Dagur - 06.06.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 06.06.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Athyglisverðar tilraunir Minnkandi fiskigengd í ýmsum heimshöfum hefur aukið áhuga manna á rannsóknum og tilraunum á lífríki sjávar. í mörg ár hafa t.d. norskir líf- og fiski- fræðingar rannsakað og gert tilraunir á klaki þorsk- sins ekki síst því fyrirbæri hvað dánartala seiðanna er há við náttúruleg skilyrði fyrstu vikurnar eftir að hrognin klekjast út og hvort hægt sé að ná mikið betri árangri í klak- og eldisstöðvum. Eins og kunnugt er hrygnir þorskurinn geysilegu magni af hrognum. Þau klekjast út á yfirborði sjávar og þegar kviðpokinn er uppétinn, en það gerist á 10—14 dögum, þá rennur upp hinn viðkvæmi líftími seiðanna, sem gerir út um það hver stofnstærð hvers árgangs verður. Við náttúruleg skilyrði er tal- ið að drepist hafi um 99,8% fyrstu vikurnar eða jafnvel meira. í klak- og eldisstöðinni í Ostevall hefur Norð- mönnum tekist að halda hfandi um 2% seiðanna sem er tíu sinnum betri árangur en gerist úti í nátt- úrunni. í Noregi ríkir nú bjartsýni á að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær enn betri árangur næst þar sem þeir virðast hafa náð góðum tökum á þessu við- fangsefni. Aðferðin sem þeir nota við þessar rann- sóknir er að eldisstöðin er byggð úti í sjó. Hún er opin á tvo gagnstæða vegu. í bæði opin eru sett mjög smágerð sigti sem aðeins smæstu lífverur komast í gegnum eins og t.d. lirfur rauðátunnar sem eru aðalfæða seiðanna. Meltingarvegur seið- anna er mjög ófullkominn. Þau þola t.d. ekki að éta kynþroska rauðátu. Allt líf var drepið í stöðinni áður en seiðin voru sett í hana, en þangað fóru þau 5 daga gömul. Síðan var sjó dælt í gegnum stöðina. Þegar seiðin voru fjögurra mánaða gömul var þeim sleppt. Þá voru þau þrír cm að lengd. Eitt tonn af hrygnum gefur um 300 milljónir hrogna. 2% af því gera þá um 6 milljónir seiða. Á uppvaxtarárum þorsksins er talið að deyi um 20% af hverjum árgangi á ári. Fimm ára þorskur mun að meðaltali vega um 5 kíló hér við ís- landsstrendur. Þeim aldri ættu að ná eftir þessu um 2 milljónir fiska af þeim 6 milljónum sem sleppt var. Þessar rannsóknir Norðmanna eru hinar athygl- isverðustu, ekki síst fyrir okkur íslendinga. íslenski þorskstofninn er að langmestu leyti staðsettur á því hafsvæði sem við ráðum sjálfir yfir. Vaxtarhraði hans er meiri en t.d. norska stofnsins. Við stöndum því mikið betur að vígi en Norðmenn að ala upp seiði til að sleppa lausum í hafið. Þeir deila Barents- hafi með Rússum og sambúð ríkjanna er ekki með þeim hætti að það sé állitlegt fyrir Norðmenn að fara út í kostnaðarsamar framkvæmdir í slíku augnamiði. En þrátt fyrir þessar aðstæður hafa Norðmenn lagt mikla fjármuni í að kanna þessi mál. Þetta eru rannsóknir og tilraunir sem við þurfum að fylgjast vel með, því ef dánartíðni seiðanna lækk- ar verulega frá því sem nú er í klak- og eldisstöðv- um Norðmanna gæti það haft gífurlega þýðingu fyrir okkar sjávarútveg í framtíðinni. S.V. Hert eftirlit með riðuveiki Föstudaginn 20. maí sl. komu saman til fundar í Laugaborg í Hrafnagilshreppi riðunefndir Saurbæjarhrepps, Hrafnagils- hrepps og Akureyrarbæjar. Á fundinum var rætt um hert eftirlit með flutningi fjár milli staða sérstaklega í Saurbæjar- hreppi en þar hafa nýlega verið staðfest tvö ný riðutilfelli. Vilja fundarmenn vekja athygli fjár- eigenda á 19. gr. reglugerðar um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki, en þar segir svo: „Umráðamönnum sauðfjár er skylt að tilkynna riðunefndum um flutning á fé til lífs og dvalar milli bæja og svæða eða breyt- ingu á tilhögun upprekstrar innan sveitar. Riðunefnd er heimilt, að fengnu samþykki sauðfjársjúk- dómanefndar, að gera ráðstafan- flytja til baka eða lóga fé sem ir til að stöðva flutninga og notk- þannig hefur verið flutt án leyf- un tækja í þessu skyni og láta is.“ Dalvík: Loks ný sjúkrabifreið Sl. sunnudag var sýnd á Dalvík hin nýja sjúkrabifreið Rauða- kross-deildar Dalvíkur og ná- grennis og boðið upp á kaffí og meðlæti til styrktar kaupun- um. Lengi er búið að bíða eftir sjúkrabifreiðinni og hefur bæði hér í Degi og annars staðar verið skýrt frá þeim málavöxtum. Bif- reiðin er af gerðinni Chevrolet og er með drifi á öllum hjólum. Kaupverð bifreiðarinnar er 750 þúsund krónur með öllum bún- aði. Körfur eru fyrir tvo sjúklinga og eru öll tæki og aðstaða eins og best verður á kosið að sögn Rögnvalds Friðbjörnssonar hjá Rauða-kross-deildinni. Áður voru tvær sjúkrabifreiðar notað- ar, önnur til vetrarferða en hin til Nýja sjúkrabifreiðin. sumarferða, og verða þær báðar bæði að sumar- og vetrarlagi. seldar. Framvegis á nýja bifreiðin A.G. að geta þjónað læknishéraðinu 1 » Hp|||||r 1 N.T. umboð- ið í nýtt hús- næði 27. maí sl. flutti N.T. umboðið sem áður hét Norðlensk trygging úr miðbænum í nýtt og glæsilegt húsnæði í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Fyrirtækið mun enn sem áður veita alla vátrygginga- þjónustu. N.T. umboðið er einn- ig umboðsaðili fyrir Tryggingu hf. Auk þess verður á boðstólum öll fjölritunarþjónusta og skatt- skilaþjónusta. Starfsmenn hins nýja fyrirtækis eru Halldór Jóns- son framkvæmdastjóri og Jó- hannes Bjarnason skrifstofu- maður. Halldór Jónsson og Jóhannes Bjamason í hinu nýja húsnæði N.T. Mynd: GEJ 4 —DAGUR-6. júní 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.