Dagur - 13.07.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 13.07.1983, Blaðsíða 5
Það var lítið að gera þessa stundina. „Þorskhausar eru herramannsmatur“ „Þetta er bara sumarvinna því við erum í skóla á vet- urna og þurfum þá að fara burt af staðnum; aðallega til Akureyrar og Dalvíkur, en komum hingað strax og skól- inn er búinn til að vinna í þessu fyrirtæki, sem er fjöl- skyldufyrirtæki. Pabbar okkar eiga það“ Það eru eldhressir krakkar á Ár- skógssandi, sem voru við vinnu í fiskverkun hjá fyrirtækinu G. Ben. sf. á staðnum, sem hafa orðið. Pau höfðu lítið að ger.a er blaðamaður leit við hjá þeim, því það gekk hægt við að pakka þorskhausunum sem krakkarnir síðan saumuðu utan um. „Þetta gengur rólega núna sem stendur en yfirleitt er alveg nóg að gera,“ sagði ung stúlka, Áslaug, sem vann við saumana. En er blaðamaður var að spjalla við þau utan við húsið kom einn pakki tilbúinn úr vél- inni. Þá ruku þau til að sauma og voru ekki lengi að. Enda orðin vön, og þeim fórst þetta vel úr hendi. Hvert eiga þessir hertu þorsk- hausar að fara? „Þeir fara til Nigeríu þar þykir þetta fínn matur.“ - Borðið þið herta þorsk- hausa? „Já mikið, þetta er alveg æðis- lega gott, alveg eins og góður harðfiskur.“ Enda virtust krakk- arnir ekki fúlsa við hausunum. Þau borðuðu vel af þeim, og sögðu þá vera herramannsmat. Krökkunum fannst fínt að vinna í fiski og að pakka hausum þótti þeim það langskemmtileg- ast, sem þau gerðu í sambandi við fiskvinnu. Þau voru líka ánægð með kaupið, sögðust hafa um það bil 14-16000 krónur á mánuði í fiskivinnunni. Sammála voru þau líka um að það væri mjög gott að eiga heima á Árskógssandi og með það kvaddi blaðamaður þessa hressu, skemmtilegu krakka í sumar- vinnu í fiski. Þær voru fljótar að sauma utan um pakkana. Liúfar sumamætur J í Sjallanum Fimmtudag Feikna fjör, diskó frá kl. 9-1 syngu föstudags- og laugardagskvöld: Söngur, leikur grín og gleði. Miðaverð fyrir matargesti kr. 300. Miðaverð fyrir aðra en matargesti kr. 350. Matseðill fyrir föstudags- og laugardagskvöld: Blaðlaukssúpa Tyrkneskt lamb á teini með karrýhrísgrjónum, rjómasoðnum jarðeplum, fylltum tómötum, spönskum pipar, estragonsósu og fersku appelsínusalati. Verð aðeins kr. 350. Sunnudan ,n9'mar Eydal og félagar sjá um fjörið eins og uuay þeim einum er lagið. Síðasta sunnudag var uppselt. Namm namm í Mánasal Komið og njótið góðra veitinga. Nýkomið= Norsku úrvals viðarkolin og íslenska grillolían. Opið á laugardögum frá kl. 10-12. lllEyfjörð W^ Hjalteyrargötu 4, Hjalteyrargötu - sími25222 Bændur Eigum til afgreiðslu strax heyþyrlur sláttuþyrlur Véladeild KEA Óseyri 2 - símar 21400 og 22997. Vörubílstjórar Eigum fyrirliggjandi Firestone 1100 x 20 dekk á mjög góðu verði. Einnig; Camac fram- og afturmunstur Kald- og heitsóluð dekk. Greiðsluskilmálar. Bílaþjónustan pið kvöld og helgar. Tryggvabraut 14 - símar 21715 og 23515. 13júlí 1983-DAGUR-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.