Dagur - 29.08.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 29.08.1983, Blaðsíða 7
t'eggja liða sem bæði börðust af krafti. Hér má ekki milli sjá hvor hefur betur. Mynd: KGA. Gunni Gísla *C m ■ ■ ■ ■ ■ með tvo mork - er KA-menn tryggðu sér sigur í Akureyrarmótinu í knattspyrnu Gunnar Gíslason skoraði tvö mörk er KA-menn tryggðu sér sigur í Akureyrarmótinu í knattspyrnu í meistaraflokki, er liðið sigraði Þór 3:2 á laugar- daginn. KA vann fyrri leikinn 2:0. KA komst í 3:0 á laugardaginn, og þeir komust á bragðið með marki Gunnars úr vítaspyrnu á upphafsmínútunum. Vítaspyrnu, sem Bragi Bergmann, dómari, færði þeim á silfurfati. Gunnar átti í höggi við Árna Stefánsson og Þorstein markvörð og spyrnti Árni aftur fyrir endamörk. Bragi flautaði og benti inn í teiginn, en Gunnari líkaði það ekki og heimt- aði hornspyrnu. Hélt að Bragi héfði dæmt markspyrnu. En svo var ekki, víti var dæmt, og senni- lega fáir meira undrandi en Gunn- ar sjálfur. Hann skoraði svo af ör- yggi úr vítinu. Þórsarar fengu víti í fyrri hálf- leiknum er Halldóri Áskelssyni var brugðið innan vítateigs og framkvæmdi Bjarni Sveinbjörns- son spyrnuna. Honum brást boga- listin, og fór skot hans yfir markið. Staðan því 1:0 í leikhléi. Áður en Þórsarar komust á blað skoraði KA tvívegis í viðbót. Fyrst Steingrímur Birgisson. Hann komst einn inn fyrir vörn Þórs og skoraði með lausu skoti, í stöngina og inn. Gunnar Gíslason skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark KA með þrumuskoti af stuttu færi upp í þaknetið. Einar Arason skoraði fyrra mark Þórs með firnaföstu skoti utan vítateigs, knötturinn þaut framhjá varnarmönnum KA og hafnaði úti við stöng án þess að Þorvaldur ætti möguleika á að verja. Júlíus Tryggvason skoraði seinna markið með skoti af stuttu færi. Leikurinn var nokkuð fjörug- ur. KA byrjaði mun betur, en er líða tók á efldust Þórsarar mjög og sóttu meira. Bragi Bergmann, dómari, hafði því miður lítil tök í leiknum, og sleppti hann einum þremur vítaspyrnum, tveimur sem Þór átti að fá og eina víta- spyrnu misstu KA menn. Senni- lega hefur hann verið búinn að „fylla kvótann" eins og einhver sagði. Leiðinlegt þegar dómarar missa leikinn svona út úr höndun- um á sér. Akureyrarmótinu er um það bil að Ijúka og verður nánar fjallað um það i miðvikudagsblaðinu. olfi: enda- íöins irinn Konur: án forgjafar: Jónína Pálsdóttir GA 178 Inga Magnúsdóttir GA 184 Auður Aðalsteinsd. GA 214 með forgjöf: Jónína Pálsdóttir GA 144 Inga Magnúsdóttir GA 158 Auður Aðalsteinsd. GA 160 Unglingar: án forgjafar: Ólafur Gylfason GA 165 Ólafur Sæmundsson GA 171 Ólafur Þorbergsson GA 172 með forgjöf: Ólafur Gylfason GA 143 Ólafur Sæmundsson GA 145 Brynjar Bragason GA 145 Veitt voru aukaverðlaun þeim sem var næst holu á 18. braut síðari daginn, einum úr hverjum flokki. í karlaflokki var Héðinn Gunnarsson 0,98 m frá holunni. í kvennaflokki Auður Aðal- steinsdóttir 6,59 metra og í ung- lingaflokki Ólafur Þorbergsson 3,93 metra. gk-. Héðinn Gunnarsson púttar á níundu holu. Kúlan? Ofan I holunni að sjálfsögðu. Mynd: KGA ■ ■ ■ ■ ■ pvIYT I Valdimar Júliusson bar sigur úr být- um í hinu árlega Iðnaðardeildarmóti í golfi sem háö var fyrir helgina, eti í því móti þeytast starfsmenn lönaðar- deildar Sambandsins um með kúl- urnar sinar. Valdimar sent er algjör nýgræð- Iingur í þessari göfugu íþrótt vann á 31 höggi, en leiknar voru 9 holur. Hann gerði sér lítið fyrir og skaut sig- urvegaranum frá í fyrra aftur fyrir sig, en hann var enginn annar en Júlt- us Thorarensen, faðir Valdimars. Mátti Júlíus gera sér að góðu 2. verð- laun fyrir sín 32 högg. Þriðji varð svo Ólafur Þorbergsson hinn ungi á 38 höggum en hann hirti einnig auka- verðlaun fyrir að vera næstur holu eftir upphafshögg á 4. braut. Einhverjir eru sjálfsagt undrandi á þessutn tölum þeirra feðga sem eðiilegt er. Það þýðir því ekkert að reyna að leyna því að leikið var með svokallaðri „lðnaðardeildarforgjöf" sem talin er henta mjög vel fyrir þessa keppni. Brúttóskor keppenda fæst ekki gefið upp og er það einn liðurinn í þessari merku forgjöf. 1 Þótt áliðið sé sumars er enn eftir | að spila mðrg ntót hjá Golfklúbbi I Akureyrar. Tvö þeirra verða um Inæstu helgi, og koma í stað Klúbbakeppni GA, NK og GV sem fyrirhuguð voru en falla niður. Mótin um næstu helgi eru ..Four ball - best ball*‘ sem verð- ur háö kl. 10 á laugardagsmorg- un, en í þeirri keppni leika tveir og tveir sarnan. Á sunnudag er svo Natnlausi bikarinn á ferðinni. | og verða þá leiknar 18 holur með 3/4 forgjöf. Væntanlegum kepp- endunt í þetta mót er sérstaklega bent á að mæta 15 rnínútum áður 1 en keppnin hefst, en fvrstu ntenn leggja af stað kl. 10. Þeir sem koma eftir kl. 9.45 fá ekki að vera nteð. 29. ágúst 1983 - DAGUR - 7 wmmmmi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.