Dagur - 25.03.1983, Síða 12
ÍM»
i)r
áiið 1945
Bruni í Eyjafirði
16. ágúst Síðastliðinn laugardag kom upp eldur i bæjar-
húsum á Völlum í Saurbæjarhreppi hér í Eyjafirði. Fólk var
á engjum allfjarri bænum og varð eldsins þvi ekki vart fyrr
en hann var orðinn svo magnaður að lítt var við ráðið.
Slökkvilið Akureyrar var kvatt til hjálpar en komst ekki á
vettvang fyrr en um seinan til þess að bjarga bæjarhúsun-
um, en fjósi og hlöðu var bjargað frá bruna. Björgun innan-
stokksmuna varð ekki við komið að neinu ráði, þó mun
nokkuð hafa bjargast úr baðstofu. Bóndinn á Völlum, Sig-
urvin Jóhannsson og fólk hans mun hafa orðið fyrir tilfinn-
anlegu tjóni.
Lengsta flugið
23. ágúst Catalina flugbátur Flugfélags íslands flaug til
Skotlands í gær með farþega. Þaðan verður handið í dag til
Kaupinannahafnar. Þetta er lengsta farþegaflug sem ís-
lensk flugvél hefur farið í. Flugstjóri er Jóhannes Snorra-
son, aðstoðar flugmaður Magnús Guðmundsson en
áhöfnin alls fimm menn. Flugfélagið hefur nú fengið tvær
flugvélar til innanlandsferða. Eru það Grumman-flugbát-
ur og Norseman flugbátur.
Hnupl og óknyttir síldveiðisjómanna
í Grímsey
30. ágúst. Kristján Eggertsson í Grimsey sendi blaðinu
eftirfarandi frásögn um hnupl og óknytti síldveiðisjó-
manna, er gengið hafa á land í Grímsey nú fyrir
skemmstu:
Löngum hefir verið talið að samgönguleysi og einangrun
stæði Grímseyingum fyrir þrifum. Heima-elningsháttur-
inn rynni þeim í merg og bein, sem fjarri búa straumum
menningarinnar.
Nokkkuð er hæft í þessu, og oft er samgöngutregðan við
meginlandið bagaleg, þegar nauðsynjar brestur, sjúk-
dóma ber að eða menn þurfa heiman ýmsra erinda. Tekur
það á stundum furðulangan tíma að komast heim aftur.
Laugardaginn 4. þ.m. var mikill hluti íslenska veiðiflotans
samankominn hér við eyna. Talin voru, um það leyti, 160
skip. Skipverjar gengu á land í stórhópum og áttu ýmis
skipti við eyjarbúa. Veitt var eftirtekt aðkomumanni, sem
bar ofurlitinn kassa fram bryggjuna. Kom í ljós að í kass-
anum voru hnifar af sömu gerð og notuð er við fiskflökun.
Var komumaður spurður hvar hann hefði fengið. Hann
kvaðst keypt hafa í'kaupfélaginu. Orðaskipti urðu um
þetta og svo lauk, að með hnífakassann var farið upp í
geymsluklefa frystihússins og honum lokað. En þetta
kom fyrir ekki. Litlu siðar voru hnífarnir horfnir úr kassan-
um og nokkur sporjárn úr öðrum kassa.
Þegar sjómenn vildu gripa til tækja sinna næst, varð mörg-
um leit úr. Einn fann aldrei færið sitt. Það var horfið með
öllu. Aðrir héldu að visu færunum, en önglar voru skornir
af. Einn fann hvergi nýju bússurnar sínar, en i stað þeirra
aðrar rosknar og reyndar.
Allmargt skipa var hér við eyna fimmtudaginn 16. þ.m. og
þá sem áður ráðist til landgöngu. Vindrafstöðvar snerust,
því að snörp gola var á. Nokkrir komumenn hverfðust um
eina þeirra. Kastað var að henni þvi, er hendi var næst. Við
það kvisuðust blöðin og komu brotin niður vist fjarri. - Að
því loknu sýndu komumenn á sér fararsnið. En sjónarvott-
ar komu þá til og vildu hafa afskipti af. Hinum fannst ekki
mikið að orðið, en þó lauk svo að bætur voru greiddar.
Bygging er í smíðum hér í Sandvíkinni. í gærmorgun, þeg-
ar verkamenn hófu vinnu, komust þeir að raun um, að
gengið hafði verið örna sinna hér og þar um bygginguna.
Skipamenn eru farnir um sinn. En nú spyr maður mann:
Var menningin í fylgd með þeim? Er hún svona?
í Smiðju um páskana.
Um páskana spila eftirtaldir úrvals jazzlistamenn dinnerjazz
í Smiðju frá skírdagskvöidi til og með annars í páskum:
Árni Scheving, Páimi Gunnarsson, Birgir Karlsson og
Steingrímur Óli Sigurðsson.
Psoriasis- og exemissjúklingar á Akureyri
hugleiða félagsstofnun:
„Nauðsynlegt að fá
göngudeild á Akureyri"
- Við höfum lengi haft hug á
að stofna félag hér á Akureyri
en okkur hefur fundist réttara
að bíða þangað til nógu margir
væru reiðubúnir að ráðast í
þessa félagsstofnun. En nú
finnst okkur sem sagt við hafa
beðið nógu lengi og stefnum að
félagsstofnun innan skamms,
sagði Hjörtur Fjeldsted í sam-
tali við Dag, en Hjörtur er einn
af forsvarsmönnum psoriasis-
og exemsjúklinga á Akureyri.
Psoriasis- og exemsjúklingar
hafa fyrir nokkru stofnað með sér
landssamtök en mikið skortir á að
hagsmuna þessa fólks hafi verið
gætt heima í héraði. Engin göngu-
deild fyrir sjúklinga með um-
rædda sjúkdóma er utan höfuð-
borgarsvæðisins og því hafa við-
komandi þurft að takast á hendur
kostnaðarsöm ferðalög til
Reykjavíkur til að fara í eftirmeð-
ferð sem að öllu jöfnu ætti að
sinna í heimahögunum. Til að
Tryggingarstofnun ríkisins greiði
kostnað við slíkar eftirmeðferðir
þarf viðkomandi að fara a.m.k.
þrisvar sinnum á ári í meðferð eða
láta senda sig á milli sjúkrahúsa.
Akureyringur þyrfti þess vegna
fyrst að láta leggja sig inn á
sjúkrahúsið hér til málamynda og
láta síðan senda sig suður.
- Þetta er mikið ófremdar-
ástand og sjúkrahúsið hér er í það
miklu fjársvelti að ekki þykir lík-
legt að göngudeild verði að öllu
óbreyttu sett á stofn hér. Þessu
verðum við að breyta og meðal
annars þess vegna er þessi félags-
stofnun nauðsyn, sagði Hjörtur
Fjeldsted.
- Er vitað um kostnað við slíka
göngudeild hér?
- Það er talið að göngudeildin
þyrfti a.m.k. 60-80 fermetra rými
í tengslum við sjúkrahúsið og síð-
an þyrfti að koma upp geislaað-
stöðu, baðaðstöðu og öðru því
um líku en kostnaðurinn bara við
tækjakaupin hleypur á tugum
þúsunda króna. En ég bendi á að
þetta er ákaflega góð fjárfesting
fyrir ríki og bæ því að það er dýrt
að senda fólk alltaf til Reykjavík-
ur í meðferð og láta það taka
•sjúkrarými þar. Dagur á sjúkra-
húsi kostar jú mikið meira en dag-
verið með sjúkdóminn á Akur-
eyri. Vægilega áætlað.
- Hvernig hefur þér gengið að
lifa með þennan sjúkdóm?
- Ég fékk sjúkdóminn ekki
fyrr en ég var orðinn fullorðinn
maður, ætli það séu ekki svona
16-17 ár síðan, en þetta er ógur-
Hjörtur Fjeldsted með blað psoríasissamtakanna.
Mynd: ESE
BWSJgg
ur á besta lúxushóteli. Annars má
það líka vel koma fram að starfs-
fólk húðsjúkdómadeildar Lands-
spítalans hefur reynst okkur ákaf-
lega vel og Jón Guðgeirsson, yfir-
læknir deildarinnar hefur lýst því
yfir að hann ætli að vera okkur
innan handar varðandi félags-
stofnunina.
- Hafið þið nokkra hugmynd
um hvað margir þjást af þessum
sjúkdómum hér á Akureyri t.d.?
- Það hefur verið skotið á það
að allt að 4% íbúa á Eyjafjarðar-
svæðinu og í Þingeyjarsýslum séu
með þennan sjúkdóm og þá eru
exemsjúklingarnir ekki taldir
með. Psoriasis er arfgengur blóð-
sjúkdómur, efnaskiptasjúkdómur
sem er mismunandi algengur á
landinu - t.d. tiltölulega sjaldgæf-
ur í Skagafirði og Húnavatnssýsl-
um, en miðað við fyrrgreindar
forsendur gætu um 520 manns
lega hvimleiður sjúkdómur. Fyrir
utan þau óþægindi og vanlíðan
sem þetta ógeð veldur manni þá
eru það samskiptin við annað fólk
sem eru verst. Það kemur illa við
fólk sem heldur margt að psoriasis
sé smitandi - sem er rangt og ég
t.a.m. veigra mér við og fer ekki í
sundlaugarnar eða fækka fötum
innan um annað fólk. Ég á skiln-
ingsríka fjölskyldu þannig að
sjúkdómurinn breytti ekki lífi
mínu mikið en þetta er samt ógur-
lega hvimleiður og þreytandi
sjúkdómur. Ég veit aldrei hvenær
hann blossar upp - það þarf ekki
annað en kvef, kulda eða ein-
hvern vírussjúkdóm til þess að allt
fari úr böndum, sagði Hjörtur
Fjeldsted en þeir sem hafa áhuga
- á að taka þátt í félagsstofnuninni
geta haft samband við hann í síma
21797 á daginn og 22549 á kvöldin
og um helgar.
Sumarlínan ’83
Ný sending af
sokkum, leistum
ogr sokkabuxum
í öllum regnbogans
litum fyrir alla
aldurshópa
Það besta
er ódýrast