Dagur - 08.06.1983, Page 4

Dagur - 08.06.1983, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 A MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Fær stjórnin vinnufrið? Nú hafa fyrstu efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar sem miða að því að ná verðbólgunni niður litið dagsins ljós. Ljóst var löngu fyrir kosningar að gera þurfti sérstakar ráðstafanir fyrir 1. júní ef verðbólguholskeflan átti ekki að rísa enn frekar frá því sem nú er. Ýmsir andstæð- ingar ríkisstjórnarinnar undir forystu Alþýðu- bandalagsins sverta þessar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar á alla lund, með útúrsnúningi og röngum fullyrðingum, með það að mark- miði að gera þær tortryggilegar í augum al- mennings. Vilji þeirra er að gefa ríkisstjórn- inni ekki tækifæri á því að lækka verðbólguna, heldur að æsa til ófriðar á vinnumarkaðnum svo sem frekast er kostur. Það er þó nokkuð víst að þeirra málflutningur mun ekki ná eins miklum hljómgrunn nú og átti sér stað 1978, enda sýndi reynslan þá að slagorð þeirra voru ekkert nema sýndarmennskan og innantóm loforð. Enda ætlun þeirra engin önnur en að koma þeirri ríkisstjórn frá völdum. Þá hikuðu þeir jafnvel ekki við að beita ólöglegum að- gerðum til að helga sín meðul. Þessi saga mun ekki endurtaka sig nú, enda launafólk fyrir löngu búið að átta sig á vinnubrögðum Alþýðubandalagsins. Höfuðandstæðingur launafólks er óðaverðbólgan sem tröllríður hverju heimih, og það er tilbúið að taka á sig nokkrar byrðar til þess að ná henni niður. Lækkun hennar er raunhæfasta kjarabótin þegar til lengri tíma er litið. Sú fórn sem al- menningur færði 1. júní er smámunir einir í samanburði við hina daglegu kjaraskerðingu sem af óðaverðbólgunni stafar ocj Alþýðu- bandalagið vill láta afskiptalausa. I samstarfi við þá tókst Framsóknarflokknum ekki að ná því markmiði sínu að ná verðbólgunni niður í áföngum. Til aðgerða í þá átt skorti Alþýðu- bandalagið allan vilja og þor en kaus að láta verðbólguna æða upp úr öllu valdi á kostnað landsmanna. Þetta er staðreynd sem lands- menn vita, þrátt fyrir öll fögur fyrirheit þeirra í kosningabaráttunni og við stjórnarmyndun- artilraunir. Nú er það von allra landsmanna að ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar takist það sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen gat ekki, að ná tökum á óðaverðbólgunni. Til þess að svo megi takast, þarf hún fyrst og fremst samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Vilji til slíkrar samvinnu er fyrir hendi hjá hinum al- menna launþega. Spurningin er hvort hinir pólitísku foringjar hennar uni því eða fái til þess leyfi hjá sínum yfirboðurum, að það verði undir forystu fram- sóknarmanna sem það takist að ráða niðurlög- um óðaverðbólgunnar í landinu. Á það mun reyna á næstu mánuðum. N.Á.L. Ingvar Gíslason, alþingismaöur: Hvernig er unnt að bæta atvinnuástand í byggingariðnaði? Atvinnuhorfur í byggingariðnaði á Akureyri eru næsta óvissar á þessu ári. Staðreyndin er sú að markaður fyrir nýjar íbúðir í bænum er mettaður og nýsmíða- þörfin því ekki fyrir hendi. Vandi er að sjá fyrir hversu lengi slíkt ástand helst en það gæti varað einhver ár í viðbót. A.m.k. er óvariegt að gera ráð fyrir skjótri breytingu á ástandinu. Byggingariðnaðurinn á Akur- eyri stendur því á tímamótum. Hér er úr mjög vöndu að ráða sem varðar grundvallarhagsmuni iðnaðarmanna, byggingaverk- taka og bæjarfélagsins yfirleitt. Ekki er hægt að halda áfram á sömu braut og verið hefur að reisa ný íbúðarhús og heilu íbúð- arhverfin eins og ekkert hafi í skorist. Offramleiðsla á íbúðar- húsnæði stenst ekki til lengdar, þótt hitt sé reyndar ekki síður varhugavert að búa við skort á íbúðarhúsnæði sem leiðir ævin- lega til hækkandi verðlags og spákaupmennsku á íbúðamark- aði. Á þessu sviði sem öðrum verður því að leita jafnvægis milli framboðs og eftirspurnar. Fleirí opinberar byggingar? Vandi byggingariðnaðarins felst m.a. í því að byggingaverktakar hafa skipulagt starfsemi sína mjög vel hvað nýbyggingar varð- ar og í þeirri skipulagningu liggur mikið fjármagn. Þetta fjármagn er í hættu þegar samdráttur verð- ur á íbúðamarkaði. Hugsanlegt væri að efla aðra byggingarstarfsemi þegar svona er komið í íbúðamálunum, þ.e. að auka opinberar byggingar eða verksmiðjubyggingar og aðra byggingarstarfsemi á vegum atvinnulífs og þjónustu. Ég held að það sé nauðsynlegt að huga vel að því hvort ekki sé tímabært að efla byggingarstarf- semi af þessu tæi. Augljóst er að þörfin er fyrir hendi út af fyrir sig. Nefna má opinberar bygging- ar, eins og skóla, í því sambandi, einnig hótel og nemendabústaði sem æskilegt væri að koma upp á Akureyri og tengja saman um rekstur og nýtingu. En nýbyggingar af þessu tæi eru þó ýmsu háðar, t.d. fjárfest- ingaráætlunum hins opinbera, skattamálastefnu ríkisins, gjald- getu almennings og stefnu í láns- fjármálum. Akvarðanataka í þessu sambandi yrði í reynd bæði löng og flókin ef ég þekki „kerfið“ rétt. Skal ekki nánar fjallað um það efni að sinni en á þetta bent og menn beðnir að vera raunsæir í umræðum um slíkar lausnir á miklum vanda- málum. Ég óttast satt að segja að örð- ugt muni reynast að bæta bygg- ingariðnaðinum upp samdráttinn á íbúðasviðinu með aukinni áherslu á nýjar opinberar bygg- ingar. Því miður. Með þessu er ég alls ekki að útiloka alla mögu- leika varðandi slík úrræði en vara við ofmati á þeim. Endurnýjun húsa og viðgeröarþjónusta Iðnaðarmenn verða því að horfa til fleiri átta og leita annarra möguleika. M.a. ber að hyggja að því hvort ekki séu ónotaðir möguleikar á sviði viðgerða, endurbóta og breytinga íbúðar- húsnæðis. Ég tel að möguleikar á þessu sviði séu svo að segja ókannaðir hér á landi, ekki síst á Akureyri. Því miður hefur þetta mál oftast verið afgreitt sem sérviska og varla umræðuvert. Slíkt er þó hin mesta skammsýni og iðnaðarmönnum lítill greiði gerður með því að vanmeta þá atvinnumöguleika sem í þessu felast. Mér er kunnugt um að þessi mál eru í vaxandi mæli rædd á Norðurlöndum, ekki síst í Dan- mörku. Þar er greinilegur áhugi og skilningur ríkjandi hjá fag- mönnum og sérfræðingum sem tengjast byggingariðnaði, iðnað- armönnum, verktökum, verk- fræðingum, tæknifræðingum og arkitektum. Lánastofnanir eru farnar að gefa þessu máli gaum, sérstaklega „Kreditforeningen Danmark“, sem hefur að eigin frumkvæði skipað fjölmenna nefnd til þess að fjalla um þessa sérstöku möguleika á sviði bygg- ingariðnaðar. Ég las það m.a. í blaði danskra tæknifræðinga, Ingeniören, dags. 13. maí sl., að einn af framkvæmdastjórum Kreditforeningen Danmark, Uffe Schulz, dragi ekki dul á þá skoðun sína að mikilvægasta verkefni byggingariðnaðarins á þessum áratug sé „byfornyels- en“, sem er að vísu orð með víð- tækari merkingu en ég hef verið að fjalla um en styður þó það sem ég er að benda á varðandi at- vinnumöguleika iðnaðarmanna þótt nýsmíði verði að dragast saman. Athyglisvert mál Ég tel nauðsynlegt að leggja vinnu í að kanna þetta mál til hlítar. Ekki má láta neins ófreist- að að finna verkefni fyrir iðnað- armenn sem eiga við óvissu að búa hvað atvinnu varðar. Atvinnuleysi er böl og lítil skyn- semi í því að nýta ekki starfs- kunnáttu og færni faglærðra manna þar sem þeirra er þörf. Hér er vissulega um að ræða mál- efni sem fagmenn og sérfræðing- ar í byggingariðnaði verða að fjalla um og átta sig á. En óhjá- kvæmilegt er að vekja áhuga lánastofnana í þessu efni, bæði almennra banka og sparisjóða og Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Síðast en ekki síst er þetta verk- efni sem ríki og sveitarfélög eiga að láta sig miklu skipta. Þetta er málefni sem stjórnmálamenn ættu að hafa jákvæð afskipti af. Ingvar Gíslason. 4-DAGUR-8. júní 1983

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.