Dagur - 17.08.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 17.08.1983, Blaðsíða 8
’Stígvél’ á alla fjölskylduna Barnastígvél verð frá kr. 250,- Stígvél á fullorðna %'\\t Regnfatnaður og pollaföt barna frá 66°M. Lokað næsta laugardag. lllEvfiörð Hjalteyrarnötu 4, sími 25. Akureyrar: Tíunda árið sem atvinnuleikhús Sláturfjárloforö Þeir sauðfjáreigendur á félagssvæði Akureyrar- deildar KEA sem ætla að láta fé til slátrunar í slát- urhús KEA, Akureyri í haust þurfa að tilkynna það í síma 22522 fyrir 21. þ.m. F.h. Akureyrardeildar KEA Þóroddur Jóhannsson. Popp-maís frá Flóru í þremur stærðum. Mjög vinsæll Kiörbúðir Vetrarstarf Leikfélags Akureyrar hófst þann 9. ágúst s.l. Leikfélag- ið, sem starfað hefur óslitið síðan 1917, heldur nú upp á tíunda starfsár sitt sem atvinnuleikhús. Fyrsta verkefnið verður það viða- mesta í sögu félagsins. Er það söngleikurinn My Fair Lady, sem Lerner og Loewe gerðu eftir leikriti Bernards Shaw, Pygma- lion. My Fair Lady var frumsýnt á Broadway í New York 1956 og hefur síðan verið á fjölunum um heim allan. Hlutur af þeirri sigur- för var sýning Pjóðleikhússins 1962 og kvikmyndin 1964. Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stjóri vinnur nú ötullega að sýn- ingunni fyrir norðan, en frumsýn- ing er áætluð þann 14. október. Auk fjölda leikara syngja félagar úr Passíukórnum í My Fair Lady og hljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri sér um undirleik á sýn- ingum, en það er Roar Kvam, sem æfir og stjórnar öllum tónlist- arflutningi sýningarinnar. Jón Þórisson hannar leikmynd, Una Collins búninga og Viðar Garð- arsson lýsingu. Titilhlutverkið í My Fair Lady, Elísu, leikur Ragnheiður Stein- dórsdóttir. Ragnheiður mun einnig leika Steinunni í Galdra- Lofti eftir Jóhann Sigurjónsson, sem frumsýndur verður hjá L.A. um jólin, en síðan heldur hún til starfa sem fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið. Arnar Jónsson, leikari, verður einnig fenginn að láni frá Þjóðleik- húsinu til að túlka Higgins próf- essor í málvísindum, sem veðjar við Pickering ofursta (Marinó Þorsteinsson) um, að eftir að hafa kennt blómasölustúlkunni Elísu framsögn og mannasiði í sex mán- uði geti hann kynnt hana sem hertogafrú á sendiráðsdansleik. Með önnur veigamikii hlutverk fara: Þráinn Karlsson (Doolittle, faðir Elísu), Gestur E. Jónasson (vonbiðillinn Freddy), Þórey Aðalsteinsdóttir (Frú Pearce, ráðskona Higgins), Sunna Borg (móðir Higgins og Theodór Júl- íusson (Zoltan Karpathy). Önnur verk á vetrardagskrá Leikfélags Akureyrar eru: Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigur- jónsson í leikstjórn Hauks Gunn- arssonar. Þar gerir Jón Þórisson einnig leikmyndina. Hjalti Rögn- valdsson, leikari, sem nú er flutt- ur til Akureyrar leikur sjálfan Galdra-Loft, Ragnheiður Tryggvadóttir Dísu og Ragnheið- ur Steindórsdóttir Steinunni. Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur, sem hlaut mjög góðar undirtektir hjá Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári, verður frumsýnt í febrúar. Leik- stjóri verður Haukur Gunnarsson og leikmynd hannar Guðrún Sig- ríður Haraldsdóttir, sem verið hefur við nám og störf í Englandi síðan 1976. Lokaverkefni Leikfélags Akur- eyrar á leikárinu verður væntan- lega barnaleikritið Kardi- mommubærinn eftir Thorbjörn Egner. 'tjptdcindtltyVl Hluti starfsmanna „My Fair Lady“ og Leikfélags Akureyrar. JlCWDM 6.-H oútóéen ‘Seútt featoUCuý tií tícmdm frzil /é&cvwyii. i*utiýaíi& féuý' aecý—titotdtot—cietý (piútiuý'ýoncuK/peufa 5 vtaetun'MontfrutW'. frwonAtj&iu vend-MZOO.- ad.voo,- c 3 mcut. UE FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR hf. Raöhustorgi 3, Akureyri Sími: 25000 J6 - D/VGUR -rl?, jágú^,198.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.