Dagur - 24.06.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 24.06.1983, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST? I Westem Brothers á Akureyri Hinn 15. júní kom til ís- lands karlakórinn Vesturbræður frá Seattle í Bandaríkjunum. í kórn- um eru 23 félagar og þeir nefna sig á ensku West- ern Brothers vegna þess að þeir koma frá Vestur- heimi en rekja ættir sínar til íslands. Þrír prestar eru í hópnum, séra Walt- er Moris og bræðurnir séra Harald og séra Eric Sigmar, sem mörgum eru að góðu kunnir hér á landi. í kórnum eru nokkrir feðgar. T.d. einn af ein- söngvurum kórsins, dr. Edward Palmason, læknir, sem er tenór. Þrír synir hans eru í kórnum, allir tenórar. Meðlimir kórsins eru búsettir í Se- attle og nágrenni og sumir kórmeðlimir þurfa að ferðast allt að 96 km til að komast á æfingar. Yngsti meðlimur kórs- ins er rúmlega tvítugur, en sá eisti er hálf átt- ræður. Nokkrir kórfélag- ar tala íslensku allvel og margir skilja hana alveg. Allir hafa þeir hlakkað til þess að heimsækja land feðra sinna og syngja þar. Stjórnandi kórsins er Ernest Anderson. Undir- leikari á íslandi er Agnes Löve. Karlakórinn Vestur- bræður hefur sungið víða vestra, m.a. þrívegis á kynningarhátíðinni „Scandinavia Today“. Frá því að þeir komu til landsins hafa þeir sungið á ýmsum stöðum syðra. Síðustu tónleikar kórsins verða í Akureyrarkirkju mánudagskvöldið 27. júní kl. 8.30. Allir sem heimsótt hafa landa okkar vestan- hafs geta vart nógsam- lega lofað gestrisni þeirra. Akureyringar og nágrannar, svörum í sömu mynt og fjölmenn- um í Akureyrarkirkju er þessir góðu gestir sækja okkur heim. Birgir Snæbjörnsson. Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar Þessa dagana er verið að selja happdrættismiða í byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar og sam- kvæmt nýjum reglum samtakanna þá rennur 60% andvirðis seldra miða á hverju svæði til viðkomandi félaga ef þau standa í byggingarfram- kvæmdum. Þetta á einmitt við um Sjálfsbjörg á Akureyri og vilja forráðamenn félags- ins hér koma því á fram- færi við almenning að 60% andvirðis seldra miða á svæðinu frá Ólafs- firði austur í Fnjóskadal nýtist Sjálfsbjörg á Akur- eyri til þessara bygging- arframkvæmda. Þess má og geta að Sumarmót Sjálfsbjargar- félaganna verður haldið í Nesjaskóla í Hornafirði dagana 15.-17. júlí nk. Tónleikar Gunnars Kvaran Á sunnudagskvöld 26. júní kl. 20.30 verður Gunnar Kvaran sellóleik- ari með tónleika í Akur- eyrarkirkju. Tónleikar ROKK Það verður boðið upp á dúndrandi rokk í göngu- götunni í dag upp úr-kl. 16. Þá mæta nefnilega Möðruvallamunkarnir á svæðið að frumkvæði Sporthússins, en Munk- arnir eru alls ekki hættir eins og svo margir virðast halda. Það verður sem sagt líf og fjör í miðbæn- um í dag. þessir eru liður í hring- ferð um landið á vegum Hjálparstofnunar kirkj- unnar og verður starf- semi hennar kynnt. Þá verður einnig kynnt starf- semi útgáfunnar Skál- holts en það er útgáfufyr- irtæki kirkjunnar og gef- ur meðal annars út mál- gagn hennar Víðförla. Gunnar Kvaran hefur gefið Hjálparstofnun kirkjunnar hljómplötu sem seld er til ágóða fyrir stofnunina. Hjálparstofnun kirkj- unnar er fyrirtæki sem á sinn sess í vitund þjóðar- innar og gefst hér gullið tækifæri til að fræðast betur um hana. Þessi kvöldstund í Ak- ureyrarkirkju er fyrir bæði prestaköllin í bænum, Akureyrar- og Glerárprestakall. Á föstudagskvöld 24. júní verður flutt sama efnisskrá í Miðgarða- kirkju í Grímsey. Laug- ardag 25. í Dalvíkur- kirkju, 27. í Siglufjarð- arkirkju, 28. í Sauðár- krókskirkju og 29. í Hvammstangakirkju. Fólk er kvatt til þátt- töku í þessum samverum, kynnast starfsemi þessara fyrirtækja og hlýða á sellóleik Gunnars Kvaran. Öku- leikni Bindindisfélag öku- manna og DV gangast á sunnudag fyrir keppni í ökuleikni við Oddeyrar- skóla og hefst keppnin kl. 14.00. 1 ökuleikninni verður keppt í fólksbílaflokki og skellinöðruflokki og í flokkum karla og kvenna. Keppnisgjald er 150 krónur en sigurvegar- arnir komast áfram í úr- slitakeppnina sem haldin verður í Reykjavík og þeir sem bera sigur úr býtum þar taka þátt í norrænni ökuleikni- keppni fyrir íslands hönd. Verður sú keppni haldin síðar á þessu ári á erlendri grund. Þess má geta að aðeins þeir sem eru á aldrinum 18-25 ára koma til greina í úrslita- keppnina en að öðru leyti geta allir verið með svo framarlega sem þeir hafi ökuleyfi og skoðunarhæf- an bíl. Þátttaka tilkynnist í síma 22722 eða á skrif- stofu Æskulýðsráðs. Knatt- spyma íslandsmeistarar Víkings sem verma nú botnsætið í 1. deildinni verða mót- herjar Þórs á Akureyr- arvelli kl. 20 í kvöld. Þórsarar ættu að hafa góða möguleika í þessum leik gegn meisturunum sem hafa virkað allt ann- að en sannfærandi það sem af er sumri. Þór átti prýðisleik gegn Val fyrr í vikunni og ætti jafngóður leikur þeirra í kvöld að nægja til sigurs. A Húsavík leika Völs- ungar gegn Fylki í kvöld og hefst sú viðureign kl. 20. - KA-menn halda suður og leika gegn Fram á morgun í Laugardaln- um og kl. 14 á morgun verða Einherjar frá Vopnafirði gestir KS á Siglufirði. Gamlar myndir Hér í Helgar-Degi munu á næstunni birtast myndir úr ljósmyndaplötusafni Hallgríms Einarssonar og sona hans sem nú er unnið að „copyeringu" á. Allar þessar myndir eru ónafngreindar í safninu og viljum við heita á Akureyringa og aðra þá sem telja sig þekkja myndirnar að klippa þær úr blaðinu og senda, ásamt nöfnum, til Pedromyndir, Hafnarstræti 98, eða láta frá sér heyra með öðrum hætti. Þá viljum við benda á að „album“ með myndum úr safninu liggur frammi í Amtsbókasafninu hér í bæ. Væri vel þegið ef bæjarbúar, einkum þeir eldri, vildu líta þar inn og sjá hvort þeir þekkja þessar myndir og ef svo væri að skrifa nöfnin í „blokkir" sem þar munu einnig verða. Minjasafnið á Akureyri. Myndin er af: Iðnfyrirtæki á Norðvesturlandi Starfsgrundvöllur fyrir trésmiði, skipasmiði, járnsmiði og vélsmiði. (búöarhúsnæði fyrir hendi. Tækifæri fyrir 2-4 dug- lega iönaðarmenn. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að hafa samband við okkur sem allra fyrst. MSTEIGNA& U SKIPftSALA NORÐURLANDS O Pétur Jósefsson sími 24485 og 25566. Utvegsmenn Norðurlandi! Útvegsmannafélag Noröurlands boðar til fundar miðvikudaginn 29. júní nk. að Hótel KEA kl. 15.00. Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, og formaður LÍÚ, Kristján Ragnarsson, koma á fundinn. Stjórnin. Aðajfundur Leikfélags Öngulsstaðahrepps verður haldinn í Freyvangi sunnudaginn 26. júní kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Iðjufélagar! Orlofsferð Iðju 1983. Farið verður til Vestfjarða 14.-20. júlí. Verð kr. 3.800. Þátttaka tilkynnist fyrir 1. júlí til skrifstofu Iðju sími 23621. Ferðanefnd. GUNNAR GUÐNASON, frá Bringu, sem lést 19. júní, verður jarðsunginn frá Munkaþverá þriðju- daginn 28. júní kl. 13.30. Sigrí&ur Valdimarsdóttir, börn og tengdabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÓSANT SIGURÐSSON, Dvalarheimilinu Hlfð, andaðist 21. júní sl. að Hjúkrunarheimilinu Seli 1. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 1.30 e.h. Blóm afþökkuð en þeim sem hug hefðu á að minnast hans er bent á Dvalarheimilið Hllð. Sveinbjörg Rósantsdóttir, Sigursveinn Fri&riksson, Grétar Rósantsson, Dfsa Sigfúsdóttir og barnabörn. 24júní 1983 -r DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.