Dagur - 24.08.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 24.08.1983, Blaðsíða 7
60 ára afmæli Sambandsiðnaðarins á Akureyri í tilefni 60 ára afmælisins var afhjúpaður koparskjöldur á verksmiðjulóðinni til heiðurs Þor- steini Davíðssyni sem starfaði við verksmiðurnar í 60 ár og þúsundum annarra fyrrverandi starfsmanna. Sigurður Arnórsson aðstoðarframkvæmda- stjóri ullariðnaðar tók þátt í skemmtiatriðum á laugardaginn og „teygði lopann“. Þessi litla hnáta mætti á fjölskylduhátíðina. . . . og bömin léku sér og skemmtu konung- lega. Þess var minnst sl. laugardag með mikilli fjölskylduhátíð að 60 ár eru liðin frá upp- hafi Sambandsiðnaðar á Akureyri. Var mikið um dýrðir á lóð Iðnaðardeildar Sam- bandsins allan daginn og verksmiðjurnar voru gestum til sýnis svo þeir mættu sjá hvemig staðið er að þeirri fjölþættu fram- ieiðslu sem þar fer fram. Sambandsiðnaðurinn á Akureyri hefur vaxið gífurlega á þessum 60 árum, frá því að vera smáiðnaður á fáum fermetrum með fátt fólk á launaskrá, til þess að vera í dag fjölmennasti vinnustaður á landinu með 750 manns á launaskrá og að auki 100 manns í Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði og Sauðárkróki. Sambandsverksmiðjurnar eru á um 30 þúsund fermetra gólffleti og þar var á sl. ári unnið úr 856 tonnum af ull og sútaðar 590 þúsund gærur. Heildarvelta Iðnaðar- deildar að meðtöldum sameignarfyrir- tækjum varð 614 milljónir og hafði aukist um 59,6% frá fyrra ári. Útflutningur á ullar- og skinnavörum varð 302 millj.kr. og hafði aukist um 74,6%. Hlutur Iðnaðardeildar í heildarút- flutningi íslendinga í þessum vöruflokkum varð 44,17% ásl. ári. Helstu viðskiptalönd eru Norðurlöndin, Sovétríkin, V.-Þýska- land, Bandaríkin og Kanada, en alls selur Iðnaðardeildin vörur sínar til 25 landa í öllum heimsálfum og stefnt er að því að auka útflutninginn. Það dylst sjálfsagt engum hversu gífur- lega mikilvægt fyrirtæki Iðnaðardeildin er Akureyringum, því láta mun nærri að þar starfi á milli 15 og 20% af vinnufæru fólki í bænum og er meirihlutinn konur. Starfsemi Iðnaðardeildar er í fjórum einingum og er aðstoðarframkvæmda- stjóri ábyrgur fyrir rekstri hverrar um sig. Einingarnar eru fjármál og stjórnun, fata- iðnaður, skinnaiðnaður og ullariðnaður. Á blaðamannafundi í síðustu viku sem haldinn var í tilefni afmælisins kom fram hjá forráðamönnum verksmiðjanna að margt er enn ógert í ullar- og skinnaiðnaði. Stefnan er sú að auka mjög fullvinnslu þessara afurða og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun. En lítum nú á nokkrar staðreyndir sem blaðamenn fengu í hend- ur á blaðamannafundinum: IðnaðardeUdin Iðnaðardeildin rekur iðnfyrirtæki Sam- bandsins og sum þeirra í félagi við kaupfé- lög á viðkomandi stöðum. Umfangsmest- ur er ullar-, skinna- og fataiðnaður á Akur- eyri, með tengdri framleiðslu í Reykjavík, Sauðárkróki og Egilsstöðum. Deildin rek- ur einnig efnaiðnað, plastiðnað og kaffi- brennslu í félagi við KEA, og prjónaverk- smiðju á Egilsstöðum í félagi við Kaupfé- lag Héraðsbúa. í byrjun var stofnað til iðnaðar hjá Sam- bandinu til þess að fullvinna ull og gærur til margvíslegra nota. Enn eru ull og gærur mikill meirihluti hráefnis stærstu verk- smiðjanna og Sambandsiðnaðurinn þann- ig trúr hugsjón frumherjanna, að þurfa ekki að horfa á eftir óunnum hráefnum úr landi eins og áður var. Iðnaðardeildin var stofnuð í Reykjavík árið 1949 en síðan 1975 hefir aðalskrifstofa deildarinnar verið á Akureyri, enda stærstu verksmiðjurnar þar frá upphafi. Framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar er Hjörtur Eiríksson. Iðnaðardeildin starfar í 4 einingum og lýtur hver eining stjórn aðstoðarfram- kvæmdastjóra. Þessar einingar eru: Fjár- mál og stjórnun, ullariðnaður, skinnaiðn- aður og fataiðnaður. Hver deild er ábyrg fyrir framleiðslu, sölu, dreifingu, innkaup- um og vöruþróun. Fjármála- og stjórnunardeild ber ábyrgð á fjármálum, áætlanagerð, tölvu- deild, starfsmannamálum og samskiptum við sameignarfyrirtæki Iðnaðardeildar. Aðstoðarframkvæmdastjóri þessarar deildar er Sigurður Friðriksson, viðskipta- fræðingur. Verður nú í stuttu máli rakin saga hverr- ar deildar fyrir sig, ef verða mætti til skýr- ingar á hinni stórstígu þróun í iðnaði sam- vinnumanna á umliðnum árum. Skínnaiðnaður Þetta er elsti þátturinn í starfsemi Iðnaðar- deildar. Árið 1923 hóf lítil verksmiðja starfsemi sína á Akureyri, og voru þar af- ullaðar gærur. 1935 var hafin fullkomin sútun hjá Skinnaverksmiðjunni Iðunni. Framleiðsla verksmiðjunnar fyrstu árin var að mestu ýmiss konar leður og skinn til bókbands, skó- og söðlasmíða. Fljótlega var farið að loðsúta gærur og húðir, og hef- ur sú starfsemi orðið æ stærri þáttur fram- leiðslunnar, og útflutningur þannig verk- aðra skinna farið ört vaxandi. í ársbyrjun 1969 eyðilagðist hluti verk- smiðjunnar í eldi. Var hún þá strax endur- byggð, og auk þess byggt nýtt verksmiðju- hús með vélum og öðrum búnaði til fram- leiðslu á pelsverkuðum gærum - aðallega mokkaskinnum til notkunar í fatafram- leiðslu ýmiss konar, en það var nýjung í ís- lenskum iðnaði. Skinnasaumastofa fram- leiðir tískufatnað á karla og konur úr mokkaskinni. Meginhluti framleiðslu sútunarverk- smiðjunnar er nú fluttur út, annað hvort sem fullunnin pelsvara, eða forsútuð skinn til fullvinnslu erlendis. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri skinnaiðnaðar er Jón Sig- urðarson, verkfræðingur. Ullariðnaður Ullarvinnsla byrjaði í smáum stíl á Glerár- eyrum árið 1897, þegar Tóvinnufélag Ey- firðinga hóf þar starfsemi sína. Síðan tók þar við rekstri Verksmiðjufé- lagið á Akureyri Ltd., sem seldi Samband- inu eignir sínar árið 1930. Gífurleg aukn- ing hefur orðið síðan á öllum sviðum þessa ullariðnaðar. Fullvinnsla hefur aukist og framleiðslueiningum fjölgað stórlega. Einnig hafa viðskipti við fyrirtæki utan Akureyrar aukist, og má þar nefna Gefjun í Reykjavík og Ylrúnu á Sauðárkróki ásamt Dyngju á Egilsstöðum, sem er sam- eign Kaupfélags Héraðsbúa og Sambands- ins. Framleiðsluvörur eru aðallega fatn- aður, ullarband ýmiss konar fyrir prjóna- skap og vefnað, ullarteppi, húsgagna- áklæði, gluggatjöld og fataefni. Stærsti hluti þessarar framleiðslu er seldur til útflutnings, og fer hann vaxandi. Eftirtaldar framleiðslueiningar eru undirstaða ullariðnaðarins: Loðbandsdeild sem framleiðir ullar- band fyrir prjónaskap, vefnað og handprjón. Vefdeild sem framleiðir fataefni, gluggatjöld, húsgagnaáklæði og ullar- teppi. Prjónadeild sem framleiðir fatnað ýmiss konar. Hönnunardeild sem hefir náið samstarf við framleiðsludeildirnar og markaðs- deildina. Umboðsverslun er eining, sem sér um innkaup á fatnaði og samskipti við aðrar prjóna- og saumastofur víðs vegar um land. Það er síðan hlutverk markaðsdeildar ullariðnaðarins að sjá um sölu þessara framleiðsluvara. Ullariðnaður Sambandsins er þannig byggður upp, að hann hefir alla þætti ullar- vinnslunnar til meðferðar, allt frá ullarlit- un, þar til varan er komin í hendur um- boðsmanns eða í hillur verslunar hérlendis eða erlendis. Því er markaðshlutinn einnig stór þáttur í þessari starfsemi. Aðstoðarframkvæmdastjóri ullariðnað- ar er Sigurður Arnórsson, tæknifræðingur. Fataiðnaður Á Akureyri eru til húsa þau fyrirtæki Iðnað- ardeildar, sem framleiða fyrir innanlands- markað og verslanirnar Torgið og Herra- ríkin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði. Stærsta framleiðslueiningin er vinnu- fatadeild Heklu og þær deildir sem fram- leiða prjónles til innanlandssölu. Á þess- um sviðum hefur Hekla gegnt forystuhlut- verki í íslenskum iðnaði um áratugaskeið, en Sambandið hóf rekstur hennar 1948. Skóverksmiðjan Iðunn var stofnuð 1936, en það ár var verksmiðjuhúsið byggt og sænskar vélar keyptar til framleiðslunn- ar. Um langt skeið var verulegur hluti framleiðsluvara unninn úr hráefni frá Skinnaverksmiðjunni Iðunni. í ársbyrjun 1969 brann stór hluti verksmiðjunnar, en hún var strax endurbyggð og vélakostur endurnýjaður. Þarna eru framleiddir karl- manna- og unglingaskór, götuskór kvenna og fjölbreytt úrval af kuldaskófatnaði, og er verksmiðjan eina skóverksmiðjan í landinu. Önnur fyrirtæki Iðnaðardeildar, sem framleiða fyrir innanlandsmarkað, eru utan Akureyrar. Verksmiðjan Ylrún á Sauðárkróki framleiðir sængur, kodda og svefnpoka. Fataverksmiðjan Gefjun í Reykjavík framleiðir herra- og unglingaföt. Verslunin Torgið í Reykjavík og Herra- ríkin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði heyra undir fataiðnað og eru jafn- framt myndarlegir sölustaðir á fram- leiðsluvörum Iðnaðardeildar. Forstöðumaður fataiðnaðar á Akureyri er Kristján Jóhannesson, verkfræðingur. Sameignarfyrirtæki Sameignarfyrirtæki Iðnaðardeildar eru þessi: Efnaverksmiðjan Sjöfn, Kaffibrennsla Akureyrar og Plasteinangrun hf, öll á Ak- ureyri. Sameignaraðili er Kaupfélag Ey- firðinga á Akureyri. Dyngja hf. á Egils- stöðum er sameignarfyrirtæki Iðnaðar- deildar og Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Júlíus Thorarensen formaður Starfsmannafélags verksmiðjanna. pr £1 6 - DAGUR - 24. ágúst 1983 24. ágúst 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.