Dagur - 29.07.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 29.07.1983, Blaðsíða 11
Hvað er að gerast? Egó á Laugahátíð Það verða Bubbi Morth- ens og Einar Örn sem verða aðalmenn á Lauga- hátíð í ár. Egó með Bubba í broddi fylkingar verður aðal númerið á hátíðinni en síðan verða hljómleikar með Egó og ISS í hljómleikahöll þeirra Laugabúa. Sumargleðin kemur við með Magga og alla hina raftana í banastuði, enda nýsloppnir úr slagveðrinu fyrir sunnan. Auk þess sem sumargleðin kætir geð guma og meyja á Laugahátíð þá verður flokkurinn með böll og glens og gaman í Skúla- garði og Skjólbrekku í Mývatnssveit. Hestamannamót Skagfirðinga á Vindheimamelum Fjörið verðiir í Atlavík „í Hallo-ormssstaaaðar skóogi . . .“ er laglína sem vafalaust á eftir að heyrast oft á hinni eldfjör- ugu, síungu og bráð- smellnu hátíð í Atlavík um helgina. Pað getur enginn láð fólki þó það bregði sér í Víkina því að rjóminn af öllum rjóma (creme de la creme) íslenskrar dæg- urtónlistar verður þar í fyrirsvari í líki Stuð- manna, Þursaflokksins og Grýlanna. Margt annað verður auðvitað til skemmtunar því að heyrst hefur að ekki færri en sjö hljóm- sveitir frá Akureyri hygg- ist vinna hljómsveitar- keppnina frægu sem aust- urlenskar grúppur hafa einokað undanfarin ár. Nú og áskoranir hafa heyrst frá nýbökuðum stúdentum á Akureyri um að fjölmenna í Atla- vík og það verður því ör- ugglega margur Brekku- snigillinn og Þorparinn á hátíðinni. Flosi Ólafsson verður heiðursgestur og kynnir á þessari „bindindishá- tíð“ og ekki kæmi á óvart þó hann færi a.m.k. átta sinnum með minni kvenna á staðnum. Rútu- ferðir verða á hátíðina frá öllum heldri stöðum á Norðurlandi. Hestamót Skagfirðinga verður haldið um helgina á Vindheimamelum. Glæsileg verðlaun verða á mótinu og nema pen- ingaverðlaunin ein 85 þúsund krónum. Á kappreiðum mótsins verður keppt í 150 metra og 250 metra skeiði. 250 metra folahlaupi, 350 metra og 800 metra stökki og 300 metra brokki. Þá verður gæð- ingakeppni í A og B flokki og unglinga- keppni. Síðdegis á laugardag verður uppboð á ung- hrossum af þekktum ættum. Uppboðið er haldið á vegum Hags- munasamtaka hrossa- bænda. Öll aðstaða svo sem keppnis- og tjaldað- staða er mjög góð á Vindheimamelum og eru norðlenskir hestamenn hvattir til að mæta. Iþróttir um helgina Það verður ekki mikið mönnum um að vera í íþróttum um1 helgina en þetta verður samt sem áður ekki alveg íþróttalaus helgi. Jaðarsmótið í golfi hefst á morgun og stend- ur fram á sunnudag. Þetta er boðsmót og taka margir af bestu kylfing- um norðanlands þátt í mótinu og eins var von á einhverjum sunnan- I knattspyrnunni verða tveir leikir í 4. deild E í kvöld. Þá kljást nefnilega Vaskarar og Árroðar á KA-vellinum og Leiftur ogx Svarfdælir á Ólafs- firði. Annað er ekki að ger- ast í sportinu hér nyrðra enda allir að halda upp á verslunarmannahelgina. Jón Spæjó og IJllen dúllen í Sjallanum Menn þurfa ekki að bregða sér út úr bænum um helgina til að fá skemmtun við hæfi. Hinn eini og sanni Úllen dúllen flokkur verður nefnilega í Sjallanum alla helgina, frá laugardegi fram á mánudag. Úllen dúllen flokkinn skipa þeir Sigurður Sigur- jónsson, öðru nafni Elías, Randver Þorláks- son og Þórhallur Sigurðs- son, sem ýmist gengur undir nöfnunum Laddi eða Jón Spæjó. Þeim til aðstoðar verður hljóm- sveit Björgvins Halldórs- sonar, öðru nafni Sov- éska popplandsliðið, en þá sveit skipa auk Björgvins, Magnús Kjartansson, Hjörtur Howser, Haraldur Þor- steinsson og Smári Ei- ríksson. Að loknum sýningum Úllen dúllen halda Ingi- mar Eydal og félagar hans uppi fjörinu í Sjall- anum um helgina, að föstudagskvöldinu undanskyldu. Þá er Sumargleðin á ferð í Sjallanum og hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. Náttúrulækningafélag Akureyrar verður með veitingasölu á göngugöt- unni í Hafnarstræti föstu- daginn 5. ágúst n.k. 3-5 ef veður leyfir. Tilefni þessa er að fjögur ár eru liðin frá því að fýrsta skóflustungan var tekin að byggingu fél- agsins í Kjarnalandi. Stjórn N.L.F.A. 29. júli'1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.