Dagur - 29.04.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 29.04.1983, Blaðsíða 12
Mffl® Akureyri, föstudagur 29. aprfl 1983 ■Bautinn auglysir. Byrjuðum í dag að selja megrunarrétti úr Scarsdalemegrunarkúrnum. Eru þetta allfjölbreyttir réttir og munum viö verða meö einn rétt á hverjum degi og skipta síðan daglega. Tilvalið að prófa rétti hjá okkur áður en þið byrjið kúrinn. Neyðunist tíl ad segja upp 20 manns 44 — segir Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri IðnaðardeOdarinnar asahláka næstu daga o - en rigning og jafn- vei slydda um helgina Áfram verður hægviðri á Norður- landi næstu daga, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Heldur kólnar þó í veðri með norð-austan strekkingi, skúrum og jafnvel slyddu á laugardag og sunnudag. Það er því ekki von á neinni asahláku næstu dagana. „Við neyðumst til að segja upp tuttugu starfsmönnum okkar um næstu mánaðamót en ég vonast til að við verðum búnir að finna þeim önnur verkefni áður en upp- sagnirnar taka gildi,“ sagði Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeild- ar Sambandsins, í samtali við Dag. Þessir starfsmenn hafa starfað við fataiðnaðinn og á saumastofu sútunarinnar þar sem ein vaktin verður lögð niður, að sögn Hjartar. En hver er ástæðan fyrir þessum uppsögnum og eru fyrir- sjáanlegar enn frekari uppsagnir að óbreyttu ástandi? „Nei, það eru ekki frekari uppsagnir fyrirsjáanlegar,“ sagði Hjörtur, „enda eru þær neyðarúr- ræði sem við hörmum að þurfa að grípa til. Það hefur orðið aukning hjá okkur í ullariðnaðinum vegna aukinnar sölu til útflutnings, þannig að vonandi tekst okkur að finna verkefni fyrir fólkið áður en uppsagnirnar taka gildi eftir 1-3 mánuði. Verðbólgan og það ástand sem ríkir í efnahagsmálum þjóðarinn- ar er það mein sem veldur þessum rekstrarerfiðleikum hjá okkar, sem flestum öðrum fyrirtækjum í landinu. Við skulum vona að viðtakandi ríkisstjóm beri gæfu til að mynda rekstrargrundvöll fyrir iðnað í landinu. Pá gæti myndast í iðnaði vaxtarbroddur til að bæta við fólki, í stað þess að nú þurfum við að segja því upp,“ sagði Hjörtur Eiríksson í lok samtalsins. Það er kominn vorleikur í ungviðið þrátt fyrir snjóinn. Mynd: ESE 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna: Stórfellt atvínnuleysi vfirvofandi „íslensk verkalýðshreyfing stend- ur nú enn einu sinni frammi fyrir þeim óheillavænlegu staðreynd- um að hér getur orðið stórfellt atvinnuleysi, verði ekki tekið á efnahagsmálunum með þeim hætti að til farsældar leiði fyrir alla þegna þessa lands. Kaup- máttur launa rýrnar nú hratt og stefnir til meiri samdráttar en þjóðartekjur segja til um. Slíka óheillaþróun verður að stöðva.“ Þannig er m.a. komist að orði í 1. maí-ávarpi verkalýðsfélag- anna á Akureyri, en hátíðahöld félaganna í tilefni dagsins verða með hefðbundnum hætti. Kröfu- gangan hefst kl. 13.30 frá gamla verkalýðshúsinu við Strandgötu, en að henni lokinni verður úti- fundur á Ráðhústorgi. Þar tala Jökull Guðmundsson, Jón Helgason, Ásta Sigurðardóttir og Guðmundur Ómar Guðmunds- son. Einnig munu harmoniku- unnendur láta til sín heyra ef veður leyfir. Síðasta uppboð Jóns og Bárðar á laugardagínn Síðasta uppboð þeirra Jóns G. Sólnes og Bárðar Halldórssonar verður í Sjálfstæðishúsinu á morgun, laugardag. Þar verða boðnar upp bækur og málverk og jafnvel einhverjir antikmunir. Meðal verka á uppboðinu má nefna Laxdælasögu, sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1826; Kvena-Bósasögu, sem gefin var út í Stokkhólrrii 1666, og senni- lega engin tilviljun hversu mörg „sex“ eru í því ártali; Saga Hafnarfjarðar og Vestmanna- eyja; Landnám Ingólfs og myndir eftir Alfreð Flóka, Blöku, Elías B. Halldórsson, Hring Jóhannes- son, Kristján Guðmundsson, Svein Þórarinsson, Jón Þorleifs- son og Valtý Pétursson. Allt milli himins og jarðar nema . . . Er þetta virkilega satt?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.