Dagur - 07.10.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 07.10.1983, Blaðsíða 3
Nú þegar sumarið er á enda er farið að færast fjör í þær íþróttagreinar sem teljast til vetraríþrótta. Að vísu er varla nema snjóþotufært í Hlíðarfjalli enn sem komið er en handboltinn og körfuboltinn eru farnir að rúlla og hið sama má segja um innan- hússknattspyrnuna. Badmintonmenn senda hnit- miðaðar sendingar yfir netið og blakmenn skella af miklum móð. Eru þá flestar vinsælustu greinarn- ar taldar, nema e.t.v. sú vinsælasta, en það er vaxtar- og líkamsræktin. Uppgangur þessarar íþróttar og heilsubótar hefur verið með ólíkindum enda mun það sannað að líkamsræktin hæfir jafnt ungum sem öldnum og það sem meira er um vert, líkamsræktin er undirstaða góðs árangurs í mörg- um öðrum íþróttagreinum. Til að forvitnast um það sem framundan er hjá vaxtarræktardeildinni á Akureyri í vetur var rætt við Sigurð Gestsson og Aldísi Arnardóttur, en þau hafa bæði keppt fyrir hönd Akureyrar á vaxtarræktarmótum. Sigurður er tvöfaldur Islandsmeistari í sínum flokki og hann hefur ásamt Gísla Rafnssyni verðið helsti tals- maður vaxtarræktar á Akureyri. Sigurður og Aldís. Rætt við Sigurð Gestsson - Þetta er allt að komast á fulla ferð eftir sumarleyfin og nú verður lögð aukin áhersla á námskeiðin, sagði Sigurður í samtali við Dag. Sigurður sagði að í sumar hefðu um 30 manns að meðal- tali verið á æfingum hjá vaxtar- ræktardeildinni og þar af væri líklega um 15 manna hópur sem æfði með keppni í huga. - Það er gífurlegur áhugi á íþróttinni og ég hef trú á að þessi hópur eigi eftir að stækka. Við vorum með um 80 manns á dag hérna þegar best lét sl. vet- ur og viö getum hæglega tekið við fleirum. Það er einnig ánægjuleg þróun að kvenfólk eykur sinn hlut jafnt og þétt og æfa. Þegar ég byrjaði í vaxtar- ræktinni var cngin kona byrjuð að æfa, þannig að árangurinn af þessari „jafnréttisbaráttu" hef- ur verið mjög mikill að undan- förnu. - Hvenær hefjast námskeið- in? - Við höfum verið með nám- skeið í sumar en nú förum við sem sagt út í námskeiðin af full- um krafti. Þetta eru námskeið fyrir konur, tvisvar í viku og þau hafa hingað til tekist mjög vel og árangurinn hefur verið ánægjulegur. - Hvað um karlana? - Við reyndum að vera með námskeið fyrir karla en þátttak- an var dræm hvernig svo sem á Sigurður Gcstsson í keppni. Mynd: ESE. íþróttahöllinni? - Hún verður að teljast alveg sæmileg. Við erum vel sett tækjalega séð en hér er ekkert snobb eins og á svo mörgum stöðum fyrir sunnan. Engin kaffistofa, ljós og gufubað - bara sviti og púl, segir Sigurður, en samkvæmt upplýsingum hans þá er mánaðargjald hjá vaxtarræktardeildinni 400 krónur. Opið er frá 17.15—22, þrjá daga í viku (þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga) en frá 17.15 til 20.30 á mánudögum 'og fimmtudögum, en þá hefjast námskeiðin. Á laugardögum er svo opið frá kl. 10-13 og á sunnudögum frá 13—16. Sagði Sigurður það upplagt að hjón eða pör æfðu saman en það æf- ingarform hefði færst mjög í vöxt á undanförnum árum. - En hvað er íramundan hjá keppnisfólkinu? - Það er ýmislegt í bígerð og þar er fyrst að nefna að það fara ltklega þrír keppendur frá ís- landi á Norðurlandamótið í vaxtarrækt (bodybuilding) f Helsinki eftir sex vikur, segir Sigurður, en auk hans er fyrir- hugað að Sigmar Knútsson frá Akureyri og Magnús Óskarsson frá Reykjavík fari á mótið. - Viku eftir þetta Norður- landamót er fyrirhugað mót á Keflavíkurflugvelli á milli varn- arliðsmanna og 10 manna ís- lensks landsliðs og það má fast- lega búast við því að við Akur- eyringar eigum um helming þeirra sem þátt taka í mótinu fyrir íslands hönd. Af öðrum keppnum er það helst að segja að við munum fara fram á það á ársþingi Vaxtarræktarsam- bands íslands að fá að halda ís- landsmót unglingá í vetur og hugsanlega íslandsmót í para- keppni, en slík keppni hefur aidrei áður verið haldin hér á landi, sagði Sigurður, en hann og félagar hans hjá vaxtarrækt- ardeildinni æfa nú af fulium krafti og hugsa sér greinilega gott til glóðarinnar í vetur. Miðað við þann áhuga sem hér er á vaxtar- og líkamsrækt má búast við góðum vetri og hápunkturinn verður væntan- lega sjálft íslandsmótið sem haldið veröur í Reykjavík eftir áramótin. nú er svo komið að konur eru því stendur. um helmingur þeirra sem hérna - Hvernig er aðstaðan hér í 99 Þetta er ólæknandi baktería“ seglr Aldís Amardóttir Ein af þeim fjölmörgu ungu konum sem tekið hefur ást- fóstri við vaxtarræktina er ríksdóttir, sem verður að teljast fyrsta vaxtarræktarkonan á Ak- ureyri. Aldís Arnardóttir 1 úrslitakeppninni i Sjallanum. Mynd: ESE. Aldís Arnardóttir frá Akur- eyri. Aldís, sem keppti mikið á skíðum hér fyrr á árum, fékk bakteríuna er hún var áhorfandi á fyrsta íslands- mótinu í vaxtarrækt sem haldið var í Broadway í Reykjavík og síðan þá hefur þessi „sjúkdómur“ ágerst og að sögn kunnugra er hann nú kominn á það stig að vera ólæknandi. - Ég hafði aldrei séð keppni í vaxtarrækt áður en ég fór á keppnina í Broadway og mér fannst þetta alveg frábært. Ég ákvað að byrja að æfa um leið og ég kæmi heim til Akureyrar og í júní fór ég á fyrstu æfinguna í Lundarskóla. Ég man að það var bara ein kona á æfingunni fyrir utan mig, en það var Hrönn Ei- - Varþettajafnspennandiog þér hafði virst í Broadway? - Það var það og ég fann mjög fljótlega að árangurinn lét ekki á sér standa og þá espaðist ég öll upp og æfði ennþá meira, segir Aldís, en þess má geta að á þessum tíma í fyrrasumar þá æfði hún fjórum sinnum í viku, tvotíma ísenn. í fyrrahaust hélt svo Aldís suður til Reykjavíkur til náms ásamt eiginmanni sínum, Kára Ellertssyni, sem einnig er kunn- ur vaxtarræktarmaður og ekki minnkaði áhuginn þó umhverfið væri annað. - Ég varð bara ennþá harðari og æfði ennþá meira og tel mig heppna að hafa byrjað að æfa þarna í Orkubót í Brautarholt- inu. Aldís hafði æft í átta mánuði þegar annað íslandsmótið f vaxtarrækt var haldið og að sögn hennar þá ákvað hún að breyta til að þessu sinni. Færa sig af áhorfendabekkjunum upp á sjálft sviðið en það færði henni þriðja sætið í sínum flokki. - Var ekki erfitt að taka stökkið frá æfingum og út í bein- harða keppni? - Það eina sem þarf er harka og agi og með góðri hjálp frá að- standendum og ntikilli hvatn- ingu þá hafðist þetta, segir Aldís, en hún hefur fram að þessu tekið þátt í tveim keppnum. Auk íslandsmótsins þá keppti hún í Sjallanum þar sem hún hreppti annað sætið og leiðin liggur því greinilega upp á við. Við beindum þeirri spurningu að lokum til Aldísar hvað hún fengi út úr líkamsræktinni og hvort hún sæi ekkert eftir tím- anum sem f þetta fer? - Ég er þeirrar skoðunar að fólk hafi mjög gott af þessum æf- ingum, hvort sem það heitir lík- ams- eða vaxtarrækt. Þetta er andlega og lfkamlega hressandi og ég get þvf mælt með þessu við konur og karla á öllum aldri. Ég hef sannfærst um að besta leiðin til að ná árangri og ná því sem ég kalla „fallegum línum'" er með lóðum. Ekkert annað sem ég hef reynt, hvorki skíði né annað slá lóðin út og ég vil sérstaklega benda fólki á að það er heppilegt að hjón æfi saman a.m.k. í byrjun. Hvað tfmann varðar þá sé ég ekki eítir honum. Ég er líklega þrjá tíma á dag á æfingu ef ég tel allt með og æfi fjóra til fimm daga í viku. Það er líklega rétt sem margir segja að þetta sé óiæknandi baktería því eftir því sem ég æfi meira þeim mun staðráðnari verð ég í að ná ár- angri. Þegar fólk er komið út í þessa íþrótt á fullu þá er ég ekki frá því að það verði ákveðin hugarfarsbreyting hjá fólki. Viðhorfin verða önnur og ég verð að segja fyrir mig að fyrst fylltist ég hálfgerðum viðbjóði þegar ég sá myndir af þessum vöðvabúntum í vaxtarræktar- blöðunum. En nú er þetta það eina sem gildir í mínum augum, segir Aldís um leið og hún hverf- ur aftur að lóðunum. t.stH ‘lfuOJ>jc . -ri jjji'-v.í - 7. október 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.