Dagur - 13.07.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 13.07.1983, Blaðsíða 6
 Ekki fyrir löngu urðu Akui- eyringar alveg fram úr hófi montnir yfir að þeir áttu göngugötu. Farnir að nálgast hásívílíseraðar þjóðir - ekki satt? En hvað svo? Jújú, við héldum áfram að versla við Hafnarstrætið en urðu ein- hverjar breytingar? Varla. Áður stikuðum við götuna í kapp við bílana en nú í kappi við hvert annað. Flestir með andlitið oní bringu, djúpt í eig- in þönkum og varðar ekkert um aðra, hvað þá að nokkrum detti í hug að staðnæmast til þess eins að skoða mannlífið. Það er einna helst að þeir sem vinna við að virða fyrir sér fólk og velta því fyrir sér - eins og til dæmis auðnuleysingjar á borð vð blaðaljósmyndara - hægi á sér og líti í kringum sig. Hér á síðunni getur að líta fáein sýnishorn af því sem fyrir augu bar í Hafnarstrætinu einn föstudagseftirmiðdag. Þetta var að því leyti óvenjulegur dagur að heil hljómsveit hélt tónleika í göngugötunni. Þar voru komnir góðir gestir frá Vesterás í Svíþjóð, Arosblás- Arosblásarna spila fyrir stórhrifna i „Ef þú smælar framan í heiminn“ arna, en félagar í þeirri hljóm- sveit eru allir þroskaheftir. Þeir náðu upp góðri stemmn- ingu með léttri tónlist sinni, jafnvel svo að áhyggjuþjakaðir Akureyringar voru farnir að dilla sér í takt. Og það birti yfir. Ef það er eitthvað sem við höfum uppgötvað þennan skemmtilega föstudagseftir- miðdag þá er það það sem meistari Megas kvað: „Ef þú smælar framaní heiminn, þá smælar heimurinn framaní Þig-“ „Pabbi minn er slco miklu sterkari en pabbi þinn .. .“ Spilum saman. „Nehei, og vertu ekkert að derra þig!“ „Heyrðu . . ég sé ekki baun.“ „Töffarastælamir strákum . . .“ alltaf í þessum Myndir: KGA. Unglingavandamál? - Allt niður í 12 ára unglingar drukknir á almannafæri í Úlafsfirði, að sögn Björns Þórs „Við höfum töluverðar áhyggjur af þessu máli. Þetta er kannski ekki óvenjulega mikið en okkur finnst það hafa aukist undanfarið að unglingar séu ölvaðir á al- mannafæri og þá aðallega á föstudags- og laugardags- kvöldum,“ sagði Björn Þór Ólafsson, bæjarfulltrúi og formaður áfengisvarnar- nefndar Ólafsfjarðar, í sam- tali við Dag. Þessi mál komu upp á sameiginlegum fundi bæjarstjórnarinnar og áfeng- isvarnarnefndarinnar fyrir stuttu. Á þeim fundi ræddi Björn Þór um að áberandi hafí verið ölvun unglinga á almannafæri, unglinga sem ekki ættu að hafa aðgang að áfengi. „Við höfum gert ákveðið átak til að sporna gegn þessu,“ sagði Björn. „Við höfum fengið í lið með okkur atvinnurekendur á staðnum. Felst það samstarf í því að við hengjum upp aðvörun til starfsfólks á vinnustöðum um að kaupa ekki áfengi fyrir ung- linga. En eins og allir vita kemur mikill fjöldi unglinga út á vinnu- markaðinn á þessum tíma og hef- ur meira samneyti við fullorðið fólk. Við álítum að pottur sé víða brotinn og fullorðið fólk kaupi vín fyrir unglingana. En það er ekki bundið við þennan stað, Bjöm Þór Ölafsson heldur gæti verið um aðila á fleiri stöðum að ræða sem kaupa vínið. Við höfum einnig áhyggjur af því hvað aldurinn færist stöðugt neðar og neðar. Hér höfum við séð unglinga niður í 12 ára aldur drukkna á almannafæri. En sjálf- sagt er þetta ekkert verra en gengur og gerist þar sem ungling- ar vinna mikið og hafa mikla pen- inga milli handanna," sagði Björn. - Getur þetta stafað af því að of lítið er fyrir unglinga að gera í frítímum? „Okur finnst að ekki sé of lítið fyrir unglinga að gera í frístund- um. íþróttahreyfingin hér er töluvert öflug. Hér stundum við knattspyrnu á sumrin og frjálsar íþróttir. Við höfum verið með þjálfara á fullum launum í þrjú sumur þannig að krakkar geta sótt íþróttir. Svo eru reknir hér tveir leiktækjasalir. Annar er rekinn af félagsheimilinu en hinn er rekinn af einkaaðila.“ - Nú hefur slíkur rekstur verið umdeildur á Akureyri. Hvaða augum lítið þið á svoleiðis? „Ég held að við séum ekki mjög hrifnir af slíku en ég hef nú kannað þetta lítillega í gegnum mína kennslu í félagsfræði við gagnfræðaskólann. Ég hefkomist að því að tíðarandinn virðist vera þannig að það sé mest gaman að leika sér í elektróniskum kössum,“ sagði Björn Þór Ólafs- son í lok samtalsins. 6 — DAGUR - 13. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.