Dagur - 24.08.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 24.08.1983, Blaðsíða 2
Hvað gerðirðu í sumarfríinu? Stefán Björgvinsson: „Ég er bara á feröalagi. Ég er meö hóp útlendinga - mest Japani - hér í skoðunarferð á vegum Hvals hf.“ Steinþór Sigurjónsson: „Ég var í rigningunni í Reykja- vík. Það var voðalega leiðin- iegt, ég skil ekki af hverju ég fór þangað." Aðalbjörg Ólafsdóttir: „Ég fór austur í Ásbyrgi, en það var nú bara í tvo daga. Ég reikna ekki með að taka meira frí.“ Jóhann Bjöm Ævarsson: „Tók mér ekkert sumarfrí. Ég ætla reyndar að skreppa þrjá daga í Borgarfjörð á næst- unni.“ Lilja Jónsdóttir: „Ég fór í sumarbústað í Óxar- firði, og var svo bara með fjöl- skyldunni og hafði það gott hér heima.“ „Það gefur sig enginn i þetta sem ekki hefur á því áhuga“ - segir Lára Sigurðardóttir forstöðumaður Geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins Lára heitir kona og er Sigurðar- dóttir. Það er bæði margt og mikið sem hún hefur lagt fyrir sig um dagana. Fyrr á þessu ári tók hún við starfi forstöðu- manns á Geðdeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Við litum uppeftir til að forvitnast um Láru og starfið. Byrjum samt á upprunanum. Ég er fædd á Hauganesi á Ar- skógsströnd 1952 og var þar á meðan ég sótti þar skóla. Síðan hef ég verið á flækingi víða um land. Ég hef unnið mikið á sjúkra- húsum, svo var ég um tíma á sumarhóteli á Laugarvatni. Þá var ég á ísafirði og lærði þar ýmislegt sem að gagni kemur við heimilis- hald, var sumsé í húsmæðraskóla. Síðan kom ég aftur til Akureyrar og dreif mig í sjúkraliðanám sem þá var að hefjast við Gagnfræða- skólann.“ - Og hefur unnið við það síðan? „Já ég hef unnið stanslaust við þetta síðan, var á Lyfjadeildinni hér á Akureyri til ársins 1979, en þá tók ég mig upp og flutti til Reykjavíkur. Þar vann ég á Endurhæfingardeild Grensás. Síð- an kom ég aftur hingað sumarið ’82 og vann á FSA til áramóta. Hér byrjaði ég svo seinnipartinn í febrúar. í millitíðinni vann ég í fiski, smá undantekning.“ - í hverju er starf forstöðu- manns fólgið? „Ég sé alveg um lyfin. Panta þau og tek til fyrir hvern ein- stakling, sé um að gefa þau, síðan sé ég um að panta allt sem þarf til reksturs á heimilinu. Svo er nú töluverð pappírsvinna í kringum þetta, sem ég sinni, vinnu- og sjúkraskýrslur og því um líkt. Síð- an þarf náttúrlega að aðstoða fólkið á margan hátt og hjúkra því.“ - Hvað eruð þið mörg sem vinnið þarna? „Við erum 6. Þetta er allt önd- vegisfólk sem með mér vinnur og allir hafa verið hér mjög lengi, það sýnir áhugann sem það hefur fyrir þessum málefnum. Það gefur sig enginn út í þetta sem ekki hef- ur áhuga. - En vistmennirnir, hvað eru þeir margir? „Þeir eru 6,4 karlar og 2 konur. Þetta er allt aldrað fólk, um og yfir sjötugt. Það er ekki mikið um að nýir vistmenn komi hér, þetta er sama fólkið, sem búið er að vera hér í fjöldamörg ár. Það er því lítil umferð hérna og fyrir mörgum er þessi staður ekki til.“ - Hvernig líður dagurinn hjá ykkur? „Það er nú svolítið misjafnt. Við höfum verið að kenna þeim að lesa og skrifa svolítið. Konurn- ar hafa sýnt mikinn áhuga og þær eru mun virkari er karlarnir. þeir eru eirðarlausari sitja stutt yfir í einu og eru meira á röltinu. „Konurnar eru líka mjög dug- legar að gera handavinnu, sauma dúka og prjóna heilmikið. Við höfum svo í sumar farið mikið í gönguferðir upp í Lystigarð og hérna í kring. Stundum förum við í bíltúra og það finnst þeim mjög gaman. Þau hafa gott af því að skipta aðeins um umhverfi, þau eru svo samofin umhverfinu hér, að þau sýna yfirleitt mikla gleði ef þau fá að fara eitthvað út og fá svona smá tilbreytingu. Nú á kvöldin er horft á sjónvarp, en það er nýkomið hingað litasjón- varp. Það er greinilegt að þeim finnst mun skemmtilegra að horfa á það en þetta svart/hvíta, þau horfa mun lengur." - Hvernig er húsnæðið? „Þetta hús var byggt um 1945 og það er verið að mála það núna í annað sinn, það var í fjöldamörg ár með gulum málningarflygsum hér og þar. Þetta er orðið voða- lega fínt núna. Annars er hægt að gera miklu meira fyrir þetta hús, en það eru alltaf sömu peninga- vandræðin. Það er kannski ekki verið að eyða miklu fé í lagfæring- ar því deildin kemur líklegast til með að lognast útaf svona í fram- tíðinni. Það eru allt öðruvísi við- horf til þessara mála í dag en var hér áður fyrr. Framfarirnar hafa líka verið geysilega miklar, t.d. í sambandi við lyfjaframleiðslu og alla meðferð. Það fólk sem fædd- ist fyrir um 60-70 árum og var ekki eins og fólk er flest, það fékk ekki viðunandi aðhald og með- ferð og engin lyf náttúrlega, þar sem þau voru ekki til. Það eru miklu meiri möguleikar í dag. Þess vegna á staður sem þessi ekki að vera nauðsynlegur þegar fram líða stundir." - Hvernig líkar þér svo nýja starfið? „Mjög vel, þetta gefur manni mikið, svo ég býst við að vera hér um óákveðinn tíma, skulum við segja. - í hvað fara frístundirnar? „Allar mínar frístundir nota ég til að vera með dóttur minni, sem er 15 mánaða gömul. Við bregð- um okkur stundum saman út í sveit að skoða átthagana.“ Lára Sigurðardóttir. ....ökumennirnir „svínuðu“ á sprautubílnum“ Marinó Hinriksson hringdi: Ég las lesendabréf í blaðinu sl. mánudag. Þar var fjallað um Vegagerðina og vegagerðarmenn á þann hátt, að ég er ekki hissa þó bréfritari hafi ekki haft kjark til að segja nafn sitt. í bréfinu dregur bréfritari dár að vegagerðarmönnum, vegna þess að vegamerkingar á Daivík- urveginum eru ekki alveg þráð- beinar. Það er alveg rétt, þær eru það ekki, en jafn sómakært blað og Dagur hefði nú átt að hafa samband við Vegagerðina til að kynna sér hvers vegna hlykkirnir eru. Ég varð vitni að því hvernig þetta vildi til. Línurnar eru mál- aðar á veginn með þar til gerðum bfl, sem ekur eftir ákveðnum merkjum, sem hafa verið sett á veginn samkvæmt mælingum. Bíllinn þarf að geta haldið ferð, því um leið og hann minnkar ferð- ina eða stoppar myndast málning- arpollur undir honum. En þótt bíllinn væri merktur í bak og fyrir voru vegfarendur ekki mikið að taka tillit til þarfa hans. Mér fannst svívirðilegt að sjá hvernig ökumennirnir „svínuðu“ á sprautubílnum. Fyrir vikið átti hann ekki aðra leið en víkja og þess vegna komu hlykkirnir á lín- una. Ef til vill hefur bréfritari ver- ið einn af þeim, sem vék ekki. Ef til vill á bréfritarinn sök á einum hlykknum. Hver veit. Þetta er svona svipuð meðferð og veghefilsstjórar fá oft á tíðum hjá ökumönnum. Þó eru veghef- ilsstjórarnir að reyna sitt besta til að gera vegina okkar ökufæra. Launin sem þeir fá allt of oft eru frekja og yfirgangur ökumanna, sem eiga mun hægara um vik til að víkja. En það er alltaf sama sagan; það eru allt of margir að flýta sér. 2 - DAGUR - 24. ágúst 1983 ; - 'WiihW. - JAÚBO

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.