringum í gott skap sem
endist fram eftir vorinu. Eða eins
og Flosi sagði orðrétt:
„Þeir eiga það nú skilið".
Því er svo við að bæta að aðrir
aðstandendur „Spékoppa" eru
Jón Þórisson, leikmyndahönnuð-
ur, Viðar Garðarsson, ljósahönn-
uður og Ragnheiður Tryggvadótt-
ir, aðstoðarleikstjóri. Leikarar í
sýningunni eru Sunna Borg, Þrá-
inn Karlsson, Marinó Þorsteins-
son, Gunnar Ingi Gunsteinsson,
Ragnheiður Tryggvadóttir, Krist-
jana Jónsdóttir og Theodór
Júlíusson.
,
||
.... li
___
Myndir: KGA
Flosi þáði 1 nefíð . . .
Hver er þessi maður?
FIosi Olafsson, leikstjórí „Spé-
koppau, í Helgar-Dags viðtali
eru góðir farsar...
... svoleiðis dramatík á að geta
komið manni tíl að gráta úr hlátri“
Eftir helgina verður frumsýndur hjá Leikfélagi
Akureyrar, gamanleikurinn „Spékoppar“ eftir
franska snillinginn Georges Feydeau. Yerk
þetta heitir á frummálinu „On purge bébé“
eða „Látið barnið Iaxera“ en samkvæmt upp-
lýsingum Flosa Ólafssonar, leikstjóra sem
jafnframt þýddi verkið, þá kom honum og að-
standendum Leikfélagsins saman um að kaUa
þennan farsa „Spékoppa“. - Sjáðu til, sagði
FIosi. - Spékoppar hafa tvíræða merkingu.
Þeir koma í andlit fólks þegar það er í léttum
húmor og í góðu skapi en þar að auki fjallar
leikurinn um franskan postulínsframleiðanda
sem ætlar að komast vel í álnir með því að selja
franska hernum postulínsnæturgögn - högg-
helda hlandkoppa sem hann hefur fundið upp.
6 - DAGUR - 25. mars 1983
25. mars 1983 - DAGUR - 7