Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hjörleifur bauð Alusuisse 9,5 mills Viðskipti íslendinga við Alusuisse hafa mikið verið í sviðsljósinu undanfarin ár og verið eitt helsta áróðursmál Alþýðubandalagsins. Alla sína ráðherratíð var Hjörleifur Gutt- ormsson að berjast við Alusuisse um hækkað raforkuverð til álversins í Straumsvík þótt menn deili raunar um hvort barátta Hjörleifs væri háð í alvöru eða hvort hann væri ein- ungis að byggja upp áróðursstöðu fyrir Al- þýðubandalagið, alla vega náði hann engum árangri, raforkuverðið til álversins var jafn lágt daginn sem hann fór úr ráðherrastólnum og daginn sem hann settist í hann. Framkoma iðnaðarráðherrans fyrrverandi í álmálinu var ekki sannfærandi og raunar furðuleg með köflum. Ótímabærar yfirlýsing- ar, lítt grundaðir sleggjudómar og tíð skoð- anaskipti hleyptu stífni í málið og samninga- nefnd sem Hjörleifur skipaði fékk alls ekki að taka þátt í samningaviðræðum; í þeim fengu einungis að taka þátt rauðleitir riddarar Hjör- leifs konungs. Að lokum fór svo að fulltrúi Framsóknar- flokksins, Guðmundur G. Þórarinsson, sagði sig úr samninganefndinni. Guðmundur mat stöðuna á þeim tíma þannig að mögulegt væri að hefja alhliða samningaviðræður við Alusuisse m.a. um orkusölusamninginn, samning sem í reynd hefur engin endurskoð- unarákvæði og þá þegar mætti fá fram veru- lega hækkun á orkuverðinu sem fyrsta skref í þá átt. Því miður var ekki hlustað á þetta mat Guðmundar og Hjörleifur hélt áfram gönu- hlaupi sínu. Á morgun hefst í Zurich viðræðufundur með fulltrúum Alusuisse. Er jafnvel búist við því að samkomulag náist við svissneska auð- hringinn. Og um hvað verður samið? Á þessari stundu er ekki mögulegt að segja til um það en búast má við að aðalatriði sam- komulagsins verði hækkað orkuverð sem fyrsta skref og ákvörðun um að hefja alhliða samningaviðræður þ.e. nákvæmlega það sem Guðmundur G. Þórarinsson sagði að mætti ná fram fyrir nær ári. Hefur þetta ár kostað ís- lenska þjóðfélagið milljónatugi og ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar hefur alls kostað hundruð milljóna vegna þessa atriðis eins því það er næsta víst að ef rétt hefði verið á málunum haldið mátti ná svipuðum samning- um fram seint á síðasta áratug. Og gaman verður að sjá hvernig Hjörleifur Guttormsson bregst við ef byrjunarhækkun sú sem nú næst á rafmagnsverðinu verður 9,5 mills eða hærri í ljósi þess að vorið 1982 var Hjörleifur tilbúinn að selja álhringnum raf- magn á 9,5 mills, en fann um það leyti þef af komandi kosningum, sneri við blaðinu og fórnaði íslenskum hagsmunum til að geta notað álmálið á áróðurshringekju Alþýðu- bandalagsins! H. Ingib. Örvar þenur nikkuna í upptökusalnum, Mynd: KGA „Nikkan stendur alltaf fyrir sínu“ „Ég er að taka hérna upp 14 laga plötu,“ sagði Orvar Kristjánsson harmonikuleik- ari er við slógum á þráðinn til hans í Studío Bimbó fyrir helgina, en þar var Örvar ásamt fleiri mönnum að vinna við upptöku á nýrri plötu. „Þetta er svona líkt og við höfum gert áður við Pálmi,“ sagði Örvar, en útgefandi plöt- unnar er Pálmi Stefánsson í Tóna-útgáfunni. „Þetta er ein- göngu spiluð tónlist, gömlu dansarnir sígildu, en lögin eru eftir hina og þessa og okkur Pálma. Það er líka gaman að geta þess að Pálmi leikur sem gestur á plötunni tvö lög. Þetta er fyrst og framst harmoniku- plata og fyrir þá sem hafa áhuga á slíkri tónlist.“ - Er til mikið af íslenskum harmonikuplötum? „Já þó nokkuð, sjálfur hef ég spilað inn á tvær slíkar og það er talsvert til af þessu.“ - Hvernig hafa harmoniku- plötur þínar gengið til þessa? „Petta hefur gengið bara býsna vel, og ég held að þær hafi ekki „dánað.“ Það er alltaf að stækka sá hópur sem hefur áhuga á þessari tónlist og það hefur verið ör þróun í þessu á síðustu árum, ekki síst eftir að harmonikuklúbbar fóru að spretta upp víða um land. Ég hef verið að spila mikið á dans- leikjum og ég sé ekki annað en að unga fólkið sé farið að hafa gaman af þessari tónlist.“ - Þetta þótti á tímabili dálít- ið lúðalegt hljóðfæri? „Já því er ekki að neita, það dró mjög mikið úr vinsældum nikkunnar hjá unga fólkinu á bítlatímabilinu. Það var eins og nikkan fjaraði alveg niður fram undir 1970. En síðan ég fór að spila inn á plötur finnst mér sem nikkan sé á uppleið." - Hvenær byrjaðir þú að spila á harmoniku? „Ég hef verið svona sjö eða átta ára þegar ég fór að fikta við þetta. Bróðir minn átti harmon- iku og ég var að fikta við hana öllum stundum. Síðan seldi hann hana og keypti aðra nýja og ég hélt áfram að glamra á þetta hvenær sem tækifæri gafst. Ég spilaði á mínu fyrsta balli heima á Hornafirði 14 ára.“ - Ert þú harmonikuleikari að atvinnu? „Nei, ég er það ekki, ég er örugglega ekki nógu góður til þess og held auk þess að það sé ekki hægt að hafa nóg að gera til þess að lifa á þessu.“ - Þú talaðir um að harmon- ikan væri í sókn. „Já, nikkan stendur alltaf fyrir sínu og hefur alltaf gert það í gegnum árin, við sjáum það best á vinsældunum í Nor- egi og Svíþjóð og auknum vin- sældum hérna heima.“ Á plötunni leika þeir Örvar og Pálmi eins og fyrr sagði, en þar koma einnig við sögu Birgir Karlsson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari, Stein- grímur Stefánsson trommuleik- ari og Gunnar Gunnarsson sem leikur á ýmis hljóðfæri svo ein- hverjir séu nefndir. Listaverkasýning í íþróttahöllinni María Jónsdóttir opnar í kvöld kl. 20.30 listaverkasýningu í anddyri íþróttahallarinnar á Akureyri. Þar mun María sýna ýmsa muni sem hún hefur unnið úr ís- lensku grjóti en einnig málar hún á tré, flöskur, skeljar og margt fleira. Sýning hennar er mjög fjölbreytt og hefur hún vakið at- hygli fyrir vandaða muni þar sem hún hefur sýnt áður. Sýningin hefst sem fyrr sagði í kvöld, og stendur yfir til sunnudags. Opið er hvern dag frá kl. 14-18 og kl. 19-22. 4 - bÁGOR - 5. Séptértlber 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.