Dagur - 19.08.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 19.08.1983, Blaðsíða 5
60 ára afmælishátíð Sambandsáðnaðaiins áAkureyri laugardagmn 20. ágúst 1983 Hátíðarhöld á verksmiðjulóðinni, veitingar og skemmtiatriði í Félagsborg á vegum Iðnaðardeildar Sambandsins og Starfsmannafélags verksmiðja Sambandsins. Dagskrá: Kl. 15.30 Kl. 12.30-14.45 Verksmiðjukynning fyrir almenning, þar sem ullar- iðnaður, skinnaiðnaður og fataiðnaður opna upp á gátt og sýna „hvernig farið er að þessu“. Kl. 14.30 Lúðrasveit Akureyrar leikur við Þorsteinsklett. Kl. 15.00 Hátíðin sett: Júlíus Thorarensen form. Starfsmanna- félags verksmiðjanna. Hátíðarræða: Hjörtur Eiríksson, framkv.stj. Iðnaðar- deildar. Vígsla Þorsteinslundar og afhjúpun koparskjaldar þar, í virðingarskyni viðstarfsfólkverksmiðjanna, fyrr og síðar. Kveðjur fluttar. Reiptog verkstjóra úr ullar- og skinnaiðnaði, en sig- urvegarar keppa síðan við félaga sína úr fataiðnaði. Þá má ekki gleyma keppni ráðamanna í ullar-, skinna-, fata og fjármáladeildum í því, hver teygir lopann lengst!! Um þessi atriði duga ekki fleiri orð. Sjón verður sögu ríkari. Veitingar bornar fram í Félagsborg. Tískusýningar með starfsfólk í aðalhlutverkinu og myndbandasýning um starfið í verksmiðjunum sem tekin var í þessum mánuði. Kl. 12.30-17.00 Börnin verða heiðursgestir á þessari hátíð. Áætlað er að loka götunni milli gömlu og nýju Sútunar og setja þar upp ýmis leiktæki. Trúðar bregða á leik jafnt á jörðu niðri, sem þökum uppi og 60 gasfylltum blöð r- um verður sleppt. í Félagsborg verða myndbandasýningar á ýmsu efni við smekk smáfólksins og veitingar við hæfi. Við heitum á starfsfólk verksmiðjanna, fjölskyldur þeirra, aðra Akureyringa og bændur og búalið úr nærsveitum að fjölmenna á þessa afmælishátíð iðn- aðarins okkar allra og gera þetta í leiðinni að veglegri fjölskylduhátíð. UNDIRBÚNINGSNEFND STARFSMANNAFÉLAGS OGIÐNAÐARDEILDAR i. C;rt9. .áQ[úst\1983-r PAGUa-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.