Dagur - 28.04.1983, Side 8

Dagur - 28.04.1983, Side 8
 3 mmi 4kureyri, fímmtudagur 28. aprfl 1983 VATNSKASSAHOSUR § SJ $ s « Lífsglaðir akureyrskir skátar fagna sumri þrátt fyrir kalsa og snjókomu. Mynd: GS 450 manns fá vinnu við Blönduvirkjun Kynningarfundur um fyrirhug- aðar framkvæmdir við Blöndu- virkjun var haldinn á Sauðár- króki á þriðjudaginn. Til fund- arins var boðað af atvinnumála- nefnd Sauðárkróks svo heima- menn gætu fengið yfirsýn yfir þá vinnu sem þar má búast við svo og til að fyrirtæki á staðnum gætu gert sér ein- hverja grein fyrir hvaða verk- þætti þeir hugsanlega gætu gert tilboð í við útboð. Frá Landsvirkjun komu verk- fræðingarnir Ólafur Jensson og Páll Ingólfsson og í máli þeirra kom m.a. fram að heildarmannafl við virkjunarframkvæmdirnar mun vera um 450 manns þegar mest er en eru þá ekki meðtaldir eftirlitsmenn og menn sem Lands- virkjun hefur á svæðinu. Einnig kom fram að varla er hugsanlegt fyrir heimamenn að taka að sér annað en aukaframkvæmdir við virkjunina vegna þess hve viða- miklar framkvæmdirnar eru. Jón Karlsson, formaður Verka- mannafélagsins, fiutti erindi á fundinum um samninga og að- búnað á vinnustöðum við virkjun- arframkvæmdir hérlendis. Jón varaði við of mikilli bjartsýni manna á uppgrip á tekjum við virkjunina og taldi að þegar menn gerðu slíkt væri aðeins um algjöra toppa að ræða sem varlegt væri að miða tekjur almennt við. Bemharð Haraldsson. Bernharð meistari Verkm.- skólans Bernharð Haraldsson hefur verið settur skólameistari við nýja Verkmenntaskólann á Akureyri næsta skólaár, en skólinn verður að öllum líkindum settur form- lega í fyrsta skipti í haust. Bernharð hefur í vetur gengt störfum skólastjóra við Gagn- fræðaskólann á Akureyri í ársor- lofi Sverris Pálssonar. Mennta- málaráðherra setti Bernharð í stöðuna eftir að skólanefndin hafði einróma mælt með honum, en sjö aðrir umsækjendur voru um hituna. Þeir voru Aðalgeir Pálsson, Benedikt Sigurðsson, Margrét Kristinsdóttir, Svavar G. Gunnarsson, Sigurlin Svein- bjarnardóttir og Tómas Ingi Olrich. Einn umsækjenda óskaði nafnleyndar. Fimm kílómetrar malbikaðir í sumar Tæplega 5 km af gatnakerfí Akureyrarbæjar verða lagðir malbiki í sumar samkvæmt framkvæmdaáætlun sem samþykkt var á bæjarstjórn- arfundi á þriðjudaginn. Einnig er áætlað að malbika 8.800 fermetra af gangstéttum. Pessu til viðbótar koma malbik- unarframkvæmdir við tengingu Glerárgötu og Drottningarbraut- ar sem nefnast „Þjóðvegur um þéttbýli". Eftirfarandi götur verða mal- bikaðar: Háagerði, Hólsgerði, Hraungerði, Kambagerði, Kleif- argerði, Klettagerði, Kolgerði, Kvistagerði, Skálagerði, Spóns- gerði, Háilundur, Hjarðarlundur, Gilsbakkavegur, Hraunholt, Ós- eyri, Bakkahlíð, Barmahlíð, Brattahlíð, Mánahlíð, Sunnu- hlíð, Ekrusíða, Stapasíða, Tungusíða og að hluta Draupnis- gata og Fjölnisgata. Gangstéttir verða malbikaðar við Oddagötu, Bjarmastíg, Grenilund, Heiðarlund, Hjalla- lund, Hlíðarlund, Hrísalund, Tjarnarlund, Mýrarveg og Smárahlíð. Frá aðalfundi Mjólkursamlagsins: Tveir bændur voru heiðraðir Á aðalfundi Mjólkursamlags KEA sem haldinn var á Akureyri í þessari viku voru tveir bændur heiðraðir sérstak- lega fyrir að hafa framleitt fyrsta flokks gæðamjóik allt árið. Þeir sem hlutu þessa viður- kenningu voru Sigurður Jónsson á Efstalandi og Sverrir Sverrisson á Neðri-Vindheimum en hjá þessum bændum féll mjólkin aldrei í mati allt árið 1982. Á aðalfundinum voru sam- þykktar tvær breytingar á reglu- gerð Mjólkursamlagsins. Önnur um að mjólkurinnlegg framleið- enda verði vaxtareiknað fyrsta dag eftir innleggsmánuð en hin um að mjólkursamlagssjóður verði verðtryggður. í samlagsráð var endurkjörinn til þriggja ára Stefán Halldórsson bóndi á Hlöðum en varamenn til eins árs voru kjörnir Haukur Steindórsson bóndi í Þríhyrningi og Oddur Gunnarsson bóndi á Dagverðareýri. Of mikil aðstoð ra La csnrr "iTjT cJUUL JUuU Snjókoma á iéreftinu Umboðsmenn allra lista við Alþingiskosningarnar I Norðurlandskjördæmi eystra sl. laugardag hafa gert at- hugasemd við aðstoð starfs- fólks á Kristneshæli, Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri, Dvalarheimilinu Hlfð og Elli- heimilinu Skjaldarvík. Ekkl er þó um neinar kærur að ræða heldur einungis kvartanir. Ekki er vitað í hverju þessi aðstoð var fólgin sem starf- sfólkið veitti sjúklingunum og gamla fólkinu við að kjósa. Hvort það fyllti út kjörseðlana fyrir það eða eitthvað annað. # Ekki neins að sakna Spékopparnir hans Flosa Ólafssonar kolféllu hjá Leik- félagi Akureyrar á dögunum. Virtist þessi dúndurfarsi frek- ar kaila fram skeifu en spé- koppa hjá virðulegum borgur- um Akureyrar. Hvort þetta er ástæðan fyrir vfsukorninu sem Fiosi heyrðist tauta á Austurvelli á dögunum vitum við ekki, en hún er svona: Frá Akureyri er um það bil ekki neins að sakna. Jú, þar er fagurt þangað til þorpsbúarnír vakna. Án þess að við nefnum nafn Sigurbjörns í Sporthúsinu, þá vitum við til þess að ágætur KA maður breytti sfðustu Ijóðlfnunni f „Þórsar- arnir vakna“. Flosi var sífellt að stríða Steingrfmi Sigurðssyni, list- málara á meðan báðir voru á Akureyri. - Nú, þú hefur málað þetta í snjómuggunni í gær, sagði Flosi þegar hann leit á hvítan strigann hjá Steingrími, sem listamaður- inn hafði ekki haft ráðrúm til að gera pensildrátt á. # Beljan og grasið Þetta minnir á brúnu myndina hans Kjarvals, sem hét belja á beit. Hvar er beljan og grasið, spurði einhver. Hún er búin að bfta allt grasið og farin heim í fjós og þá er náttúrlega bara moldin eftir, á Kjarval þá að hafa sagt. # Málverk og kaþólskar messur Það er annars af Steingrími að frétta að hann virðist vera orðinn kaþólskari en sjálfur páfinn. Stafar þetta vafalaust af þvf að Steingrímur hefur búið f húsi kaþólskra síðan hann kom hingað og nú skrif- ar hann hverja greinina af annarri f Morgunblaðið - og allar um kaþólskuna. Ef held- ur svo sem horfir verður Steingrímur fyrsti blaðafull- trúi pápistanna á íslandi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.