Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 9
Samningar Gúmmívinnslunnar hf. og sænska fyrirtækisins JLP Product: Mestar vonir bundnar við framleiðslu á gúmmíbobbingum Nú standa yfir samningar á mUli Gúmmívinnslunnar hf. og sænska fyrirtækisins JLP Pro- duct um einkarétt Gúmmí- vinnslunnar á framleiðsluvör- um JLP Product á íslandi. JLP Product hefur þróað sér- staka tækni til nýtingar á gúmmí- salla er fellur til við hjólbarðasól- un. Jan Lensmar forstjóri JLP er staddur hér á Akureyri fyrir hönd fyrirtækisins og kynnti hann framleiðsluvörur sínar fyrir blaðamönnum. Jan Lensmar rak um tíma sóln- ingarverkstæði í Svíþjóð og sá þá að hugsanlega væri hægt að nýta sallann til iðnaðarfram- leiðslu. Afraksturinn af athugun- um Jans kom í ljós 1980, er hann hafði þróað framleiðsluaðferðir og blandað ýmsum kemískum efnum saman við gúmmísallann. Aðalframleiðsluvörur JLP Pro- duct eru gúmmímottur í gólf bygginga og er mikil eftirspurn eftir þeim. Einnig framleiða þeir gúmmíbobbinga og vegahnalla o.m.fl. Þórarinn Kristjánsson aðaleig- andi Gúmmívinnslunnar sagði mestar vonir bundnar við fram- leiðslu á gúmmíbobbingum hér á íslandi. Tilraunir með slíka framleiðslu væru þegar hafnar og hefðu gúmmíbobbingar fram- leiddar að hætti JLP Product þeg- ar verið notaðir um borð í Harð- bak um 2ja mánaða skeið og þeir hefðu reynst vel. Þórarinn sagði að ekki ættu að vera vandræði með hráefnisöflun til framleiðsl- unnar, árlega falla til 3-400 tonn af gúmmísalla í landinu og von- aði Pórarinn að samstarf tækist við önnur sólningarverkstæði á landinu, þannig að Gúmmí- vinnslan myndi kaupa sallann af verkstæðunum. Nú er gúmmísalli einskis virði og er ekið á haug- ana. Ýmsar tilraunir standa nú yfir hjá Gúmmívinnslunni á hinum ýmsu framleiðsluvörum JLP Product, en eins og áður sagði eru mestar vonir bundnar við gúmmíbobbingana, einnig kemur sterklega til greina að hafin verði framleiðsla á vegahnöllum og gúmmíklæddum bryggjustólpum. Taldi Þórarinn að stór markaður ætti að vera fyrir framleiðsluvör- ur Gúmmívinnslunnar í framtíð- inni, bæði innanlands og utan. Markaðskönnun fer nú fram og ef niðurstöður verða jákvæðar verður hafist handa af fullum krafti. Þetta er nokkuð kostnað- arsamt í byrjun, en vonir standa til að Gúmmívinnslan fái lán úr Iðnlánasjóði, einnig myndi Iðn- þróunarfélagið vera inni í mynd- inni og hefur það gerst meðeig- andi í Gúmmívinnslunni, þó með þeim fyrirvara að geta dregið sig út úr þegar framleiðslan er komin á góðan rekspöl. Myndi þá sjóð- urinn leggja féð í annað fyrir- tæki. Sagði Finnbogi Jónsson fulltrúi Iðnþróunarfélagsins, að heimspekin á bak við Iðnþróun- arfélagið væri einmitt að leggja fé í fyrirtæki og hjálpa þeim yfir erfiðasta hjallanm Síðan hyggjast þeir draga sig út úr viðkomandi fyrirtæki og leggja peningana sem losna í annað fyrirtæki, sem þá er að hefja starfsemi sína. Nú starfa fjórir fastráðnir menn við Gúmmívinnsluna og sagði Þórarinn að framtíðin yrði að skera úr um hvort hægt væri að veita fleiri mönnum vinnu. Gúmmívinnslan hf. hefur fest kaup á húsi uppi á Rangárvöllum og er að flytja starfsemi sína þangað. Jan Lensmar forstjóri JLP Pro- duct sagði að lokum, að sér litist mjög vel á samstarfið við Gúmmívinnsluna og að hann teldi að framleiðsluvörurnar ættu mikla framtíðarmöguleika á ís- landi. Jan Lensmar forstjóri JLP Product skýrir gang framleiðslunnar. Finnbogi Jónsson fulltrúi Iðnþróunarfélags, Þórarinn Kristjánsson eigandi Gúmmívinnslunnar hf., Pétur Rafnsson eigandi Bandag í Reykjavík, en þeir hafa keypt 10% í Gúmmívinnslunni og Jan Lensmar forstjóri JLP Product. Steypustyrktarjárn Höfum til sölu á hagstæðu verði nokkurt magn af steypustyrktarjárni 8-10-12-16 mm. Fjalar hf. Húsavík, sími 41346. I SK0LANN— Leikfimiskór, bolir og buxur í öllum stærðum. Haust- og vetrarfatnaðurinn byrjaður að koma. ^...-") TILB0Ð! Allir þeir sem kaupa boli eða æfingagalla fá nafnið sitt prentað á viðkomandi flík (endurgjaldslaust). Opið föstudaga til kl. 19.00 \ og laugardaga 10-12. HLÍBU Bkv VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI sunnuhlíð TT sími 22146 íbúðir á Húsavík (fyrirhugaöri byggingu fjölbýlishúss við Grundargarð eru til sölu á frjálsum markaði 2ja, 3ja og 4ra her- bergja íbúðir. Áætlað er að afhenda íbúðirnar síðla árs 1984, tilbúnar undir tréverk, húsið frágengið að utan og sameign frágengin. Góðar íbúðir. '» l Dalvíkurbær W- ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja grunn fyrir 8 íbúða fjöl- býlishús sem reisa á að Karlsrauðatorgi 26 Dalvík. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofunni Dalvík frá og með þriðjud. 6. sept. 1983 gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjud. 13. sept. kl. 11.00. Stjórn verkamannabústaða Dalvík. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ! aUMFERÐAR RÁO 5! septerríber Vö'éá - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.