Dagur - 21.09.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 21.09.1983, Blaðsíða 11
Iðja ítrekar mótmæli sín gegn bráðabirgða- lögunum Félagsfundur haldinn í Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks á Akureyri 18. sept 1983 ítrekar áður fram- komin mótmæli félagsins gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar um afnám samningsréttar og stórfellda kjaraskerðingu allra launþega. Fundurinn skorar á stjórnvöld að afnema nú þegar þessi óheiila- vænlegu lög, svo launþegar endur- heimti samningsrétt sinn. Ný kennslu- bók í íslands- sögu fyrir framhalds- skóla Út er komin kennslubók í íslands- sögu fyrir framhaldsskóla eftir Lýð Björnsson sagnfræðing, lekt- or í íslandssögu við Kennarahá- skóla íslands. Nefnist hún Frá samfélagsmyndun til sjálfstæðis- baráttu og tekur yfir tímabilið frá upphafi íslandsbyggðar og fram um 1830. Bókin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn, sem nefnist Frá samfélagsmyndun til siðaskipta, er nýr af nálinni, en síðari hlutinn, Frá siðaskiptum til sjálfstæðisbar- áttu er samnefnd bók óbreytt, sem kom fyrr út 1973 og hefur ver- ið notuð sem kennslubók við framhaldsskóla æ síðan. Höfundurinn segir í formála fyrir bókinni: „Bókarhlutar eru að því leyti ólíkir, að atburðir eru raktir í tímaröð í viðbótinni, enda er straumþungi sögunnar þar meiri. Þar er ennfremur greint frá nokkrum kenningum, sem snertu þetta tímabil, og þá eink- um þeim, sem nokkru fjaðrafoki hafa valdið. Sögu Norðurlanda eru og gerð veruleg skil. Að öðru leyti liggja sömu sjónarmið að baki báðum bókarhlutum.“ Þessi bók fjallar, einkum síðari hluti hennar, umfram allt um líf fólksins í landinu, atvinnu þess og lífskjör, en minni áhersla lögð á stjórnmálasögu og persónusögu. Þó eru birt allmörg æviágrip manna sem áhrifamiklir hafa orðið. Frá samfélagsmyndun til sjálf- stæðisbaráttu er, eins og áður segir, ætluð til afnota í framhalds- skólum. Bókin er með fjölda mynda, að meðtöldum nafna- og atriðisorðaskrá 259 bls. að stærð. Hún er unnin í Prentsmiðjunni Odda. Útgefandi er Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Nú eftir að þessi bók er koinin út spanna íslandssögubækur útgáfunnar alla íslandssöguna, því að um tímann eftir 1830 og til dagsins í dag fjall- ar bók Heimis Þorleifssonar Frá einveldi til lýðveldis. Bridgefélag Akureyrar iur hefst nk. þriðjudag 27. sept. kl. 19.30 iTélags- borg. Þátttöku skal tilkynna hjá Erni i síma 21058 eða Soffíu í síma 23721 Spilaðar verða þrjár umferðir. Frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Við getum ennþá bætt við nokkrum nemendum í forskóla. Upplýsingar á skrifstofu skólans kl. 13.00 -17.00 til föstudagsins 23. september. Til sláturgerðar: Rúgmjöl, haframjöl, rúsínur, rúllupylsu- krydd, sláturgarn, rúllupylsugarn, plast- pokar margar stærðir, frystipokar tvær stærðir. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Staða sérfræðings í svæfingum við Svæfinga- og Gjörgæsludeild sjúkrahússins (131/3 eykt) er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. nóvember 1983. Upplýsingar um stöðuna veitir Sigurður Kr. Pét- ursson yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra sjúkra- hússins fyrir 16. október 1983. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hríseyjarhrepp vantar mann til að hafa eftirlit með hitaveitu og til að annast ýmis önnur verkefni sem til falla á vegum sveitarfélagsins. Umsóknir berist fyrir 1. október n.k. Upplýsingar hjá sveitarstjóra í síma 61762 og á kvöldin í síma 61739. Rafvirkjar Okkur vantar rafvirkja til starfa nú þegar. Uppl. hjá Raftækjavinnustofu Gríms og Árna Túngötu 1, 640 Húsavík sími 41600 og á kvöldin í síma 41564. Flugáhugafólk Boklegt einkaflugmannsnámskeið verður haldið í byrjun október til loka nóvember. Frítt hálftíma kynningarflug fyrir alla byrjendur. Tilvalið tækifæri fyrir alla. Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlega beðnir að skrá sig fyrir 25. sept- ember. Upplýsingar veitir Steinar Steinarsson yfirflug- kennari. Sími: 21824 (vinna) og 25565 (heima). AKUREYRARBÆR Félagsstarf aldraðra. Farið verður í síðustu ferð sumarsins þriðjud. 27. sept. kl. 13.00 frá Alþýðuhúsinu til Húsavíkur. Þar verða kaffiveitingar. Áætlaður komutími til Akur- eyrar kl. 19-20. Verð er kr. 150.00. Þátttaka til- kynnist í síma 25880 fyrir föstudaginn 23. sept. Félagsmálastofnun Akureyrar. Á SÖLUSKRA: Tveggja herbergja íbúðir: Eiðsvallagata: Neðri hæð í tvíbýli. -Skarðshlíð: Þriðja hæð. Þriggja herbergja íbúðir: Stórholt: Neðri hæð, bílskúrsréttur. Langahlíð: Raðhúsaíbúð. Skipti möguleg á4raherb. sérhæð. Tjarnarlundur: Þriðja hæð. Falleg íbúð. Núpasíða: Raðhúsaíbúð. Fjögurra herbergja íbúðir: Furulundur: Endaíbúð í raðhúsi. Norðurgata: Ibúð í parhúsi. Hrísalundur: Fjórða hæð, endaíbúð. Steinahlíð: Raðhúsaíbúð á tveim hæðum. Tjarnarlundur: Þriðja hæð. Fimm herbergja íbúðir: Miðholt: Einbýlishús á tveim hæðum, skipti á 4ra herb. raðhúsi í Glerárhverfi. Birkilundur: Einbýlishús. Laust strax. Sólvellir: Ibúð á tveimur hæðum í parhúsi. Vanabyggð: Efri hæð í tvíbýlishúsi. Norðurgata: Steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum, skipti möguleg á ódýrara. Akurgerði: Endaíbúð í raðhúsi. Bjarmastígur: Efri hæð í tvíbýli, ca. 140 fm ásamt hluta af kjallara. Dalsgerði: Raðhúsaíbúð. Bjarmastígur: Neðri hæð. Hólabraut: Efri hæð í tvíbýli. _________ Vestursíða: Fokhelt raðhús með bílskúr. Skipti á ódýrara. Mikilgarður á Hjalteyrí: 230 fm íbúð í parhúsi. Stórt einbýlishús á Dalvík. Simsvari tekur við skilaboðum allan solarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878 kl. 5-7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jonsson, sölumaður IGMS © 21. september 1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.