Dagur - 06.06.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 06.06.1983, Blaðsíða 9
Nokkrir af starfsmönnum í Kjarna. sérstakt í tísku hér á landi. En á Norðurlöndunum er alls konar óklippt blómstrandi Iimgerði í tísku. Það byggist á því að lim- gerðið fær að vaxa meira óhindr- að og óklippt auk þess sem allar línur eru orðnar meira boga- dregnar, þ.e.a.s. limgerðið er gróðursett meira í óreglulegum formum og ekki eingöngu notað sem girðing eða skjólveggur.“ - Hvað um meðferð og hirð- ingu á limgerði? „Þetta óklippta blómstrandi fær að vaxa tiltölulega frjálst en brekkuvíðinn og Alaskavíðinn þarf að klippa og þá þannig að limgerðið sé klippt mjóst efst og breikki niður. Það er gert bæði vegna birtu á sumrin og snjó- þunga á veturna." - Geta allir klippt limgerðið sitt sjálfir? „Margir geta það ágætlega en aðrir eru ekki eins leiknir og ættu því að leita til garðyrkjumanna bæði varðandi þessar klippingar og aðra ráðgjöf sem gæti komið sér vel.“ # Hann þarfnast mikillar næringar - Ef við snúum okkur að trján- um Tryggvi. Hvað er vinsælast í þeim efnum? „Reynir og ösp eru þær teg- undir sem mest eru í görðum eldri hverfa hér í bæ. Enda eru það þær tegundir sem mest er spurt um. Reyniviður er mjög harðger en hann þarfnast mikillar næringar og ætti fólk að taka færri tré af honum. Reyndar má segja það sama um öspina sem er allsráðandi og ætti fólk líka að hafa það í huga að kaupa ekki of mikið af henni. Öspin er fallegt tré og fljótvaxið og verður stór og ætti fólk að reyna að sjá fram í tímann er það setur niður þessi tré í garðinum hjá sér.“ - En hvað um að setja fleiri en eina tegund saman? Tryggvi Marinósson, garðyrkjumaður. „Það hefur ekki reynst vel. Tré eru svo mismunandi og þurfa misjafna umönnun, þurfa mis- mikið pláss og birtu. Síðan ætti fólk að athuga staðsetningu trjáa og runna að hafa tré ekki of ná- lægt hvort öðru, ekki of nærri húsveggjum, ekki of nálægt gang- stéttum og lóðamörkum." - Hvaða tré kcma þá fleiri til greina? „Birki hefur rey.xst vel. Eins erum við að gera tilraunir með fleiri tegundir og leita að trjám sem henta vel óg eru ekki of stór. Þar má nefna gráelri sem við erum að reyna núna, sú tegund lofar góðu. Er harðgerð, stærðin er viðráðanleg, svipað og birki og hefur fallegt vaxtarlag og ber fal- leg blöð.“ - Hvaðan fáið þið plöntur til uppeldis? „Margt ræktum við sjálfir hér í Kjarna,“ segir Tryggvi. „Annað fáum við frá Lystigarði Akureyr- ar og Grasagarði Reykjavíkur. Við höfum mikið og gott sam- starf við báða þá staði. Þetta byrjar venjulega á því að þeir kaupa inn til landsins fræ eða plöntur í tilraunaskyni. Ef það gengur vel fáum við síðan plönt- ur til áframhaldandi tilrauna sem síðan leiðir oft til þess að við setj- um á markað nýja tegund." # Jafnvel það eina hér á landi - Geturðu nefnt dæmi um slíka nýja tegund? „Tréð sem er á Ráðhústorgi. Það heitir selja, fallegt tré en af- skaplega erfitt að fjölga því. En það tré lofar góðu og standa von- ir til að það geti orðið framtíðar- tré hér í bænum. Ég get iíka nefnt dæmi um fáséð tré hér í bæ. Við höfum nýlega fundið nýjar tegundir sem við vissum ekki að voru til hér. Það eru gráösp og kirsuberjatré sem jafnvel er það eina hér á landi. Að sjálfsögðu er reynt að fá af þessum trjám fræ og græðlinga hjá viðkomandi eig- endum og oftast gengur það vel.“ - Hvaða tegundir eru mest seldar hjá ykkur hér í Kjarna? „Ætli við seljum ekki mest af blágreni, broddfuru og dverg- furu. Það er varla að við önnum eftirspurn. En þau tré eru dýrari því þau eru dýrari í framleiðslu og svo gerir fólk of miklar kröfur um að þau tré líti út eins og sýnd eru í bókum en það tekur tíma fyrir tré að ná slíku vaxtarlagi og þau tré sem eru hálf rengluleg í æsku ná oftast fallegu lagi,“ sagði Tryggvi Marinósson, garðyrkju- maður, í lok samtalsins. er hjá okkur. 14 gerðir lokuð hjól 17 gerðir opin hjól 4 gerðir rúlluhjól 7 gerðir sjóveiðihjól 17 gerðir fluguhjól Alls 59 gerðir af hjólum. Ef þetta er ekki úrval, hvað er þá úrval? w Eyfjörð Hjalteyrargötu 4, sími 25222 Flugkennslan komin í fullan gang. Getum enn bætt við nemendum. Flugskoli Akureyrar, flugstöð, Akureyrarflugvelli, sími 22000 Steinar Steinarsson, flugkennari, heimasími 25565. Stefán Friðleifsson, flugkennari, heimasími 21945. Oskatistinn Vönduð vara - Hagstætt verð Afgreiðslutími er yfirleitt 4 vikur en í sumum tilfellum ef varan er ekki til á lager þá tekur það lengri tíma. Fæst á Hótel Akureyri sími 2 25 25 Verð kr. 50.- Sendum í póstkröfu. 6. júní 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.