Dagur - 29.08.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 29.08.1983, Blaðsíða 3
„Ungt fólk í meirihluta“ — segir Ragnar Jónsson sem rekur Orgelskólann á Akureyri „Ég tel að nemandi sem búinn er að fara í gegn um eitt nám- skeið, eða 12 tíma, sé orðinn fær um að bjarga sér dálítið á hljóðfæríð. Hann er þá aðeins byrjaður að lesa nótur,“ sagði Ragnar Jónsson tóniistar- kennari sem rekur Orgelskól- ann á Akureyri. Orgelskólinn tók fyrst til starfa á Akureyri sl. vor, og stunduðu þá um 60 nemendur nám þar. Nú er Ragnar að fara af stað að nýju. Fyrst spyrjum við hver Ragnar Jónsson væri. „Ég er tónlistarkennari sem lærði við Tónlistarskólann í Reykjavík. Ég hef starfað við tónlistarkennslu í nærfellt 10 ár og stjórnað kórum. T.d. hef ég verið með menntaskólakór, Karlakór- inn Þresti i Hafnarfirði og Samkór Kópavogs." - Hvernig fólk er það sem hef- ur áhuga á að læra á orgel? „Það er fólk á öllum aldri, þótt segja megi að ungt fólk sé þar í meirihluta. Það eru margir sem eiga orgel heima í stofu eða svo- kallaðan „skemmtara“ og hafa ekki vald á hljóðfærinu. Fyrir þetta fólk er kjörið tækifæri að fara á námskeið, því námskeiðin eru aðgengileg og námsefnið af léttara taginu. Nemendurnir byrja að spila eftir nótum strax í fyrsta tímanum og ég tel að eftir 12 tíma geti þeir farið að „lesa nótur“ sem kallað er. Námið verður síðan flóknara eins og gefur að skilja ef tekin eru fleiri námskeið.“ - Hvernig fer kennslan fram? „Ég er með fimm nemendur í einu, og hefur hver þeirra sitt hljóðfæri. Hver nemandi er út af fyrir sig ef svo má segja, hann heyrir aðeins í sínu hljóðfæri og ég get haft samband við hvem þeirra hvenær sem er án þess að trufla hina.“ - Tilvonandi orgelsnillingar geta haft samband við Orgelskól- ann í síma 26699 en fyrsta nám- skeiðið hefst um miðjan septém- ber. Ragnar Jónsson. Dregið í bíl- beltahappdrætti Nú hefur verið dregið í annað sinn í bflbeltahappdrætti Um- ferðarráðs. Alls var dregið um 12 vinninga að verðmæti 16.960 krónur. Eftirfarandi númer hafa hlotið vinning og geta hin- ir heppnu fengið nánari upplýs- ingar hjá Umferðarráði. Nr. 3659: „Landið þitt ísland“/ Örn & Örlygur kr. 3.664. Nr. 18053: Dvöl á Hótel Valhöll kr. 2.400. Nr. 41043: Mótorstilling/ BjörnB. Steffensenkr. 1.500. Nr. 28803: Úttekt á Monroe högg- deyfum/Bílanaust hf. kr. 1.500. Nr. 21401,13431,40752 og 40860: „Bílapakki“ til umferðaröryggis/ bifreiðatryggingafélögin kr. 1.163. Nr. 40083, 40075,10718 og 1213: „Gloría" slökkvitæki og skyndihjálparpúði RKÍ/olíufé- lögin kr. 811. Verðmæti samtals kr. 16.960,00. spyrnuliúsins Stuttgart hingað tíl lands í sumar í boði Víkings buðu Flugleiðir tveimur drengjum úr hverju liði á landinu f knatt- spyrnuskóla sinn í Reykjavfk. Akureyrarfélögin |ióðu vitanlega þetta boð, en Hugleiðir báru all- an ferðakostnað. Frá Þór fóru Fjinar Már Guðmundsson og Ásmundur Arnarson, sem báðir eru í fimmta flokki, en frá KA fóru Friðrik Sigurðsson, sem er í fimmta flokki, og ívar Sigurðs- son, leíkmaður í sjötta flokki. Allír þeir er í skólann koinu fengu húfur og boli merkta Fluglciðum, svo og skjal til staðfestingar þátt- töku þcirra. Meðfylgjandi mynd var tekin er strákunum voru af- hent skjölin. 321 flutti frá Norourlandi til höfuðborgarsvæðisins Aukning búseturöskunar mið- að við íbúatölu Norðurlands hef- ur hækkað um 92.2% á milli ára. Búseturöskunin úr dreiibýli Norðurlands til höfuðborgar- svæðisins hefur minnkað, en er að mestu leyti úr þéttbýli Norður- lands. Um 82% röskunar búsetu úr Norðurlandi eystra gagnvart höf- uðborgarsvæði er úr þéttbýli. Búseturöskun á Akureyri er 53% allrar búseturöskunar í þéttbýli á Norðurlandi eystra til höfuðborg- arsvæðisins. Aukning á milli ára 105 manns eða 32.7%, þar af úr Norðurlandi vestra 42 íbúar, en úr Norður- landi eystra 63 íbúar. Búseturöskun gagnvart höfuð- borgarsvæði miðað við íbúafjölda var á Norðurlandi vestra 0.42% 1981, en hækkaði í 0.81% 1982. Aukning búseturöskunar á milli ára er 92.7%. Á Norðurlandi eystra var röskun miðað við íbúa- fjölda 0.24% 1981 en er 0.48% 1982, sem er 100% aukning bú- seturöskunar miðað við mann- fjölda í landshlutanum. 29. ágúst 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.