Dagur - 24.08.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 24.08.1983, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 24.ágúst 1983 RAFGEYMAR f BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VIÐHALDSFRIIR VEUIÐ RÉTT MERKI „Framtíðarhagsmunir voru hafðir í huga“ - segir Valur Arnþórsson um sameiningu Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar Litlu munaði að kartöflu- grös féllu „Það virðist ekki vera að kartöflugrös hafi fallið í nótt. Hins vegar hlýtur það að hafa munað litlu því það var mikið hélað“ sagði Sigurgeir Garð- arsson kartöflubóndi á Staðar- hóli í Öngulsstaðahreppi er við ræddum við hann í gær. „Horfurnar með uppskeru eru ekki góðar nema að grös standi eitthvað töluvert fram í septem- ber, það er alveg öruggt. Maður er að kíkja undir af og til og það er komið smælki undir og upp í út- sæðisstærð." - Eru kartöflubændur við Eyjafjörð ekki illa undir það bún- ir eftir ófarirnar í fyrra ef illa fer nú? „Jú, auðvitað eru menn það, og ég hef heyrt að svo geti farið að það guggni einhverjir á þessu ef svo fer. Pað virðist sem það hafi verið fleiri slæm ár á móti góðu árunum upp á síðkastið en áður var. Annars er þetta ástand núna bara afleiðing af vorinu. Pað var allt 2-3 vikum á eftir því sem venja er og það er jafnmikið á eftir enn sem eðlilegt er, þótt í sumar hafi verið ágætis sprettu- tíð.“ Sjóstanga- veiðimót Hiö árlega sjóstangaveiðimóf Akureyrar veröur haldið laug- ardaginn 3. september. Eins og venjulega verður róið frá Dalvík, en mótið verður sett að Hótel KEA föstudagskvöldið 2. septemberkl.20og þarfávænt- anlegir keppendur gögn sín. Vitað er um mikla þátttöku í mótinu að venju, og þarf að til- kynna þátttöku í síma 21670 og 26300 fyrir 29. ágúst. Verðlauna- gripir þeir er keppt verður um eru til sýnis í versluninni Eyfjörð. „Það er aðallega rigning sem er í sjónmáli næstu dagana“ sagði Trausti Jónsson veður- fræðingur í morgun. „Rigning verður mest á Suður- og Vesturlandi en eitthvað gæti stytt upp af og til fyrir norðan. „Sameining Landsvirkj- unar og Laxárvirkjunar var skynsamleg ráðstöfun fyrir Akureyringa, því hún styrkir stöðu okkar í raforkukerfinu. Okkar framtíðarhagsmunir voru hafðir í huga. Það er talað um að hér rísi umtalsverð- „Það þarf ekki að hafa mörg orð um að þessi höfðinglega gjöf kemur sér ákaflega vel,“ sagði Arni Bjarnarson í samtali við Dag í gær. Arni hefur unnið mikið að fjáröflun vegna bygg- ingar heilsuhælis í Kjarna- skógi, en nú í vikunni gaf aldr- aður Akureyringur 2 milljónir króna til byggingarinnar. „Þessi maður hefur áður gefið peninga til byggingarinnar,“ sagði Árni. „Mér reiknast til að alls hafi Það er lítið um þessar viðræður að segja á þessu stigi annað en að þær hafa verið vinsamleg- ar,“ sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri er við höfðum sam- band við hann í gær til að leita fregna af viðræðum Slippstöðv- arinnar og Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Viðræður þessar beinast að því að finna samkomulagsgrundvöll sem leiði til þess að Slippstöðinni ur iðnaöur á næstu árum. Þá er styrk staða í raf- orkumálum grundvallar- atriði í samkeppni um staðsetningu slíkra iðju- vera.“ Þetta sagði Valur Arnþórsson, formaður Laxárvirkjunarstjórnar og stjórnarmaður Landsvirkjun- ar, í samtali við Dag, vegna um- hann gefið um 2,2 milljónir króna. Þessi höfðinglega gjöf hans nú gerir okkur kleift að halda áfram framkvæmdum af fullum krafti strax næsta vor og segja má að gjöf hans nægi til þess að byggja eina hæð alveg.“ Fyrsta skóflustungan að heilsu- hælisbyggingunni í Kjarnaskógi var tekin fyrir fjórum árum. Þar hefur þegar verið steyptur upp kjallari og ein hæð, en síðan á eftir að steypa tvær hæðir ofan á. verði falið að byggja nýjan togara fyrir Útgerðarfélagið. Gunnar Ragnars sagði að tveir fundir hefðu verið haldnir með fulltrú- um fyrirtækjanna. „Það er ekki hægt að segja um hvort eitthvað hafi þokast í áttina. Á þessum fundum hafa menn ver- ið að kynna sér ýmsa hluti og fyrir næsta fund erum við Slippstöðv- armenn t.d. að láta kanna ákveðna hluti fyrir okkur,“ sagði Gunnar. deildrar sameiningar þessara virkjana. Bæjarráð hefur nú skip- að Val, Jón G. Sólnes og Helga M. Bergs í viðræðunefnd við meðeigendur Akureyrarbæjar að Landsvirkjun, þ.e. ríkið og Reykjavíkurborg, um endanlegt uppgjör á fjármálum Lands- virkjunar. Um tilgang þeirra við- ræðna er fjallað í viðtali við Val, sem birtist í blaðinu í dag. Þar er einnig fjallað um störf stóriðju- nefndar og þar segir Valur um Hin stórkostlega gjöf hins aldraða Akureyrings sem ekki vill láta nafns síns getið mun vonandi virka sem vítamínsprauta á fram- kvæmdir við heilsuhælið og von- ast félagar Náttúrulækningafélags hugsanlega samstarfsaðila við byggingu iðjuvers í Eyjafirði: „Það er Ijóst að okkar orka er orðin tiltölulega dýr. Við þurfum 18-20 mills fyrir orku til stóriðju- vera, samkvæmtþeim athugunum sem gerðar hafa verið. Það telst dýr orka á alþjóðamarkaði. Er- Iendir aðilar bíða því ekki í bið- röðum eftir því að komast hér að með sín iðjuver, eins og margir virðast halda.“ Sjánánaráb,s.8. Akureyrar til þess að sem flestir fari að fordæmi hans þótt ekki hafi þeir tök á því að vera j af n stórtæk- ir og hann. „Margar hendur vinna verkið létt“, sagði Árni Bjarnar- son. 51 3TP ra W §u® m • Rulluf? Þaö er ekki gott að fá sér of mikið neðan í því eins og eftir- farandi saga sannar: Maður nokkur sem var á leið heim til sín eftir svall næturinnar heyrði sagt dimmum rómi fyrir aftan sig: „Ertu fullur?" Er hann leit við sá hann krókódíl einn mikinn og mun hann hafa verið sá er spurði. Maðurinn hélt áfram og aftur spurði krókódíllinn: „Fullur?“ Gekk svo eina ferðina enn og þá tók manninum að leiðast þetta. Hótaði hann krókódíln- um öllu illu ef hann hætti þessu ekki. En krókódíllinn lét sér ekki segjast og spurði enn einu sinni dimmum rómi: „Fullur?“ Tók þá maðurinn sig til, fór með hendina upp í krókódílinn og langt niður í maga hans. Kippti hendinni síðan snöggt til baka og eftir stóð krókódíllinn ranghverfur og undrandi. Áfram hélt maðurinn, en ekki hafði hann lengi gengið er hann heyrði sagt fyrir aftan sig: „Rulluf?“ # Slæmtef satt er Maður nokkur sem hafði sam- band við „Smátt og stórt“ full- yrti að mun meira væri um neyslu fíkniefna á Akureyri en uppi væri látið og taldi hann næsta víst að svo laumulega væri farið með þessi efni að ekki yrði uppvíst um tilurð þeirra nema „óhapp“ kæmi fyrir þá sem þau hafa undir höndum. Þessi viðmælandi okkar sem var alls ekki fáan- legur til að segja álit sitt á þessu máli undir nafni, sagði okkur að eftir að fíkniefni væru komin til landsins væri leiðin til Akureyrar greið, og er sennilega hægt að taka undir það. - Þetta eru Ijótar fregnir, og full ástæða til þess að hvetja fólk til að vera vel á verði og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að neysla þessara efna sé stunduð hér í bænum. # Vígahnöttur á ferðinni Reykvíkingar urðu heldur en ekki hissa á dögunum er þeir töldu sig sjá vígahnött einn mikinn á himni. Hringdu margir í forundran á Veður- stofu íslands sem að sjálf- sögðu er til húsa í höfuðborg- inni, og spurðust fyrir um fyrirbæri þetta. Ekki vissu veðurfræðingarnir þar um neitt óvenjulegt á himninum, en skömmu síðar rann upp fyrir þeim við hvað var átt. Það var þegar einn sem hringdi lýsti vígahnetti þessum þann- ig að það stafaði frá honum birta og geislar væru allt um kring. Eftir það gátu veður- fræðingarnir upplýst þá er hringdu að vígahnöttur þessi væri ekkert annað en blessuð sólin. Gaf 2 milljónir til heilsuhælisbyggingar Frá kaffisölu við hina nýju byggingu í Kjarnaskógi í sumar. Viðræður Ú.A. og Slippstöðvarinnar: „Erum að kanna ýmis atriði“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.