Dagur - 13.07.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 13.07.1983, Blaðsíða 2
 Hefurðu ferðast mikið um ísland? Björg Friðriksdóttir: - Já, ég hef gert það. Ég hef farið á Vestfirði og um Aust- urland. Ég ferðast á hverju ári. \ HH Olga Albertsdóttir: - Svolítið, ég hef farið hring- veginn og er að fara til Vest- mannaeyja. M Gréta Ágústsdóttir: - Já, það má segja það. Ég hef farið á Vestfirði þrætt Austfirði og Norðurland en ég eftir að skoða Snæfellsnes þó ég hafi komið þar. Sveinn Jóhannesson: - Nei, ég er reyndar að fara í mína fyrstu ferð á næstunni. Ég ætla yfir Kjöl, síðan til Vestmannaeyja og þaðan Austfirði til baka heim. Sigríður Vilhjálms: - Ég hef nú ekki gert það, ég fer kannski eina viku á ári. I sumar fer ég í sumarhús í Borgarfirði. Maðurinn er fæddur og uppal- inn á Sauðárkróki. Hann átti þar góða æsku að eigin sögn; dundaði sér við prakkarastrik eins og flestir góðir krakkar. Jú, hann fór að læra eins og aðrir, gekk í barnaskóla, gagnfræðaskóla og síðan fór hann í Samvinnuskólann á Bifröst. Jón Edvald Friðriks- son heitir hann og er bæjar- stjóri í Óiafsfirði. - Sú spurning vaknar, ef menn segjast hafa gengið í Samvinnu- skólann; ertu framsóknarmaður? Jón svarar: „Já, ég er það, al- veg gallharður, og ekkert að leyna því. Hins vegar er lítið líf í pólitíkinni hér í Ólafsfirði. Kannski af því menn vinna svo mikið, að lítið tóm gefst til póli- tískra hugleiðinga." - Frá hinu pólitíska; hvað gerðir þú eftir Samvinnuskólann? „Þá fór ég heim á Sauðárkrók og fór að vinna sem skrifstofu- stjóri hjá Vegagerð ríkisins, og var ég þar fram í árslok 1974. Þá réði ég mig til Vopnafjarðar, sem fulltrúa kaupfélagsstjóra.“ - Hvernig tóku Vopnfirðingar á móti ungum manni frá Sauð- árkróki til að verða fulltrúi kaup- félagsstjóra ? „Þeir tóku mjög vel á móti mér og ég kunni mjög vel við mig þann tíma sem ég var á Vopna- firði. Þar var ég fram til ársins 1976, að ég flutti aftur heim til Sauðárkróks og vann þar sem bæjarritari fram til 1978.“ - Hefur pólitískur áhugi þinn aldrei rekið þig út í framboð og allt sem því fylgir.“ „Jú blessaður,“ segir bæjar- stjóri á Ólafsfirði Jón E. Friðriks- son. „Ég álpaðist eitt sinn út í framboð og þá að sjálfsögðu fyrir Framsóknarflokkinn. Þetta var í bæjarstjórnarkosningunum á Sauðáricróki 1978. Ég var 4. maður á lista hjá flokknum. Það var mjög skemmtileg reynsla að fara út í þetta og það eru ótrúleg- ustu hlutir sem koma til kasta þeirra manna sem eru í pólitík- inni.“ - Hver var svo árangurinn í kosningunum? „Hann var kannski ekki svo slæmur þegar á allt er litið. Ég komst að vísu ekki inn í bæjar- stjórn, en þrátt fyrir það var árangurinn ekki svo slakur, því það vantaði ekki nema féin at- kvæði til að ég kæmist inn.“ - Hefði þig langað í bæjar- stjórnina? „Ég er ekki svo viss um það núna, þegar maður fer að skoða þetta svona eftir á. En að vísu var að því stefnt, svo maður hefði að sjálfsögðu hellt sér út í þetta ef kosningarnar hefðu farið á annan veg.“ - En nú komst þú ekki í bæjarstjórn á Sauðárkróki, hvað gerðir þú þá í pólitíkinni? „Ég sneri mér frá henni að sinni og fór austur í Mývatns- sveit, þar sem ég var sveitarstjóri frá því eftir kosningar 1978. Það var verulega góður tími. í Mý- vatnssveit er mjög gott að búa og fólkið sem þar býr er gott fólk, reyndar eins og flest það fólk sem ég hef haft saman við að sælda í störfum mínum víða um land. En sem sagt, í Mývatnssveit er mikið menningarlíf og þar er gott að vera.“ - Úr því það var svo gott að vera í Mývatnssveitinni; hvers vegna fórstu þá þaðan? „Ég sá þessa stöðu auglýsta og sótti um. Ég var ekkert viss um að ég fengi starfið. En þær vonir sem ég gerði mér um starfið hér í Ólafsfirði voru nær því sem ég þekkti frá starfinu heima á Sauð- árkróki. Mig langaði frekar að vinna slík störf. En ég sakna þess að vissu leyti að vera ekki lengur í Mývatnssveitinni." - Hvernig hefur þér svo líkað hér í Ólafsfirði? „Mér og mínum hefur líkað mjög vel hér í Ólafsfirði. Þetta hefur verið skemmtilegur tími. En segja má, að uppbyggingin hefði mátt verða örari. í Ólafs- firði eru samgöngur stór hluti af lífinu, eins og á öðrum sambæri- legum stöðum. Og lélegar sam- göngur eru dragbítur á uppbygg- ingu þessara staða.“ - Hvað er þá til ráða? „Ætli það sé ekki búið að tala nóg um það. En líklega eru jarð- göng eini raunhæfi kosturinn.“ - Frá jarðgöngunum að sjálf- um þér; ertu fjölskyldumaður? „Já, ég er fjölskyldumaður, konan mín er Linda Nína Har- aldsdóttir og við eigum tvö börn.“ - Hvað um framtíðina; ætlar þú og þitt fólk að setjast að í Ól- afsfirði? „Það er nú ekki meiningin. Þrátt fyrir að okkur hafi liðið vel hér, þá erum við nú á förum fljót- lega, því ég hef sagt starfi mínu lausu. Fjölskyldan hefur sett stefnuna á heimabæinn aftur, Sauðárkrók, og þar ætla ég að fara að vinna við fyrirtæki föður míns á staðnum.“ - Nú hefur þú farið víða á ekki lengri tíma og unnið við opinber embættisstörf. Af hverju ferðu svona oft á milli staða? „Já, ég hef farið víða, en ætli það sé ekki vegna þess að þetta er í blóðinu. Ég vil ekki vera of lengi á hverjum stað. Þrátt fyrir að ég hafi verið á þetta mörgum stöðum er þessi embættisvinna svipuð frá hverjum stað til annars. Það er því tími til kom- inn að söðla um og vinna hjá öðr- um en hinu opinbera," sagði hinn ungi og hressi bæjarstjóri í Ólafs- firði, Jón E. Friðriksson, í lok samtalsins. Dynheimar: Hættir Helgi? - Já, segir Gunnar Jónsson, formaður æskulýsráðs - „Unglingur utan úr bæ“ skrifar: Mér hefur borist það til eyrna að Helgi Már Barðason hafi sagt upp störfum hjá félagsmiðstöð- inni í Dynheimum. í framhaldi af því er mér spurn: Verður staðan auglýst laus til umsóknar? Verð- ur starfssvið þess sem ráðinn verður það sama og nú er? Hver verður framtíð Dynheima? Geta unglingar hér í bæ haft einhver áhrif á hver tekur við stöðunni. Ég vona að ég sé svara verð. Eða er þetta ekki félagsmiðstöð OKKAR. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. SVAR: Dagur leitaði upplýsinga hjá Gunnari Jónssyni, formanni æskulýðsráðs. Hann sagði það rétt að Helgi Már Barðason hefði sagt upp störfum. Hann hættir 1. september. Ekki hefur verið ákveðið hvort staðan verði aug- lýst. Hér er um hálft starf að ræða en upphaflega var Helgi ráðinn í fullt starf. Hann óskaði síðan eftir að minnka við sig. Þá var Steindór G. Steindórsson ráðinn. - Með nýjum mönnum koma nýjar hugmyndir, sagði Gunnar um framtíð hússins. Hann sagði líkindi til að neðri hæðin yrði opnuð, þó fjárveitingar séu ekki handbærar til að innrétta hana. En það yrði reynt að mála þar veggi til að gera hæðina vistlegri, þannig að hægt yrði að nýta hana til einhvers. Gunnar útilokaði ekki spilakassa. „Ég á ekki von á að unglingar geti haft áhrif á hvern bæjarstjórn ræður í þessa stöðu, frekar en aðrir bæjarbúar, að undanskildum þeim sem í bæjarstjórn sitja,“ svaraði Gunn- ar síðustu spurningunni. Hann bætti því við að auðvitað gætu unglingarnir látið vilja sinn í ljósi með ýmsu móti en bein áhrif gætu þeir ekki haft. 2 — DAGUR - 13; júlí; 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.