Dagur - 02.09.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 02.09.1983, Blaðsíða 5
Þessi mynd þarfnast ekki texta. Myndir: M.Þ. .. 11 . ' ,,Lengi býr að fyrstu gerð“ Dagný Sigurgeirsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur, vinnur við ungbarnaeftirlitið á Heilsuverndarstöð Akur- eyrar, en þær eru tvær sem sjá um eftirlit með ungbörn- um þar. Við króuðum Dag- nýju af og vildum fá að vita eitthvað um starfið. Hún er önnum kafin manneskja, en lét þó undan vegna þrýstings. „Við heimsækjum konur sem eru nýkomnar heim af sjúkra- húsinu með börn sín. Við skoð- um börnin, vigtum þau og spjöllum við foreldrana um gang lífsins. Fyrsta vitjunin er sérlega mikilvæg, einkum og sér í lagi til foreldra með sitt fyrsta barn. Það er ákaflega misjafnt hvernig foreldrar eru undirbún- ir, sumir eru með þetta allt á hreinu, en aðrir kunna varla að skipta á barni og baða það. Við reynum að leiðbeina fólki eins og kostur er. Það ber svolítið á því að for- eldrar séu óöruggir þegar þeir eru komnir með ungann sinn heim. Þeir þurfa að fá staðfest- ingu á að allt sé eðlilegt hjá þeim, ef barn er á brjósti, að það fái nóg að drekka og ýmis- legt fleira í svipuðum dúr. Við förum í 3-4 heimsóknir á hálfs mánaðar fresti. Síðasta heim- sóknin er því, þegar barnið er um 2ja mánaða. Óskaplega finnst manni börnin hafa stækk- að á þeim tíma. Þau eru fljót að vaxa og dafna og fyrr en varir sé ég þau hlaupa um með skóla- tösku á bakinu. Tíminn er svo fljótur að líða. - En er þörf fyrir þessa þjón- ustu nú á tímum, er þetta ekki voðalega gamaldags, ha? „Sei, sei, nei. Þetta er alveg bráðnauðsynlegt. Þessar heim- sóknir hafa tíðkast í fjöldamörg ár og þörfin hefur síst minnkað. Við veitum mun meiri þjóni.stu núna en áður var gert. Það eru margar spurningar, sem brenna á vörum hinna ungu mæðra og við reynum að leysa úr þeim eftir bestu getu, það fer mikill tími í spjall og þeim tíma tel ég að vel sé varið. Ungur einstakl- ingur verður að fá góða að- hlynningu og vera sem best undir það búinn að takast á við erfiðleika lífsins, þó vonandi láti þeir ekki á sér kræla of snemma. Eða eins og máltækið segir: Lengi býr að fyrstu gerð.“ Dagný Sigurgeirsdóttir. - bætti við: „Þetta er nokkuð sem allar konur ættu einhvern tíma að reyna. Það er svo skrýtið að vera allt í einu orðin mamma.“ Hvítvoðungarnir teyguðu síð- asta dropann að sinni, nú var kominn matmálstími mæðra þeirra og við þökkuðum fyrir spjallið. Freydís Laxdal með tvö nýfædd börn í fanginu. Tvær mæður gefa nýfæddum bömum sínum að drekka. Freydís Laxdal útskrifaðist sem Ijósmóðir árið 1960. Hef- ur hún starfað á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, nú samfellt í 8 ár, áður slitrótt, þar sem hún var sjálf að eiga börn. Alltaf hefur hún þó tekið á móti barni á hverju ári. - Hvað eru það þá mörg börn sem þú hefur tekið á móti? „Ég hef nú alltaf talið það saman, það eru 701 barn og verða 702 eftir hádegið! Það er ákaflega gaman að þessu starfi. Alltaf nýtt líf í kringum mann. Mikið um að vera og gaman að sjá börnin vaxa úr grasi. Ég man eftir einum kút, sem var óvenju- lítill, eiginlega agnarsmár, og var honum vart hugað líf, núna kem- ur hann oft og heimsækir mig og er hinn mannalegasti. Sérlega skemmtilegur og skýr strákur.“ - Sígild spurning, hvernig er aðstaðan hjá ykkur? „Vægast sagt fremur léleg. Það er óskaplega þröngt hérna. Við höfum eina fæðingarstofu og get- um verið með tvær konur í fæð- ingu í einu. Það getur skapað mikla erfiðleika. Stundum þurfa konur að bíða frammi á baði og það er ekki beint hægt að segja að það sé skemmtilegt. Annars er baðaðstaðan ógurlega léleg hjá okkur. Við fáum ekki sturtu sök- um peningaskorts og þurfum að notast við eitt baðkar. Menn sjá í hendi sér hversu þægilegt er fyrir konur, nýkomnar úr keis- araskurði að klifra ofan í baðkar. Það er svona það rosalegasta, Það er nú einu sinni árið 1983 og auknar kröfur gerðar til hreinlæt- isaðstöðu." - Hvað eru mörg börn hérna í einu? „Yfirleitt um 12-13 börn nú- orðið, áður voru oft 16-20 börn hér, þá lágu mæðurnar lengur. Eina nóttina fæddust hér fjögur börn og var mikið fjör, alltaf nóg að gera, en samt aldrei of mikið. Næstu nótt á eftir var engin fæð- ing og þá leiddist okkur.“ - Hvað með hinar ungu mæður, finnst þeim þetta ekkert erfitt? „Jú, jú, þær segja allar: „Ég kem sko ekki aftur“, svo eru þær fljótar að gleyma og komnar fyrr en varir.“ Freydís ljósmóðir fylgdi okkur inn á stofu eitt, sem þykir fjörug stofa í meira lagi. Það reyndist rétt, mæðurnar ungu voru að gefa börnum sínum að drekka og ekki annað sýnna, en þau tækju móðurmjólkinni vel og supu með áfergju. Það var spjallað í léttum tón á stofu eitt. Ein var nýkomin úr keisaraskurði og sagði okkur að ekkert væri að óttast. Þetta væri nú ekki mikið mál og engu þyrfti að kvíða. Allar voru sam- mála um að aðbúnaður væri í besta lagi, nema hvað baðaðstað- an væri ómöguleg. Það væri ógur- lega vel hugsað um þær. - Hvernig finnst þeim að vera með sitt fyrsta barn í fanginu? „Þetta er sérstök lífsreynsla að eignast sitt fyrsta barn. Það verð- ur öðruvísi næst, þá veit maður .. .skrýtið að vera allt I einu orðin mamma“ 2. september 19&3 -DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.