Dagur - 02.09.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 02.09.1983, Blaðsíða 11
Fjölmiðlar: Lee Marvin fer væntanlega á kostum ■ myndinni „Kúreki á krossgötum“ annað kvöld. Ég er ein af þeim sem státa mig af því að horfa aldrei á okkar ágæta sjónvarp. í síðustu viku varð þó smá undantekning þar á, nefni- lega ég gerði dálítið mikið af því að heimsækja vini og vandamenn og oftar en ekki var sjónvarpstæki opið er mig bar að garði. Hvort það var með ráði gert eður ei skal ég ekki fullyrða en fyrir bragðið sá ég óvenju mikið af dagskránni. Á uppáhaldsdegi þjóðar- innar, laugardaginn var ég svo gott sem límd við tækið. Um kvöldmatarleyt- ið var fuglamynd og sá ég síðari hluta hennar. Skildist mér að þessi ákveðna fugla- tegund sé að verða útdauð, eins og reyndar flest allar fuglategundir aðrar, sem sýndar eru í sjónvarpinu. Það er voða leiðinlegt. Ekki veit ég hvernig „hinn íslenski bændaaðall" hefur „fílað“ Rokk í Reykjavík. Mætti segja mér að þeim hafi þótt þetta ögn gáfulegur þáttur. Til- svör hinna reykvísku rokk- ara voru alltént spaugileg, einkum og sér í lagi stóðu meðlimir hljómsveitarinnar Q4U sig vel. Það var nú eitthvað annað er börnin lærðu gullaldar-íslenskuna af langafa sínum og undu sér sæl og rjóð með legginn sinn og skelina undir mold- arbarði. Og þurftu ekki að fara í bað á kvöldin. Nú er öldin önnur og óbeislaðir unglingarnir orga og garga uppi á sviði, brjótandi rándýr hljóðfæri. Það er sem ég segi, hvar enda þessi ósköp. Jæja, þetta tók enda, eins og annað. Þeir er enn sátu við tækin sín og voru með ráði og rænu hafa líklega séð geysispennandi kvikmynd um ástir, ævi og örlög....!? Rennur þá upp sunnu- dagur og þá man ég það allt í einu að fuglamyndin er ég minntist á áðan var send út þá. Það skiptir ekki máli á milli vina. Hins vegar hlust- aði ég á þáttinn hans Helga „Útvarp unga fólksins“ og hann er alltaf ágætur. Þá lenti ég í ákaflega erfiðri aðstöðu. Ég horfði á sjón- varpið með öðru gleraug- anu, en hlustaði á útvarpið með hinu eyranu. Það eru nefnilega ansi athyglisverð- ir þættir í útvarpinu á sunnudagskvöldum, þó þeir séu reyndar ekki frá RÚVAK! Það þýðir bara lítið að benda þjóðinni á þessa þætti núna, því þeir eru hættir. Þá er komið að hápunkti vikunnar hjá íslensku al- þýðunni, Dallas. Litlu munaði að ég missti af þætt- inum, sem og tveimur til þremur undanfarandi þáttum. Ég get þakkað vösku lögregluliði á Akur- eyri að ég sá þennan fræga þátt. Þannig var, að ég var úti að aka. Stöðvar þá lög- reglan bifreiðina og bendir mér góðfúslega á að ég aki um ljóslaus. Eg er ekki ljós heimsins og fór því vinsam- legast heim. Sem betur fer. Dallas var byrjaður. Rétt í þann mund er ég kem inn, var Sue Ellen, þessi elska, að ljúka við munngeyfluat- riði. Tók hún bæði margar og góðar syrpur í téðum þætti og er óhætt að segja að hún hafi verið í essinu sínu. Ég var ákaflega ánægð, því ég er að reyna að ná þessu. Mér finnst Sue Ellen vera svo góð, en Pamela er samt betri. Hún á líka svo góðan mann og það hefur mikið að segja. Það er ekkert gaman að vera óánægður í hjóna- bandinu. Þess vegna var gott hjá Sue Ellen að yfir- gefa J.R. Hann er nú líka svo ömurlegur, ég veit ekki hvað hún hefur séð við hann. En það dylst engum, að mál málanna er: HVERN DRAP J.R. í SUNDLAUGINNI? Ef einhver er svo stálheppinn að geta staðfest grun okkar um að það hafi verið Kristín, er sá hinn sami beðinn að láta vita hið fyrsta. Það hlýtur einhver að hafa séð þættina úti í Danmörku! Margrét Þóra Þórsdóttir. 2. september 19.^5 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Á döfinni. 20.45 í tilefni dagsins. Frá útiskemmtun á Lækj- artorgi á afmæli Reykja- víkurborgar 18. ágúst 1983. Þar komu fram Bergþóra Árnadóttir, hljómsveit Gunnars Þórð- arsonar og hljómsveitin Kikk. 21.15 Mið-Ameríka. Fréttaþáttur í máli og myndum. 22.00 Elskað af ásettu ráði. Ný sovésk bíómynd. Leikstjóri: Sergei Míkelj- an. Aðalhlutverk: Olég Jank- ovskí og Jevgénía Glus- henko. Iþróttagarpur nokkur gerir sér ljóst að hann muni aldrei skara fram úr í grein sinni og hallar sér þá að flöskunni. Hann kemst í kynni við stúlku sem stappar í hann stál- inu og bendir honum á leið til að efla viljastyrk- inn. 23.30 Dagskrárlok. 3. september 17.00 íþróttir. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 í blíðu og stríðu. 20.55 Blekkingameistarinn mikli. 21.25 Hér er kominn köttur. Bandarísk teiknimynd um köttinn Gretti (Gar- field), Jón húsbónda hans og aðrar persónur úr teiknimyndasögum eftir Jim Davis. 21.50 Kúreki á krossgötum. (Monte Walsh) Bandarískur vestri frá 1970. Leikstjóri: William A. Freker. Aðalhlutverk: Lee Marvin, Jack Palance og Jeanne Moreau. í aldarfjórðung Ufði Monte Walsh kúrekalífi í „villta vestrinu6 * * * * 11. Fáir stóðu honum á sporði í reiðmennsku, skotfimi, áflogum, drykkju og kvennafari. En með breyttum tímum fer að halla undan fæti fyrir gömlu kempunni. 23.40 Dagskrárlok. 4. september 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Amma og átta krakkar. 18.30 Frumskógarævintýri. Ljónaskógurinn. 19.20 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Hópflug ítala 1933. Kvikmynd sem ítaUr gerðu árið 1933 af sögu- frægu flugi Balbos hers- höfðingja og sveitar hans frá ítaUu yfir Norður-Atl- antshaf til Ameríku með viðkomu í Reykjavík og aftur til baka. 21.20 Amma og himnafaðir- inn. 22.25 Kvöldtónleikar. Konsert fyrir gítar og hljómsveit efth Castel- nuovo Tedesco. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur. Einleikur á gítar: Pétur Jónasson. Stjómandi: Jean-Pierre JacquUlat. 22.50 Dagskrárlok. 5. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Tommi og Jenni. 20.45 íþróttir. 21.20 Lítil þúfa. Endursýning. íslensk kvikmynd frá 1979 eftir Ágúst Guð- mundsson. Um unghngs- stúUcu sem verður bams- hafandi. 22.20 Hverjir vildu páfa feig- an? Dönsk fréttamynd um banatUræðið við Jóhann- es páfa vorið 1981. 23.05 Dagskrárlok. Þrídj udagur 6. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Vekjaraklukkumar sjö. 20.50 Fjármál frúarinnar. Lokaþáttur. 21.45 Erwin Rommel hers- höfðingi. Síðari hluti. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 7. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Bamið þitt i umferðinni. Tíbet. Síðari hluti. 21.40 Fontamara. ítalskur framhalds- myndaflokkur í fjóram þáttum sem gerist á fyrstu valdaáram fasista að mestu í smáþorpinu Fontamara á Mið-ítaUu. 22.40 Dagskrárlok. Dagskrá RXJVAK næstu daga ...... ■ "-:===T~r - Umf?ión: Hilda TnrfaHrStt.ir 11 'íft T.vctanlri ^ ' Söguspcgill: Umsjón: HUda Torfadóttir Laugum í Reykjadal. ?7> hringur^ Haraldur Ingi Haralds- son hefur í sumar sagt okkur af Arthúr kon- ungi og riddurum hring- borðsins. Á miðvikudag kl. 10.50 verður 7. og síðasti þáttur Haraldar á dagskrá. Við báðum hann að segja okkur af þessum þáttum. Þegar hér er komið sögu, er heldur farið að síga á ógæfuhliðina hjá Arthúr konungi og riddur- um hringborðsins. Ríki Arthúrs, Logre er að líða undir lok. Sir Gavain er látinn og Arthúr konung- ur á í vændum grimmilega orustu við Mordred. Frá því verður sagt í næsta þætti. Þetta er hringur, eins og svo margt annað, árið er hringur og lífið er hringur, hefst á fæðingu og endar á dauða. Þannig er þessi saga um Arthúr konung. Hún hófst er hann fæddist og endar á dauða hans,“ sagði Har- aldur Ingi Haraldsson umsjónarmaður Sögu- spegils. 1. sept. 8.30 Ungirpennar. Stjórnandi: Dómhildur Sigurðardóttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Fuglinn sagði eftir Jó- hannes úr Kötlum, Dóm- hildur Sigurðardóttir les. 23.00 Náttfari. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 2. sept. 21.30 Sveitalínan. 3. sept. 13.10 Sporbrautin. Umsjón: Öm Ingi og Ólaf- ur H. Torfason. 4. sept. 9.05 Morgunstund barnanna. Fuglinn sagði eftir Jó- hannes úr Kötlum, Dóm- hildur Sigurðardóttir les. 11.30 Lystauki. Þáttur um lífið og tilver- una í umsjá Hermanns Arasonar og Hafþórs Helgasonar. Þríðjudagur 5. sept. 9.05 Morgunstund barnanna. Fughnn sagði eftir Jó- hannes úr Kötlum, Dóm- hildur Sigurðardóttir les. 17.05 Spegilbrot. Þáttur um sérstæða tón- listarmenn síðasta ára- tugar í umsjá Snorra Guð- varðssonar og Benedikts Más Aðalsteinssonar. Miðvikudagur 6. sept. 9.05 Morgunstund barnanna. Fughnn sagði eftir Jó- hannes úr Kötlum, Dóm- hildur Sigurðardóttir les. 10.50 Söguspegill. Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson. Ungir pennar: „Mest efni frá Akureyri“ Hnraldur Ingi Haraldsson. Dómhildur Sigurðar- dóttir hefur séð um þáttinn „Ungir pennar“ sem er á dagskrá út- varpsins á föstudags- morgnum kl. 8.30. Þátt- urinn er sendur út einu sinni í viku og skiptast þær Dómhildur og Hildur Hermannsdóttir í Reykjavík á að hafa umsjón með þættinum. Þátturinn er því sendur hálfsmánaðarlega út héðan frá Akureyri. „í þættinum er ein- göngu flutt efni eftir börn, 12 ára og yngri. Þetta er aðsént efni og hafa krakk- arnir bara verið nokkuð duglegir að senda efni í þáttinn. Það tekur að vísu alltaf svolítinn tíma að koma svona þætti af stað, krakkarnir eru að átta sig. Mikill hluti efnisins er sögur, ýmiskonar ævin- týri og annað slíkt, sem krakkarnir búa til. Svo er þó nokkuð um frásagnir af atburðum sem þau hafa upplifað sjálf. Oft mjög skemmtilegar frásagnir. Þá höfum við fengið nokkur ljóð og vísur, en það er frekar lítið um þannig sendingar, þær mættu vera fleiri. Ég reyni að hafa upp á þeim er senda inn efni og jalla svolítið við þau. g fæ mest efni sent frá Akureyri, en það er að aukast, að krakkar frá nágrannabyggðunum sendi mér efni. Það eru krakkar frá Húsavík og framan úr firði sem hafa verið einna duglegust,“ sagði Dómhildur. Þátturinn verður á dag- skránni í vetur einu sinni í viku. Að lokum vildi Dómhildur nota tækifær- ið og hvetja alla krakka til að senda efni í þáttinn. 2. september 1983 - DAGUR .—.-11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.