Dagur - 13.07.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 13.07.1983, Blaðsíða 3
Hvolpar fundust á vergangi - Vildi eigandinn losna við þá á einfaldan hátt? Þessir fallegu hvolpar sem hún Anna Olafsdóttir er að leika við eru í vörslu Jóns Björnssonar, meindýraeyðis bæjarins. Hann fékk þá frá lögreglunni sem fékk til- kynningu um að þeir væru einir í reiðileysi að vappa um golfvöllinn. Ekki voru þeir þó í golfhugleiðingum heldur virtist sem þeir hefðu verið skildir eftir þar og þá í þeim tilgangi að losna við þá. Eflaust mun mörgum dýravin- inum þykja það hart en það sem á fyrir þessum fallegu hvolpum að liggja er að verða svæfðir fyrir fullt og allt. Að sögn Jóns Björnssonar er það of algengt að svokallaðir dýravinir geri annað eins og að losa sig við dýrin á þennan hátt. Hafði hann sögu að segja sem var af manni sem ætlaði að losa sig við hvolpa, hann fór niður á bryggju með dýrin og strigapoka og henti pokanum í sjóinn. Manngarminum hafði láðst að binda stein við pokann svo hann sykki og flaut hann því um stund þar til óviðkomandi maður átti leið þar um og bjargaði hvolpun- um. Sagði Jón að margar slíkar sög- ur hefði hann heyrt og væri því gott ef fólk sem hefur slíka með- ferð á skepnum á samviskunni hugsaði örlítið um gildi orðsins dýravinur er það færi út í að fara illa með skepnur. Jón sagði að þessir fallegu hvolpar yrðu svæfðir ef enginn gæfi sig fram sem eigandi eða að einhver vildi taka þá að sér. Hvolparnir eru í vörslu í Gróðr- arstöðinni. Hvolparnir í góðum félagsskap. Gífurlegt úrval af léttum sumarfatnaði í Herradeild Allt það nýjasta í sumartískunni. Sumarstakkar, stutterma skyrtur, bolir, stuttbuxur, kakhibuxur, gallabuxur og gallajakkar. Spariföt og vinnuföt. Glæsilegt úrval af jakkafötum, stökum buxum og jökkum. . . . og í kjallaranum Hrísalundi 5. Salan á Combiflex raðsettunum vex stöðugt. Ódýr, falleg, hentug og níðsterk raðhúsgögn með óteljandi möguleikum í uppröðun. Fínir greiðsluskilmálar. Bjóðum einnig hina frábæru, íslensku framleiðslu frá Selko og Sóló stálhúsgögnum. Selko fataskáparnir eru hannaðir með miklum möguleikum í uppsetningu. Falleg og sérlega vel hönnuð íslensk framleiðsla. Sóló stálhúsgögnin eru framleidd í mörgum gerðum sem henta í minni eða stærri eldhús. Munið greiðsluskilmálana. . . . að skjótast í útilegu út í garð eða eitthvað lengra Eigum fyrír þig allt í garðinn Sólbekkir, sólstólar með gírum, tjaldborð og stólar í setti og sóltjöld (hæð 140 cm). Garðáhöld, sláttuvélar og slöngur. . . . og ef halda á lengra Allur viðlegubúnaður af bestu gerð, þar á meðal nýkomnar tjalddýnur. Sportvörudeild - Járn- og glervörudeild. Á að grilla Við eigum kolin og olíuna. Kjallarinn Hrísalundi 5. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96) 21400 13. júlí 1983^'DAGUR-.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.