Dagur - 15.08.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 15.08.1983, Blaðsíða 12
MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER 9 & HOGGDEYFAR í FLESTA 6ÍLA Sauðárkrókur: Leyfi fæst ekki til skel- fisk- veiða Hraðfrystihúsinu Skildi hf. á Sauðárkróki var synjað af hálfu Sjávarútvegsráðuneytisins um leyfl til skelfiskvinnslu á þeirri forsendu að aðeins eitt leyfi til slíkrar vinnslu væri veitt í Skagafirði. Það leyfi hefur ver- ið veitt og er nú í höndum einkaaðila á Hofsósi. Að sögn Árna Guðmundssonar framkvæmdastjóra hjá Skildi hf. er synjunin á þessum forsendum alveg furðuleg þar sem aðili sá sem leyfið hefur á Hofsósi mun ekki eiga kost á því að setja upp slíka vinnslu, a.m.k. ekki nú í ár og sjálfsagt ekki um árabil þar sem ekki væri um neitt húsnæði að ræða til að setja slíka vinnslu í á Hofsósi. Eins væru engir bátar til þar af þeirri stærð sem gætu ann- ast veiðarnar svo annað hvort þyrfti að kaupa eða leigja báta til þcirra. „Við höfum aftur á móti báta sem hentugir væru til slíkra veiða og eru einmitt verkefnalausir á þeim tíma sem skelfiskvertíðin stendur yfir,“ sagði Árni. „Við hjá Skildi hf. höfum vélar í sigti sem við ætluðum að setja upp í haust og byrja þá strax vinnsluna í samvinnu við mann frá Vest- fjörðum sem vanur er slíkri vinnslu, en það er nú ljóst að af því verður ekki.“ Eins og fram hefur komið í Degi lönduðu bátar frá Skaga- strönd og Blönduósi í vor skelfiski hér á Sauðárkróki til vinnslu á Skagaströnd og finnst mönnum það furðulegt ef Sjávarútvegs- ráðuneytið ætlar að sniðganga Sauðárkrók og Sauðárkróksbúa hvað varðar möguleika til nýting- ar á hinum ágætu skelfiskmiðum og þeirri vinnu sem veiðarnar gætu skapað hér. „ Hún verður skammvinn norðanáttin hjá ykkur þarna fyrir norðan og ég reikna með því að strax á morgun verði komin suð-vestanátt fyrir norðan,“ sagði Magnús Jónsson, veðurfræðingur í morgun. „Það mun því birta til fyrir norðan og jafnframt mun hlýna og ég reikna með að þannig verði veðrið fyrir norðan næstu daga.“ Sýningar hjá Sirkus Arena nutu mikilla vinsælda meðal Akureyringa. Ungir sem aldnir skemmtu sér hið besta yfir fiflalátum trúðanna og listilegum kúnst- um annarra listamanna. Meðal annarra var þessi dama sem lék sér að boltum, stórum sem smáum. Mynd: KGA Norrænt sam- starf við Blönduvirkjun - Norðurverk í samningaviðræðum við norskt fyrirtæki „Ég er bjartsýnn á þessar við- ræður, a.m.k. vonar maður það besta, því þetta er eini möguleikinn til þess að Norð- lendingar verði þátttakendur í framkvæmdum við Blöndu- virkjun,“ sagði Arni Árnason, stjórnarmaður í Norðurverki hf., í samtali við Dag. Árni hélt í gær til Noregs ásamt Gunnari Birgissyni, verkfræð- ingi, til viðræðna við norska verk- takafyrirtækið Astrup og Aubert um samstarf við tilboð í fram- kvæmdir við Blönduvirkjun. Áður voru Franz Árnason og Haukur Árnason farnir utan. f vetur fór fram nokkurs konar forútboð vegna framkvæmdanna við Blönduvirkjun. Þá kom í ljós að ekkert íslenskt verktakafyrir- tæki er í stakk búið til að bjóða í framkvæmdir við Blönduvirkjun, án samstarfs við erlent verktaka- fyrirtæki. Flest þau verktakafyrir- tæki syðra, sem koma til með að bjóða í framkvæmdirnar við Blöndu, eru þegar í slíku sam- starfi. Astrup & Aubert a.s. er með öflugri verktakafyrirtækjum í Noregi og stendur á gömlum merg, stofnað 1933. M.a. hefur fyrirtækið fengist mikið við jarð- gángnage'rð í Noregi og hefur yfir ao raöa öflugum verkfærum til slíkra hluta. Jarðgöng verða stór þáttur í virkjunarframkvæmdun- um við Blöndu. Við gerð þeirra gangna þarf sérbúnað, sem hugleitt hefur verið að nota við fleiri jarðgöng, t.d. um Ólafsfjarðar- múla. Erfið hey- skapartíð - rigningin tefur heyskap Norðanlands „Það er ekkert hörmungar- ástand hér, heyskapur er í full- um gangi þó aö heyskapartíð sé erfið. Maður man ekki svona vætusama sunnanátt,“ sagði Óli Halldórsson á Gunnars- stöðum í Þistilfirði þegar Dag- ur innti hann frétta af hey- skapnum. „Menn eru búnir að ná þó nokkru hér, einstaka maður er þegar búinn að ná helming heyja. Sprettan er ágæt á óskemmdri jörð en það er nokkuð um kalskemmdir.“ Óli vildi meina að þótt búskap- ur gæti verið erfiður þarna austurfrá í harðæri, þá væri hvergi betra að búa í góðæri en einmitt þar. í Öxarfirði hófst heyskapur fremur seint eins og víðast hvar á Norðurlandi. Rigningu fá menn í Öxarfirði í meira eða minna mæli á hverjum sólarhring og nokkuð er um skemmdir í túnum. „Það hefur ræst mikið úr hjá okkur, útlitið var ekki mjög gott fyrir hálfum mánuði, en núna gengur þetta sæmilega," sagði Stefán Skaftason á Nesi í Aðal- dal. „Það eru margir langt komnir og jafnvel eru dæmi um að menn séu búnir að heyja. Annars er ástandið ákaflega misjafnt hérna, á nokkrum bæjum var kal í túnum. Það varð töluvert tjón hér í sýslunni þegar við fengum hvassa suðvestanátt á okkur, það fauk töluvert af heyi.“ „Þetta hefur lítið gengið síð- ustu dagana,“ sagði Þórarinn Sólmundarson hjá Búnaðarsam- bandi Skagafjarðar um heyskap- inn hjá Skagfirðingum. „Það hafa verið feikna rigningar hér síðustu vikuna og maður fer að verða svartsýnn á framhaldið ef ekki rætist úr veðri.“ Þórarinn sagði að lítið hefði verið um kal í túnum og spretta verið mjög góð. „Hér náðust góð hey framundir 20. júlí en þá setti veðrið strik í reikning- inn. Það eru nokkuð margir búnir að ná um helming heyja og þeim gengur best sem hirða vothey. En það verður að segjast eins og er, að súgþurrkun er alls ekki nógu mikið notuð af bændum hér í Skagafirði," sagði Þórarinn Sól- mundarson. # „Jakinn“ skammar málgagnið Guðmundur „Jaki“ tók sér penna í hönd á dögunum og skrifaði grein í Þjóðviljann. í greininni veittist hann mjög að málgagni Allaballa fyrir það hvernig þeir hafa leikið Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra á undanförnum vikum. í upphafi greinar sinn- ar sagði Guðmundur m.a.: „Það hendir mig æ oftar, þeg- ar ég er búinn að Ifta yfir Þjóð- viljann á morgnana, að ég legg hann frá mér mæddur...“ - Það gera reyndar fleiri - . Síðan tekur „Jakinn“ blaða- menn Þjóðviljans heldur bet- ur á beinið og segir þeim meiningu sína á vinnubrögð- um þeirra á þann hátt að ekki fer á milli mála hvaða álit hann hefur á þeim. Fannst mörgum kominn t(mi til að þjóðvilja- menn fengju slíkan lestur því margt sem látið er birtast á síðum blaðsins um pólitíska andstæðinga þess er vægast sagt gróflega fram sett svo ekki sé meira sagt og á lítt skylt við pólitík. # Blaðamenn slá um sig. Fyrir helgina héldu (þrótta- fréttamenn á höfuborgar- svæðinu sitt árlega golfmót, og fór það fram með mikilli viðhöfn á Grafarholtsvelli. Mættu þar til leiks margir „af slökustu kylfingum landsins" eins og auglýst var í útvarp- inu, og fer litlum sögum af ár- angri þeirra. Blaðamenn í höf- uðstað Norðurlands hafa einnig sína golfkeppni, og mun hún fara fram með leynd (þessari viku. Mæta þar flestir slökustu kylfingar Norður- lands til keppni. Reyndar var tvísýnt hvort leyfi fengist til þess að halda keppnina á „Stóra-Bola“ á Akureyri vegna þess hversu miklar vallarskemmdir fylgja venju- lega þessari keppni, en þó hafðist það í gegn. Er mikill golfáhðgi meðal norðlenskra blaðamanna þótt ekki sé vitað um neinn úr þeirra hópi sem náð hefur tökum á þessari skemmtilegu íþrótt. • Sjúrður á lodnuveiðu Við sjáum ekki betur en Fær- eyingar séu að veiða loðnu á fullum krafti ef marka má þessa frétt sem birtist í fær- eyska blaðinu Dimmalætting fyrir skömmu: - „Sjúrður Tol- laksson" sum fyrr í summar kom aftur úr Senegal skal nú á fyrsta túrin síðani heimkom- una. í gjár tá vit tosaðu við Götu lá hann víð bryggju og tók eina nót umborð. Skipið skuldi síðani fara eystureftir á lodnuveiðu. Lodnuveiðan kemur at vara nakað, og ( heyst verður möguleiki at fara á makrelveiðu. Makrelveiðan kann sfðani vara til um árs- skiftið, men so vita vit einki meir, sigur Eivind Hansen reiðari.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.