Dagur - 02.09.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 02.09.1983, Blaðsíða 9
„Skyldi það vera skagfírskt mont — sem skýlir fyrir vestanátt?“ Axel Þorsteinsson á Litlu- Brekku, Hofshreppi Skag. orti í bændaför um Eyjafjörð: Hér er sjaldan veður vont, virðist komið undir slátt. Skyldiþað vera skagfirskt mont sem skýlirfyrir vestanátt? Að ferðalokum kvað hann: Drottinn blessi blómlegar byggðir Eyjafjarðar. Megi dafna og þrífast þar það sem mestu varðar. Einhverju sinni kvað Axel: Margt erþað á mínum bæ sem mætti beturfara. Ýmsu kastað er á glæ sem ætti þó að spara. Húsfreyja Axels, Kristbjörg S. Bjarnadóttir, svaraði að bragði: Það ergömul þenking mín að þeir ættu ekki að kenna sem að alltafelska vín og eigum sínum brenna. Kristbjörg kvað á ferð um Sprengisand: Úr sér breiðir auðnin ber, undrast vegfarandi. Engan gróður augað sér uppi á Sprengisandi. Og seinna í sömu för: Lítið blóm við fjalla frið fegurð lætur skarta. - Yfirhverju erum við alla daga að kvarta? Eftirfarandi vísu orti Kristbjörg á sjúkrahúsi: Eftirreynslu afýmsu tagi ætla ég að fullyrða: Þeir þurfa að hafa heilsu í lagi sem hafna inni á spítala. Talið er að Skáld-Rósa hafi ort þessa vísu um eiginmanninn: Mikil blinda mér varð á mig við binda dræsu þá sem aldrei hrinda af sér má. Ekki eru syndagjöldin smá. Þessi ljóta vísa er höfð eftir fal- legum manni á Akureyri: Lýgur, stelur, sálu selur, sá oft kvelur náungann. Glæpi felur syndaselur seg, hver elur verri mann. Steingrímur í Nesi kvað á sínum tíma um efnahagsmál íslend- inga: Tóma hausa og dálka dregur dapur aflamaður - hinu hefur sporðrennt hættulegur hákarlinn í kjölfarinu. Magnús Teitsson kvað: Alla daga Óli minn er að slá í rekju. Tilsýndar er teigurinn sem tíkarskinn á þekju. Jóhannes í Engimýri kvað um sláttumann: Hann erað slá meðhraustrimund. Heyrast fáir hvellir, sveiflar ljá um grýtta grund, grænu stráin fellir. Beitir undra beittum ljá best ímundum laginn. Flöt að grundu falla strá fyrsta hundadaginn. Einar Árnason á Finnsstöðum kvað um fyrirhyggjusama bú- konu: Henni er kynntist fljótt ég fann fyrirhyggju rara. Eld að sinni köku kann konan velaðskara. Fyrirhyggjan finnst mér þó frekar verða að sökum efhún skarar eldinn frá annarra manna kökum. Af stráksskap sínum orti for- sjármaður þáttarins svo um ábúðarmikinn kirkjugest er tók það fyrir að sópa fólki í sæti jafn- ótt og því snjóaði inn í helgi- dóminn: Hann sem aldrei herstjórn brast hjörð í krærnar velur. Guðs í réttum ryðst um fast rannsakar og telur. Jón Bjarnason. Föstudagur: Laugardagur: Sumargleðin syngur! Opnað kl. 20. Söngur, grín og gleði. Hijómsveitin Miðaldamenn frá Siglufirði Húsið er opnað kl. 19 fyrir matargesti. Opnað kl. 21 fyrir aðra gesti. leikur fyrir dansi til kl. 03. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar heldur uppi stanslausu fjöri til kl. 03. Sunnudagur: Miðasala og borðapantanir í Sjallanum frá kl. 16. Diskótek frá kl. 21-01. Mánasalur Salatbar í hádeginu. opinn alla daga og öll kvöld. Málverkasýning alla daga. Geislagötu 14, gengið inn að norðan (aðaldyr). Berjatínsla Þar sem berjaspretta hefur alveg brugðist í landi Kóngsstaða í Skíðadal verða engin leyfi veitt til berja tínslu. F.h. landeigenda. Aðalsteinn Óskarsson. Steypustyrktarjárn Höfum til sölu á hagstæðu verði nokkurt magn af steypustyrktarjárni 8-10-12-16 mm. Fjalar hf Húsavík, sími 41346. Einnig strigaskór á börn og fullorðna. Verð frá kr. 229.- PÓStSendum. Skovinnustofa Akureyrar Hafnarstræti 88, sími 23450. Addi Sport ekta leður- og rúskinnsskór stærðir 39-44. Verð kr. 390.- Starfskraftur óskast til skrifstofustarfa Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja reynslu af tölvuvinnslu. Nánari upplýsingar gefur Óli Valdimarsson Kjötiðnaðarstöð KEA. Uppiýsingar ekki gefn- ar í síma. Ritstjórn Auglýsingar Afgreiðsla Sími (96) 24222 Eiginmaður minn og faðir okkar JÓN ÞÓRARINSSON Víðilundi 2f, Akureyri andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 30. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. sept- ember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Eydís Einarsdóttir og synir. 2. september 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.