Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 5. september 1983 98. tölublað Fjórðungsþing Norðlendinga: Búsetu li atvinnu- þróun aðalmálin Fjórðungsþing Norðlendinga var haldið á Raufarhöfn um helgina og var aðalmál þings- ins búseturöskun og atvinnu- þróun á Norðurlandi. Þingið sóttu um % þeirra þingfulltrúa sem þar áttu rétt til setu, og mun ástæðan fyrir því að mæt- ing var ekki betri fyrst og fremst vera sú að vel viðraði til heyskapar þá daga sem þingið stóð yfir og tóku margir þann kostinn að sinna fremur hey- skapnum þessa daga. í skýrslu Hafþórs Helgasonar starfsmanns Fjórðungssambands- ins um búsetu- og atvinnuþróun á Norðurlandi kom fram að á ár- unum 1961-1970 fluttu 2.417 fleiri frá Norðurlandi en þangað, og til viðmiðunar má geta þess að íbúar Húsavíkur 1. desember sl. voru 2.487. Þar kom einnig fram að á árunum 1981-1982 fluttu 287 fleiri frá Norðurlandi en þangað og nemur sú tala hér um bil íbúa- fjölda Hofsóss 1. desember sl. í skýrslu sinni sagði Hafþór m.a.: „Sjálfsagt er hægt í löngu máli að tína til fjölmargar ástæð- ur þess að fólk á ákveðnu lands- svæði tekur þá ákvörðun að pakka niður búslóð sinni og flytja sig um set. Ég er þó persónulega þeirrar skoðunar að hér vegi þyngst áhrif fjölmiðla á skoðana- myndun almennings í landinu. Landsbyggðarmenn þekkja mæta vel fréttaflutning ýmissa ónefndra fjölmiðla á síðustu árum í garð þeirra atvinnuvega sem leggja grunninn að blómlegu atvinnulífi utan suðvesturhorns- ins, landbúnaðar og sjávar- útvegs. Samfelldar úrtölur og viðvarandi harmagrátur hlýtur þegar til lengdar lætur að breyta viðhorfum fólks í þessum efnum og við slíku er vart um annað að ræða en beita á móti, í fjölmiðl- um, jákvæðum áróðri fyrir bú- setu á landsbyggðinni og vinna með því trú fólksins á framtíð sinnar byggðar á ný . . ." Fjölmargar tillögur voru lagðar fram á þinginu og samþykktar. Þar var á meðal tillaga um virkj- anaröð og uppbyggingu iðnaðar og hljóðar hún þannig: „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Raufarhöfn 1.-3. sept. 1983 leggur áherslu á að haldið verði áfram virkjun Blöndu með eðlilegum hraða og ekki verði vikið frá áformaðri virkjanaröð þannig að Fljótsdalsvirkjun komi í framhaldi af Blönduvirkjun. Þingið leggur þunga áherslu á að virkjunin Búrfell 2 og stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík verði ekki til þess að seinka bygg- ingu virkjana á Norður- og Aust- urlandi sem eru forsendur meiri- háttar iðnaðar í þeim landshlut- um. Þingið fagnar stofnun hvers konar héraðssamtaka um iðn- þróun og telur að slík samtök geti í samvinnu við iðnráðgjafa stuðl- að að fjölbreyttara atvinnulífi víðast á Norðurlandi. Fjórðungsþing ítrekar fyrri samþykktir um orkuiðnað norðanlands, svo sem við Eyja- fjörð, steinullarverksmiðju á Sauðárkróki, trjákvoðuverk- smiðju við Húsavík og aðra stærri iðnaðarkosti. Fjórðungs- sambandið leggur á það áherslu að við meiriháttar atvinnuupp- byggingu sé tekið fullt tillit til náttúruverndar- og umhverfis- sjónarmiða. Mikilvægt er að veitt verði fé til rannsókna á þessu sviði." í blaðinu nk. miðvikudag verð- ur nánar sagt frá þinginu og sam- þykktum þess. Sjóstangaveiðimót Akureyrar var haldið um helgina og kom þá margur stórfiskurinn á land. Hér er haldið til hafs í morgunkulinu. Mynd: ESE. .SkiDtir mali Æá%mt bls. 3 "¦"--¦- ¦ "'-¦......¦'-'-,' ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦-¦-¦¦¦¦ -¦¦¦¦¦¦¦¦:¦¦¦. " ¦-¦¦¦¦ ....;¦.¦¦-¦¦¦. ,¦.¦.¦..,-¦.-,..,..¦,....,,......., ,,,.,:- .¦¦„.. .,.--¦........., -¦ ,.. „FÓiK hClulll' i m l^^ád í beiiuim" \ bls. 8 i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.