Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 2
„Það var mikið
djammað í stof-
unni heima
Steingrímur Óli
Sigurðarson í Viðtali Dags-ins
Hvað er það leið-
inlegasta sem þú
gerir?
Guðrún Adolfsdóttir:
Aö velja afmælisgjafir.
Guðmundur Lárusson:
Pað leiðinlegasta? Að borða
siginn fisk.
Jón Amar Guðbrandsson:
Taka upp kartöflur.
Hlynur Pálmason:
Það er leiðinlegast að taka upp
kartöflur og líka að reikna.
Ásgrímur Þorsteinsson:
Það er nú svo margt. Leiðinleg-
ast er samt hversu mikið er af
fþróttum í sjónvarpinu. Þetta
ætlar allt Iifandi að drepa.
Steingrímur Óli Sigurðarson er
mikill áhugamaður um
trommuleik. Nú er hann á
góðri leið með að verða
atvinnumaður í þessum göfuga
hljóðfæraleik. Steini hefur
komið víða við í bransanum og
lék okkur forvitni á að vita
eitthvað um trommuferilinn.
- Hvenær vaknaði áhuginn?
„Ég byrjaði 5 ára að berja leik-
föng í takt við Bítlana. Eldri syst-
ur mínar hlustuðu mikið á þá, ég
var eiginlega alinn upp við tónlist
þeirra. Svo þegar ég er 9 ára
gamall, er ég sendur í Tónlistar-
skólann og lærði á trompett, en
gafst upp á honum eftir árið, því
aðrir voru mér betri. Síðan upp
úr fermingu eignaðist ég fyrsta
trommusettið. Það var mikið
djammað í stofunni heima á þess-
um árum. Þau voru mörg böndin
sem maður gekk í og úr á þessum
tíma. Meðan ég var í Gagganum,
spilaði ég töluvert mikið með
Gunna Gunn og Viðari Edvalds-
syni. Við stofnuðum hljómsveit-
ina Flúr. Síðan lá leiðin í
Menntaskólann og þar datt ég
inn í hljómsveitina Hver fyrir til-
viljun. Það var fyrsta alvaran í
þessu. Nú, og í þrjú sumur, með-
an ég var í MA, þvældist hljóm-
sveitin víða um landið við góðan
orðstý! Við héldum okkur mest
við Austurlandið, því þar voru
mestu uppgripin. Það er óhætt að
segja, að maður var litinn horn-
auga fyrir að vinna eingöngu fyrir
sér sem poppari á sumrin. Við í
Hver tókum þessu eins og hverri
annarri vinnu. Við spiluðum frá
júní og fram í september, yfirleitt
2-3 kvöld í viku.
- Þið fenguð svarta söngkonu
til liðs við ykkur?
„Já, síðasta sumarið sem
hljómsveitin var starfandi feng-
um við Susan Causey blökku-
söngkonu frá Los Angeles til liðs
við okkur. Það lá eiginlega beint
við vegna tónlistarinnar sem við
spiluðum, hún var sótt til blökku-
manna, funk, soul og rythim and
blues. Okkur langaði að öðlast
meiri reynslu í þessari tónlist.
Auðvitað trekkti hún að líka.
Einn reiður hringdi:
Það er vel við hæfi nú þegar ný-
lega hafa verið afhent svokölluð
fegrunarverðlaun hér í bænum til
þeirra sem hafa snyrtilegt í kring-
um sig og sína að benda á stað
þar sem æskilegt væri að tekið
Við komumst í samband við hana
í gegnum Jakob Magnússon.
Þetta sumar, 1980, fluttum við
okkur að mestu yfir á Suðurland-
ið.“
- Var ekki lítill tími aflögu
fyrir námið í Menntaskólanum?
„Hann var oft ansi lítill, jú. Ég
kenndi trommuleik við Tónlistar-
skólann í 2 vetur með náminu,
síðan spilaði ég með hljómsveit
Tónlistarskólans og hún spilaði
m.a. með Passíukórnum.
Þá var ég einnig í hljómsveit-
inni Jamaica, en hún spilaði um
hverja helgi í Sjallanum. Það er
ekki holl atvinna, ekki nógu gef-
andi. Það má segja að námið hafi
verið í hálfgerðri rúst. En það
gekk nú samt upp.
- Og eftir stúdentsprófið?
„Þá fór ég að vinna í Ríkinu,
var ríkisstarfsmaður. Það voru
ansi margar flöskurnar sem ég
missti í gólfið. Við skulum bara
sleppa því. Um veturinn fór ég
suður. Var í Jazzdeild Tónlistar-
skóla FÍH þar sem ég stundaði
nám í víbrafónleik og á ásláttar-
hljóðfæri. Þetta er mjög heimil-
islegur skóli, gott andrúmsloft og
hann er mátulega lítill. í Jazz-
deildinni er fjöldinn allur af
hljómsveitum í gangi, sem allir
nemendur eru meira og minna í.
Það er lögð áhersla á að allir spili
með öllum. Við höldum opinbera
tónleika a.m.k. einu sinni í mán-
uði og reynum að djamma eins
mikið og við getum í skólanum.
Maður er eiginlega djammandi
allar stundir. Þessi vetur í
Reykjavík varð mér ómetanleg
reynsla. Ég spilaði með mörgum
af færustu tónlistarmönnum
landsins. Ég var t.d. í Sinfón-
íunni og það var stórkostlegt. Þá
spilaði ég með Jazzkvartett Árna
Scheving, en í honum voru Pálmi
Gunnars, Sigurður Flosason og
Jóhann Ásmundsson (Mezzo-
forte). Við fórum í hljómleika-
ferðir til Húsavíkur og Sauðár-
króks og spiluðum mikið í
Reykjavík.
- Svo ertu tollvörður í sumar,
ertu búinn að leggja kjuðana á
hilluna?
væri til hendi.
Sennilega hafa margir séð
gamla braggakumbaldann sem er
við suðurenda flugbrautarinnar.
Þetta er eldgamall braggi að
hruni kominn og er langt frá því
að vera nokkur prýði að honum.
„Nei, aldeilis ekki. Ég hef var-
ið tímanum í sumar við æfingar.
Ég hygg á frekara nám í trommu-
leik. Ég sótti um skóla í Banda-
ríkjunum, Percussion Institute
of Technology heitir hann og er
í Hollywood. Þetta er jazzskóli,
þar sem áhersla er lögð á að mað-
ur sé við hljóðfærið allan sólar-
hringinn ef svo má segja. Þarna
úti er m.a. kennd upptökutækni
og tónsmíðar, en það er nám sem
fyrirfinnst ekki hér á landi. Það
hefur einn íslendingur stundað
þarna nám áður, Björn Thor-
oddsen gítarleikari. Þarna er
fyrst og fremst reynsluskóli og
Ég veit ekki betur en það sé langt
síðan fjarlægja átti braggann en
það hefur ekki verið gert enn ein-
hverra hluta vegna. Mér er bara
spurn: „Hvers vegna ekki?“. Það
er talað um ýmsa staði í bænum
þar sem taka þarf til hendi, og
tekur hann eitt ár.“
- Atvinnumöguleikar
trommuleikara, eru þeir miklir?
„Auðvitað er þetta voðalega
klikkað nám. Rándýrt og litlir
tekjumöguleikar að því loknu, en
það er alþekkt fyrirbæri í listum,
ekki satt? Það er alltaf hægt að
halla sér að kennslu þegar heim
kemur og ég lít ekki á það sem
neina þrautalendingu.
- Hvað ertu að aðhafast í
augnablikinu?
„Ég spila með hljómsveit Tón-
listarskólans í My Fair Lady, við
erum að æfa stíft þessa dagana.“
væri hægt að nefna marga hér, en
mér finnst brýn nauðsyn til að
losa okkur vegfarendur við þenn-
an braggaófögnuð.
Steingrímur Óli Sigurðarson.
2 - DAGUR - 5. september 1983