Dagur - 24.06.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 24.06.1983, Blaðsíða 7
LJmhverfí og mlnjar á Akureyri in Fyni í þessari grein og þeirri næstu er ætlunin að fjalla nokkuð um berg- tegundir á Akureyri, einkum á Gleráreyrum. Það er að sjálfsögðu öllum kunnugt að Gler- áreyrar og Oddeyri eru myndaðar af framburði Glerár í tímanna rás og að sá framburður er að langmestu leyti kominn ofan af Glerárdal, sem áin hefur grafið í fjöllin á nokkrum milljónum ára. Svo virðist sem dal- urinn hafi grafist í gegnum eina af meiri háttar eldstöðvum tertíertímans sem kalla má Glerárdalseldfjall- ið. í dalhlíðunum er því að finna mjög fjöl- breytt bergtegundasafn og hafa sýnishorn af þeim flestum borist niður á Gleráreyrar. Sömu bergtegundir er einnig að finna í mal- arnámum á þessu svæði og þar sem möl frá þeim hefur verið dreift. Um bergfræði ís- lands finnst nær ekkert ritað á íslensku fyrir utan það sem stendur í venjulegum kennslu- bókum. Er því óhægt um vik þegar greiða skal frá bergtegundum hér. Fæstar þeirra hafa hlotið nokkur íslensk heiti og hafa því nokk- ur slík verið búin til, einkum til hagræðis fyrir safnara. Ber að skoða þau sem tillögur og flest eru þau miðuð við Akureyrarsvæðið og sum lítt nothæf ann- ars staðar. Pá vantar einnig vísindalegar rannsóknir á bergfræði Glerárdals. Er þetta greinarkorn því gert af vanefnum en vonandi verður það einhverjum hvati til að skoða og skilgreina sjálfir. Höfundur hefur fjall- að ýtarlegar um jarð- sögu Glerárdals í tveimur greinum í Ferðum, blaði Ferða- félags Akureyrar, 38- 39. árg. 1979-80. Biksteinn og uppruni nafnsins Glerá Sjálfsagt hafa ýmsir Akureyringar velt því fyrir sér, af hverju heiti Glerár sé dregið og hafa slegið því föstu að hún sé aðeins kennd við venjulegt gler sem er algengt brúkunarefni nú á dögum. Sé þess hins vegar gætt að örnefni þetta er fornt (kemur m.a. fyrir í Landnámu) verður sú skýring ófullnægjandi, því að á Landnáms- öld var gler mjög fátítt og varla þekkt hér á landi nema í skrautmunum. Til eru a.m.k. tvær aðrar Glerár í land- inu þ.e. innst í Eyjafirði og í Dölum vestur. Bergtegundin líparít finnst á vatnasvæðum þeirra beggja og svo er einnig um okkar Glerá. Allar bera Glér- árnar fram mola af dökku glerkenndu líp- aríti sem kallast biksteinn eða hrafntinna og glitra áberandi í vatninu. Er líklegast að þetta náttúrugler sé tilefni nafnanna. Landnámsmenn hafa ekki þekkt slíkt gler úr sínum heimahögum og hlutu þessir glitrandi steinar því að vekja athygli þeirra. Geta má þess að Þórhallur Vilmundar- dílóttir o.s.frv. Svipaða steina má reyndar finna næstum hvarvetna hér á Akureyri, t.d. víða í Naustahöfðanum við Kirkju- garðinn og þar sem möl af Glerárdal hef- ur verið flutt í vegi eða húsgrunna. Það leynir sér ekki að þessir litskrúðugu stein- ar eru upp runnir á Glérárdal og hafa bor- ist þaðan niður á láglendið með ánni, ásamt biksteinunum. Þeir eru kennimerki Glerár og einkenna allar hennar jarð- myndanir, sem eru býsna miklar og margar, eins og vonandi gefst tækifæri til að skýra frá í næstu greinum. Ýmsir safna þessum steinum og nota fyrir stofuskraut og sjálfsagt eru einhverjir þeirrar skoðun- ar að hér sé um að ræða margar bergteg- undir eins mismunandi og steinarnir eru, en svo mun þó ekki vera, heldur tilheyra allir sömu bergtegund, þ.e. líparíti, sem biksteinninn er einni afbrigði af. Líparítið hefur verið nefnt nöfnum hér á landi svo sem ljósgrýti og litgrýti. Er hvort tveggja réttnefni og höfðar til lita- skrúðsins sem engin önnur bergtegund hérlend sýnir í eins ríkum mæli. Líparít er hins vegar dregið af Lípari-eyjunum (Isoie Lipari) sem eru eldfjallaeyjar við Sikiley, þar sem þessi bergtegund var snemma þekkt. (í ritum jarðfræðinga er Mynd 7-20. Korl, sem sýnir útbreiðslu liparits, granófýrs og gobbrós. Tókn: 1) minni hóttar liparitsveeði, 2) miðlungsstór liparitsvœði, 3) stórir líparítflákar, 4) granófýr, 5) gabbró. (Teikn. Þ. E.). Af sundurgerð grj óts- á Gleráreyrum ins son hefur viðrað aðra kenningu um upp- runa Glerár-nafnanna (Grímnir 1.1980). Segir hann að Glerá flæmist oft yfir Gler- áreyrar í leysingum og urðu þar síðan svellalög mikil. „Mætti nafnið vera dregið af þessum glerís". Þórhallur bendir á að í Nordfjord í Noregi sé til nafnið Glerá á litlum læk sem fellur á kafla niður kletta- vegg er heitir Gler. Við Glerá í Dölum eru einnig til örnefnin Glerfjall og Gler- dalur, einmitt á þeim slóðum sem lípartít- ið er mest.(Sjá jarðfræðikort Guðm. Kjartanssonar, blað 2). Biksteinninn sem Glerá á Akureyri ber með sér ofan af Glerárdal er oftast í frem- ur smáum steinvölum eða molum. Hnefa- stór stykki eru fátíð. Oftast er hann grá- svartur að lit, yfirborðið hrufótt með feiti- kenndum glans. Grænn biksteinn kemur einnig fyrir, oftast Iagskiptur eða kornótt- ur. Uppi á Glerárdal finnast fleiri gerðir af biksteini, t.d. eitt sem minnir býsna mikið á steinkol að útliti og gerð og kalla mætti kolstein svo og perlótt afbrigði og vikurkennt afbrigði. Hrafntinna er hrafnsvört og glergljá- andi með skeljamunstri í brotsárum. Einstöku steinar á Glerárdal náglast að geta kallast hrafntinna, enda eru engin skörp skil milli hennar og biksteinsins. Perlusteinn er afbrigði af biksteini sem inniheldur mikið bundið vatn og þenst því við upphitun og myndar glerkennda froðu, líka vikri. Er hann notaður til ein- angrunar og í múrhúðun. Ekki er vitað hvort eitthvað af biksteininum á Glerár- dal tilheyrir þessu afbrigði. Hið litskrúðuga berg Auk biksteinsmolanna er að finna á Gler- áreyrum mikið af alla vega lituðum stein- um: gráum, brúnleitum, gulum og bleik- um. Sumir eru röndóttir og aðrir áberandi einnig notað enska orðið rhyolít, sem er dregið af grísku sögninni rheo= að renna og minnir á straumrákirnar (rendurnar) sem oft eru í Iíparítbergi). Örnefni benda til að litgrýtið hafi einnig verið nefnt baula eða beyla og baulusteinn (sbr. fjallsheitið Baula í Norðurárdal o.fl.) og loks hefur það líklega verið nefnt mór eða móberg sumsstaðar á landinu (sbr. Móskarðshnjúkar við Esju, Mógil á Flat- eyjardal o.fl.) Líparít tilheyrir þeim flokki bergtegunda er kallast strokuberg (igneous rocks) sem þýðir að það hefur myndast við storknun á hraunkviku, nán- ar tiltekið við eldgos á yfirborði jarðar eða nálægt því og telst því til gosbergs (volcanic rocks) eins og basaltið eða blá- grýtið. Hins vegar hefur það aðra efna- samsetningu en basalt og aðra frumsteina- gerð. Jarðfræðingar kalla það gjarnan súrt berg (acid rock), vegna hins háa inni- halds þess af kísilsýru eða kvartsi (65% og þar yfir). (Granít hefur svipaða samsetn- ingu og líparít en er djúpberg, þ.e. hefur storknað djúpt niðri í jörðunni. Það er algegnt berg í grannlöndunum, einkum í Noregi og Grænlandi og finnst hér stund- um í fjörum borið með ís eða skipum). Eru steinmolarnir oft með veðruðu yfir- borði, eins og þeir séu vatnsslípaðir, sem bendir til að gosið hafi upp í gegnum malarlög. Hinn fíngerði grunnmassi bergsins líkist mest hörðnuðum leir og er hann oft bleikur á litinn með ljósum tigl- um eða bitum sem sýnilega eru ösku- molar, samanþjappaðir og harðnaðir, ásamt steinmolunum fyrrnefndu. Efsti hluti Súlna við Akureyri er að mestu úr þessu líparítmóbergi, sem er nokkuð sérkennilegt og mætti vel kalla „Súlna- berg“ til aðgreiningar frá öðrum gerðum líparíts. Þar sem Súlnabergið er fremur lint og veðrast auðveldlega er furða hvað tindarnir standa en reyndar er blátoppur- inn úr basalthrauni. Að sjálfsögðu hefur líparítbráðið einn- ig myndað hraunlög í eldfjallinu og í grennd við það. Líparíthraun eru jafnan seigfljótandi og renna því sjaldan langar leiðir en hlaðast gjarnan upp í þykka gúla við eldstöðina. Þegar hraunið rennur verður oft einhver röðum á krystöllum , glerögnum og loftbólum, því sem síðan myndar tauma eftir straumfallinu. Þegar hraunið storknar og brotnar niður sjást þessir taumar sem samhliða rendur í steininum, svo hann líkist einna mest steingerðum viði með árhringum. Hafa margir látið það villa sig og safnað slíkum steinum sem steingervingum, en sjaldan eru rendurnar þó svo reglulega boga- dregnar sem í viði. Berg með slíkum röndum er kallað straumlögótt og vel mætti nefna það randaberg. Storknað líparíthraun er oftast gráleitt (öskugrátt) eða brúnleitt, en stundum rauðbrúnt eða jafnvel svart að lit. Það er oft alsett örsmáum holum og verður þá nánast frauðkennt, en stundum kornótt eða perlótt. Fer gerðin og liturinn mest eftir því hvernig það hefur storknað. Við mjög harða storknun nær það ekki að krystallast og verður þá glerkennt, eins og biksteinninn og hrafntinnan. Slíkt gerist helst í þunnum göngum, eða í snertingu við vatn eða ís. Litaskrúð líparítsins er talið stafa af verulegu leyti af ummyndun þess fyrir áhrif jarðhita, einkum þó hinir ljósu litir sem rekja má til uppleysingar dökkra steinda í berginu. Allan þennan mikla breytileika litgrýt- isins má sjá og skoða á Gleráreyrum og finna má þar steinvölur sem eru dæmi- gerðar fyrir næstum öll afbrigði eða gerðir þess, t.d. er randabergið mjög algengt, (gráleitt eða brúnleitt) og mikið er af alls konar líparítmóbergi, t.d. Súlnabergi. Tajla um flokkun stoTkuberp's Kísilsýrumagn súrt >65% SiOj fsúrt 65-52% SiOj basískt <52% Si02 s %o gosberg líparít andesít basalt j gangberg granófýr díabas 2 cn djúpberg granófýr granít díorít gabbró Dr. Helgi Hallgrínisson skrifar 6 - DAGUR - 24. júní 1983 Steinasöfnun er nú orðin mjög almennt tómstundagaman hér á landi og víða getur að líta mjög falleg steinasöfn í stáss- stofum. Fæstir safna þó steinum af fræðilegum áhuga, heldur fyrst og fremst af skrautgirni að því er virðist, eða til að svala einhverri listþörf, enda stunda ýmsir góðir steinasafnarar jafn- framt listmunagerð úr steinun- um. Líparítsteinarnir á Glerár- eyrum eru ekki listmunir á borð við þau djásn sem finna má á Austfjörðum, en geta engu að síður verið skemmti- legir sem stofuskraut og söfnun þeirra er einkar heppileg byrj- un fyrir börn og unglinga sem oftast sjá hlutina í öðru ljósi og með annarri viðmiðun en þeir fullorðnu. Steinaskoðum og söfnun á Gleráreyrum ætti einnig að vera hentugt og nærtækt við- fangsefni fyrir skóla bæjarins, þar sem auðvelt er að ganga þangað með börnin á 1-2 tímum úr þeim öllum. Er þá bet að ganga frá neðri brúnni (Hörgárbraut/Glerárgötu) og upp eyrarnar og bakkana að norðanverðu og fara síðan til baka sömu leið eða ganga upp á brúna við Gilkjaftinn. Leggja ætti áherslu á að skoða og nafngreina sem flestar bergtegundir og afbrigði ai þeim og láta börnin safna steinum til frekari athugunar í skólanum eða heima hjá sér. Ætti skólinn að eiga einhverjar birgðir af plastdósum til að láta steinana í og varðveita þa( ásamt nafnmiða þar se á eru ritaðar upplýsingar um heiti steinsins (bergsins), fundar- staður, dagsetning fundarins og nafn safnanda. Rétt er að taka aðeins litlar steinvölur sem sýni, helst ekki stærri en 1-3 cm að þvermnáli en taka mætti stærri steina til að stilla upp í skólanum og nota til samanburðar. (Bera má stein- ana saman við steina sem eru til sýnis í sýningarsal Náttúrugripa safnsins eða leita til starfs- manna þess um aðstoð við greiningar). Því miður er ekki til nein íslensk greiningabók fyrir steina og bergtegundir en hafa má gagn af erlendum mynda- bókum sem oft fást hér í búðum og íslenskum jarðfræði- bókum. I tímaritinu Usýn hafa á síðustu árum birst ágætar myndskreyttar greinar um ís- lenska steina og sömuleiðis er góður leiðarvísir í Skátabók- inni frá 1974 eftir Guðmund E. Sigvaldason. Bergtegundir þessar of> afhrigði þeirra má fínna á Gleráreyrum og vídar á Akureyri þar sem möl af Glerárdal hefur lent I. LÍPARÍT/LITGRÝTI (Ljósgrýti) II. BASALT/BLÁGRÝTI (grágrýti) A. I.iparithraun (hraunstnrka) A. Basalthraun (hraunstorka) 1. ..Randaherg-' (straumiögóit litgrýti/ýmsir litir) 13. „Sortuherg" (svart. fíngcrt. likist stmulum 2. „Kornuherg" (holott, frnuðkcnnt/vmsii litir) bikstcini. væri rcttnclnt blágrvti) 3. „Ilelluherg" (klofnar i þunnar hcllureða flögur) 14. ..Grústeinn" (grár. inun grofari cn 13) 4. „Ileilherg" (raneialaust. cinlitt mcð ýmstim litum) 15. „Dílaberg" (dökkt eða grátt nieð Ijosum diluni B. l iparítgler (glerstorka) þ.e. feldspatkrvstólluin) 16. „Holuberg" (alsctt smáholum. scni siundmn cru 5. Ilrafutinna (sjaldgæf. aðcins smabrot) mcð Ijosu cfni þ.c. í holufvllingum) 6. Hiksteiun, grásvartur mcð fcitiglans 17. „Krummaherg” (sja Ivsinuu i grcininni) 7. „(irænglerstelnn" (grænn bikstcinn. röiulóttur) K. „Kolsteinn" (bíkstcinn mcð kol-áfcrð) B. Basaltnior (móherg/setherg) 9. Perlusteinn (oftast kornóttur) 18. „Málsteinn” eða „rauðgrvti" (rauður. Icirkcnndur) ('. l iparitmór (nióherg, mogrvti, túff. óskuberg) 19. „Sandsteinn” eða „móhella" (vatnasct) 10. „Súlnaherg" (blcikt mcð Ijósum ou dökkum molum) 11. „Gráherg" (gratt. afsvipaðri gcrðog 10) III. GABBRO/HORNGRÝTI (hornberg) 12. „(.rxnliglaherg" (sjaldgælt. c.t.v. komið fra 2(1. „Hnrnberg” (sjá lýsingu i grcininni) 1 oiluÍclh) 24. júní 1983- DAGUR-7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.