Dagur - 29.08.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 29.08.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 A MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. „Fólk á flótta“ Það er miður að nú á tímum virðist ekki hægt að ná eyrum og augum almennings í fjölmiðlum nema setja mál sitt fram í formi æsifregna og harmagráts. í byrjun september verður, á vegum Fjórðungs- sambands Norðlendinga, haldið fjórðungsþing á Raufarhöfn og er aðalmál þess breytt staða lands- byggðar og búseturöskun. Stórfelld búseturöskun virðist nú í uppsiglingu á Norðurlandi og kemur hún aðallega fram í búferlaflutningi fólks til höfuðborgar- svæðisins. 1981 og 1982 fluttu 287 mönnum fleiri frá Norðurlandi og suður en þaðan norður; 95 frá Norðurlandi vestra og 192 frá Norðurlandi eystra. Á tveimur síðustu árum hafa því flust á suðvestur- hornið 29 kjarnafjölskyldur frá Norðurlandi vestra og 60 frá Norðurlandi eystra. Árlega „flýja" því frá Norðurlandi til suðvesturhornsins 45 kjarnafjöl- skyldur. Þegar litið er lengra aftur í tímann verður ekki framhjá því horft að þróun þessara mála nú minnir ískyggilega á ástandið á dögum viðreisnarstjórnar- innar á sjöunda áratugnum. Á árabilinu 1960-1970 nam beint tap Norðurlands á fólki til suðvestur- hornsins 2.381 manni. Það er illt til þess að vita að hliðstætt ástand virðist nú í uppsiglingu á þeim tíma sem Framsóknarflokkurinn, flokkur sem hingað til hefur leitt baráttu byggðastefnumanna, fer með for- ystu í stjórn landsins. Á seinni hluta 8. áratugsins fór að gæta hagstæðrar búsetuþróunar á Norðurlandi m.t.t. suðvesturhornsins. Var þá eins og við mann- inn mælt að ýmsir ónefndir fjölmiðlar, sem eiga allt sitt undir dyggum lesendahópi á strætum Reykja- víkur, tóku að ganga erinda þeirra aðila sem alltaf hafa séð skrattann í afrakstri byggðastefnunnar og aldrei getað hugsað sér að almennilegt samfélag yrði byggt upp utan Kvosarinnar í Reykjavík. í fyrst- unni voru bændur teknir fyrir og reynt að sýna fram á að þar væri á ferðinni hreinræktuð ómegð sem stæði öllum samfélagslegum framförum fyrir þrifum. Eftir nokkurra ára linnulitlar- æsifregnir var sýnt að fólk var hætt að nenna að lesa samhengislaust ruglið. Því varð að finna eitthvað annað sem héldi áunnum lesendahóp við efnið; eitthvað sem upp- hefði höfuðborgarsvæðið með því einu að vera skít- kast í garð landsbyggðarinnar. Útgerðin varð fyrir valinu. Nú var gefið í skyn að bókhaldsleg afkoma á rekstri togara væri það eina sem máli skipti og þar eð hún væri yfirleitt neikvæð, a.m.k. að meðaltali, ætti hverjum manni að vera ljóst að togari eyddi meiru en hann aflaði. Og þar sem togararnir væru ein lífæða landsbyggðarinnar væri augljóst að landsbyggðin væri dragbítur á efnahagslegar framfarir í þjóðfélag- mu. Árangurinn er að koma í ljós. Fólk á Norðurlandi er farið að taka saman föggur sínar og fjórðungurinn missir nú að meðaltali 45 kjarnafjölskyldur á ári til höfuðborgarsvæðisins. í Reykjavík eru engir bændur og hlutfallslega fáir togarar og borgin því að mestu laus við það sem að mati sumra fjölmiðla er að draga lífsþróttinn úr íslensku þjóðinni. Það væri kannski leið út úr þeim búsetuvanda sem nú blasir við, að gera bókhaldslega úttekt á verslunum við Lauga- veginn, sem sífellt eru að skipta um eigendur, og ausa niðurstöðunni í formi æsifregna og harmagráts yfir landsmenn. h.h. „Erfið vinna en spennandiað py # . -segjahjónlnKrístjánElísJónasson l£ISt Vlð^ ogÓlöfMatthíasdóttír , tílvonandí hótelstjórar á Hótel KEA „Eftir að Kristján var búinn að læra fórum við til Noregs, þar sem hann stundaði framhalds- nám í 1 ár við „Norsk Hotel Fag- skole“ í Stavanger," segir Ólöf og býður kaffi. Þýtur með það sama í eldhúsið og Kristján fer að segja frá Noregsdvöl þeirra hjóna. „Allt í allt vorum við tæp 5 ár í Noregi. Við fórum út 1978 og komum heim núna í mars. Ég stundaði þarna framhaldsnám í einhverju sem við getum kallað, almennur rekstur á eldhúsum. Þetta er í sambandi við yfirum- sjón með stórum eldhúsum, inn í þetta kemur eiginlega allt sem varðar eldhús og rekstur þess. Á meðan ég var að læra vann Ólöf á hóteli, hún var aðstoðar- yfirþema. Síðan fórum við til Oslo og þar vann ég sem mat- reiðslumaður á hóteli, en Ólöf vann í banka. Þarna vorum við í eitt ár, en þá fluttumst við yfir til Lillehammer og þar fór Olöf í skóla.“ Ólöf er komin með indælan kaffisopann og því tilvalið að „Já, já, við fórum bæði að vinna hér, þegar við komum heim. Ég fór að vinna í eldhús- inu, þá var það ekki komið til tals að þessi staða myndi losna. ^ Verkaskipting? Hún verður ein- hver, það verður bara að koma í ljós þegar fram líða stundir og við komin inn í starfið. Námið úti í Noregi kemur til með að nýtast okkur mjög vel hérna, við ættum að geta samræmt þetta ágætlega. Eg hef sérhæft mig í veitingarekstri og hún er aftur með gestamóttökuna og allt sem viðkemur því.“ - Ætla nýju hótelstjórarnir að fara út í einhverjar breyting- ar? Ekki vilja þau að svo komnu máli tjá sig mikið um það mál og segjast engar upplýsingar veita á þessu stigi. Tíminn leiðir allt slíkt í ljós. „Fæst orð hafa minnsta ábyrgð,“ segja þau og brosa. „Það stendur alltaf til að stækka, en hvað verður er ekki gott að segja. Það er áhugi fyrir komið á hreint og tilvalið að vinda sér í annað. - Hvernig gengur rekstur- inn? „Hann gengur nú bara vel. Það er nokkuð góð nýting hjá okkur, sérstaklega herbergja- nýtingin. Það er náttúrulega meira um að vera yfir sumarið. Þetta er eiginlega eini staðurinn hér á Akureyri sem býður upp á sæmilega fundaraðstöðu og veit- ingar í framhaldi af því, svo eru nú alltaf einhverjar líkur á gist- ingu, ef fundarmenn eru utan- bæjarmenn. Annars er aðstaða hér úrelt, miðað við kröfur sem gerðar eru til hótela í dag og stenst þetta engan veginn kröfur. Húsið er gamalt og slitið og vinnuaðstaða er mjög slæm, því vinnur hér fleira fólk en kannski þyrfti." Þar með kveður tíðindamað- ur Dags væntanlega hótelstjóra og hleypur út í sólskinið. Þau ganga inn til óteljandi starfa er bíða þeirra. hendi, teikningarnar liggja til- búnar og vissulega er þetta brýnt mál að af framkvæmdum verði og það frekar fyrr en síðar. En eins og stjórnmálamennirnir segja: „Ástandið í efnahagsmál- um þjóðarinnar er ekki uppá marga fiska. “ Það er þetta gamla peningavandamál sem kemur í veg fyrir að af framkvæmdum verði. Akureyri er búin að missa mikið út úr höndum sínum vegna skorts á gistiaðstöðu." Þá skulu þeir er hvorki hafa séð né heyrt Hótel KEA leiddir í allan sannleik um staðinn. Þarna eru 28 herbergi og 55 rúm. Stór matsalur sem opin er alla daga og bar er þarna allgóður að sögn kunnugra, er hann opinn öll kvöld, nema hvað lokað er á miðvikudagskvöldum, enda fólk almennt horfandi á Dallas og að- sókn þar af leiðandi hverfandi lítil. Veitingasalurinn Súlnaberg er á jarðhæð hússins. Þá er það Kristján Elís og Ólöf fyrir framan Hótel KEA. Þetta eru ung hjón og at- hafnasöm. Stórhugar í krepp- unni. Svo mikið er þó óhætt að segja, að þau eru ákaflega vinaieg. Hann heitir Kristján EIís Jónasson og hún Olöf Matthíasdóttir. Bæði fædd og uppalin á Akureyri. Bæði hafa þó nokkuð komið við sögu á Hótel KEA. Kristján er lærður matreiðslumaður, óþarfí að taka það fram, að hann lærði á KEA. Nú ætla þau hjónin að taka að sér rekstur hótelsins, sem sagt gerast hótelstjórar. - Hvernig leggst það í ykkur að gerast hótelstjórar á gamla Hótel KEA? „Bara vel, þetta er náttúru- lega gífurleg vinna og getur ver- ið töluvert erfið á stundum, en mjög spennandi að fást við.“ - Hvernig hafið þið undirbú- ið ykkur til að taka við slíku starfi? hún segi okkur frá þessum skóla. „Skólinn heitir Oppland Distrikts Högskole og þar lærði ég rekstur og stjórnun í ferða- málum. Þetta er ansi fjölbreytt nám og erfitt að gefa tæmandi upplýsingar um hvað það eigin- lega snýst. Það er alls konar skipulagning, að taka á móti ferðahópum, hvað á að gera fyrir þá, borgar sig að gera þetta og fleira í þessum dúr. Þetta er 2 ára skóli, mjög skemmtilegur." Þegar Ólöf stundaði nám vann Kristján á ýmsum hótel- um. Að námi loknu fluttu þau aftur til Osló. Þar fékk Kristján vinnu á einu glæsilegasta hóteli borgarinnar, Holmenkollen Park Hotel, en það var opnað þegar heimsmeistaramót á skíð- um var haldið þar á því herrans ári 1972. - Síðan komið þið heim og helgið Hótel KEA krafta ykkar? 4 - DAGUR - 29. ágúst 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.