Dagur - 17.08.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 17.08.1983, Blaðsíða 6
 Fjórða árið sem það kemur til Akureyrar Maksini Gurkii er skip. Skemmtiferðaskip. Það var smíðað í Þyskalandi. Fljót- lands - og þaöan var það lcigt til Þýskalands. Áhöfnin er rússnesk -yfirgnæfandi meiri- hiuti farþega þýskur. Maksim Gorkii kom hingað til Akureyrar í síðustu viku. Var það fjórða og jafnframt síðasta ferð skipsins hingað í sumar, en það hefur komið við á Pollinum nú fjögur ár í röð. „Skipið hét áður Hamborg, og var gert út þaðan. Það var smíðað 1969,1974 keyptu Rússar það, og það er gert út af Black Sea Company sem leigir það síð- an út til Neckermann fyrirtækis- ins í Þýskalandi," sagöi Böövar Valgeírsson, forstjóri ferða- skrifstofunnar Atlantik, sem sér um komu skipsins hingað til lands en Fcrðaskriístofa Akur- eyrar sci’ um komu skipsins hingaö tii Akureyrar í samvinnu við Atlantik. Skipið fer eina hnattferð á ári, og sfðan fer það í vissar ferðir um heiminn. í þessari ferð, eíns og reyndar tangflestum ferðum skipsins, var meirihluti farþega miðaldra Þjóðverjar - en skv. upplýsingum Böðvars kostar nítján daga ferð með skipinu um 4.000 mörk, sem eru u.þ.b. 40.000 kr. íslenskar. 1 þvt er allt innifalið - svo sem matur, sem ekki er af verri endanum, og öll þjónusta um borð. Ferð skipsins nú hófst í Þýska- landi, þaðan var farið til Skotlands, síðan til Færeyja, Reykjavíkur, Akureyrar. Áfram er haidið til Svalbarða, Hammerfest í Noregi, þaöan til Geirangursfjarðar loks til Brcmerhaven. Farþegar í þessari ferð voru 690, en í alh rúmar skipið um 700 farþega, þannig að mjög var nálægt því að vera uppselt nú. 403 eru í áhöfn skipsins. Þegar Dags-menn lögðu leið sfna um borð í skipið þar sem það lá á Poilinum var mikið af farþegum í landi - annaðhvort í búðaleiðangri i bænum, eða í rútuferð austur í Mývatnssveit, en þær eru mjög vinsælar, að sögn Gísla Jónssonar, forstjóra Ferðaskrifstofu Akureyrar. Skipið kemur hingað að morgni og fer aftur að kvöldi. Flest skipin koma við á Húsavík þar sem rútuferðalangarnir eru teknir um borð, en svo var að vísu ekki um Maksim Gorkii. Þeir komu til baka til Akureyrar og fóru hér um borð (skipið. Maksim Gorkii á Pollinum. Leiðangursstjóri að koma til „Fyrir einu ári gerðum við könnun um borð og spurðum fólk að því í hvaða ferð það vildi helst af öllu fara. Yfir- gnæfandi meirihluti farþeg- anna kaus að fara í Norður- landaferðina, þ.e. til íslands, Svalbarða og í Noregsfirðina, eða 680 af 690 farþegum,“ sagði Winfried Prinz, leiðang- ursstjóri, í Maksim Gorkii, er Dagur spjallaði við hann um borð í skipinu í síðustu viku. Hljómsveit skipsins lék á hverju kvöldi og trommuleikarinn hafði í frammi ýmsa tilburði. Ein af fjölmörgum setustofum um borð. Þessar þýsku vinkonur voru að hvfla sig eftir ferð til Mývatns. Prinz þessi er á besta aldri, ekki nema rétt rúmlega þrítugur. Hann hefur þó ferðast ansi mikið um heiminn. „Ég hef komið til 120 landa,“ sagði hann. „Mér finnst mjög áhugavert að koma til íslands, bæði til Reykjavíkur og Akureyrar. Þá hef ég komið til Stykkishólms og fannst það einnig gaman. Ég skoðaði auðvitað Gullfoss og Geysi og fannst mikið til þeirra koma. Hér fyrir norðan fór ég í skoðunarferð til Mývatns og skoðaði Goðafoss í leiðinni. Hér er óskaplega fallegt.“ Þá sagðist hann hafa flogið til Vestamannaeyja og yfir Surtsey. „Það fannst mér stórkostlegt - það sem ég sá þar er alveg einstakt í heiminum.“ Prinz hefur einnig komið í Grímsey og hreifst hann af því sem hann sá þar. „Síðar talaði ég við Reykvíkinga sem ekki höfðu komið til Grímseyjar. Það fannst mér skrýtið! Þangað hélt ég að all- ir íslendingar hefðu komið. Þeir ættu a.m.k. að gera það.“ Hann hefur verið leiðangurs- stjóri á Maksim Gorkii á hverju ári síðan 1976, að árinu ’77 undanskildu, en þá sigldi hann með þýskum hóp til Antarktíku World Discoverer. „Það var stör- kostlegt að koma til Antarktíku. Hreint undursamlegt. Hún minnti mig á Grænland og Svalbarða, hún er bara helmingi stærri. Ant- arktíka er áhrifamesta landið sem ég hef komið til og ég er einnig virkilega hrifinn af Perú.“ Eins og á þessu sést er hann víð- förull og þess má geta að auk þýskunnar talar hann ensku, 6 - DAGUR - 17. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.