Dagur - 29.04.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 29.04.1983, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST? Rokkað á Hótel KRA á morgun „Það er ætlunin hjá okkur, eftir því sem tæki- færi gefst að auka á tilbreytnina á dansleikj- um hjá okkur á Hótel KEA og þessi dansleikur á laugardagskvöldið er byrjunin á því,“ sagði Ingimar Eydal hinn góð- kunni skemmtikraftur, hljómlistarmaður og „alt- muligtman“ er hann ræddi við Helgar-Dag. Annað kvöld verður mikið um að vera á KEA. Matur verður að sjálf- sögðu framreiddur frá kl. 19 og síðar um kvöldið verður boðið upp á Handa- vinnu- sýning Nemendur Grunnskóla Saurbæjarhrepps verða á sunnudaginn með sýn- ingu á handavinnu sinni og verður sýningin í Sólgarði. Nemendurnir eru á aldrinum 7-12 ára og verða sýndir ýmsir smíða- munir og saumavinna. Kennarar skólans munu standa fyrir kaffisölu til ágóða fyrir skólabóka- safnið en sýningin verður opin frá kl. 13-17. Hlíðar- fjall Það verður mikið um að vera í Hlíðarfjalli um helgina. Á laugardaginn hefst bikarmót í karla- og kvennaflokkum fullorð- inna með stórsvigi kl. 10.30. Um hádegið hefst Akureyrarmót í göngu og um kaffileytið verður annað bikarmót karla og kvenna í stórsvigi. Á sunnudaginn verður svo bikarkeppni í svigi karla og kvenna og hefst það kl. 10.30. Kl. 12.00 hefst svo firmakeppni SRA í boðgöngu og klukkan tvö verður keppt í flokkasvigi. Um helgina leggja yngri flokkarnir land undir fót og keppa í svigi og stórsvigi á Húsavík. Ingimar Eydal skemmtiatriði. Jóhann Sigurðsson, Ævar Ragn- arsson og Arnar Péturs- son flytja gamanmál og Agnes Ingvarsdóttir sem gerði garðinn frægan á árum rokksins rifjar upp vinsæl lög frá þeim tíma. Agnes söng lengi með ÓM-kvartett og hver man ekki eftir ÓM og Agnesi? Að þessu loknu tekur Hljómsveit Ingimars Ey- dal við ásamt söngvurun- um Ingu, Billa og Leibba og verður sjálfsagt mikið fjör fram tií kl. 02. M.a. ætlar hljómsveitin að flytja efstu lögin úr Söngvakeppni sjónvarps- stöðva sem fram fór um síðustu helgi. Aðgangs- ey rir er aðeins rúllugj ald. Leikfélag Sauðárkróks mun fara í leikferð nú um helgina með skopleikinn „Gripið í tómt“, eftir Bivrek Benfield. Á laug- ardaginn mun leikfélagið sýna í Samkomuhúsinu á Akureyri kl. 20.30 og verða miðapantanir á sama stað frá kl. 17.00. Á sunnudaginn mun svo leikfélagið sýna leikinn á Ólafsfirði kl. 17.00. Fé- lagið sýndi leikinn á Sæluviku við góða að- sókn og viðtökur og er fullvíst að Ólafsfirðingar og Akureyringar koma til með að skemmta sér vel um helgina. „Krútt“ á fleygiferð Það verður óvenjulegt kvöld í Sjallanum annað kvöld en þá gengst Krútt- maga-nefndin fyrir svo- nefndu „Krúttmaga- kvöldi“. Mikil leynd hef- ur hvílt yfir dagskrárlið- um en gefið er í skyn að fram muni fara danssýn- ing og óvenjuleg tískusýn- ing. Húsið verður opnað klukkan 19.30 fyrir mat- argesti og verður snarlega boðinn lystauki við kom- una. Síðan verða sjávar- réttir á boðstólum, fluttir verða leikþættir og annað skemmtiefni s.s. snyrting í léttum dúr og hár- greiðsla. Miðaverð er kr. 300 og gildir sá miði jafnframt sem happdrætt- ismiði. Hvort Krúttmagi er í verðlaun skal látið ósagt um. Menn (og konur) verða bara að mæta sjá- og sannfærast. Þeir sem ekki vilja snæða komast inn kl. 23. Þess má svo að lokum geta að í dagskrártilkynn- ingum er sérstaklega höfðað til kvenna þannig að ljóst er að einhver djöfulskapur gegn „karla- veldinu“ er í uppsiglingu. Dúfusýning í Rauða húsinu Um helgina verður haldin dúfusýning í Rauða hús- inu. Áð sýningunni stend- ur Bréfdúfufélag Akur- eyrar og er hún í beinu framhaldi af dúfusýning- unni sem haldin var í Reykjavík um páskana. Á sýningunni verða um 15 teg. dúfna í öllum mögulegum litum. Einnig verður sleppt bréfdúfum á klukkutíma fresti. Sýn- ingin verður opin laugar- dag og sunnudag frá kl. 13.00 - 19.00. Aðgangur verður 50 kr. fyrir full- orðna og 20 kr. fyrir börn. Á sýningunni verða hátt í 100 dúfur. Gönguferð hj á FA á Súlur Ferðafélag Akureyrar gengst um helgina fyrir nokkrum ferðum í ná- grenni Akureyrar. Klukkan 13 á laugardag verður farið í skíðaferð á Kaldbak en sama dag verður einnig gengið á Þengilhöfða frá Grenivík klukkan 13. Sunnudaginn 1. maí verður farið í gönguferð á Súlur og verður lagt af stað kl. 14. Allar upplýsingar um ferðirnar eru veittar í síma skrifstofunnar, 22720. Jóhann syngur með Sinfóníuhljóm- sveit Akureyrar Fyrstu vortónleikar Tón- listarskólans á Akureyri verða í Akureyrarkirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.00. Þar koma fram þrjár strengjasveitir skip- aðar nemendum skólans. Sunnudaginn 1. maí mun svo Sinfóníuhljóm- sveit skólans halda vor- tónleika sína í íþrótta- skemmunni. Hefjast tón- leikarnir kl. 17.00. Stjórnandi hljómsveitar- innar er Michael J. Clarke. Einsöng syngur Jóhann Már Jóhanns- son, bóndi og söngvari í Keflavík í Hegranesi, en einleikari með hljóm- sveitinni verður Fanny Tryggvadóttir. Klukkan 14 á morgun verður sungin sálumessa í kirkjunni að Munka- þverá í Öngulsstaða- hreppi í tilefni af því að sex ár eru liðin frá dánardægri síra Hákons Loftssonar. Síra Hákon var kaþólskur prestur á Akureyri frá árinu 1952 allt til dánardægurs árið 1966. Samkvæmt fyrir- mælum hans voru jarð- neskar leifar hans jarð- settar við austurgafl kirkj- unnar að Munkaþverá en þess má geta að séra Pétur Sigurgeirsson nú biskup yfir íslandi jarðsöng. Akureyringar - Hærsveitamenn AthiiniA Gerum við skóna MlíllltJIO samdægurs ef óskaðer Höfum fyrirliggjandi flesta liti af skóáburði, einnig skó- reimar, vatnsvörn, leðurfeiti og skólit. Trékiossar á börn og fullorðna, fjórar gerðir - mjög gott verð. Sendum í póstkröfu. Verið velkomin - opið alla virka daga frá kl. 9.00- 18.00. Skóvinnustola Akureyrar Hafnarstræti 88, sími 23450. á Akureyri heldur vortónleika sína í íþróttaskemmunni á Akureyri sunnudaginn 1. maí kl. 17.00. Stjörnandi: Michael J. Clarke. Einsöngvari: JÓHAW MÁh' JÓHAÍÉVSSO# Einleikari: FAWMY' 29. apríl 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.