Dagur - 07.10.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 07.10.1983, Blaðsíða 6
- Það hafa margir spurt mig af hverju I ósköpunum ég sé að standa í þessu járnadrasli. Ég er jú fædd með gullskeifu í munninum. Og það er alveg rétt að ég er af efnaðri fjölskyldu en mér var innrætt vinnu- semi frá blautu barnsbeini, ásamt heiðarleika og áreiðanleika og þetta tel ég það besta sem ég hef fengið í arf, segir Guðrún Einarsdóttir, eigandi Ofna smiðju Norðurlands við undirritaðan eftir að við höfum komið okkur fyrir á skrifstofunni eftir stutta skoðunarferð um fyrirtækið. Eins og fram hefur kom- ið í fréttum þá er Guðrún að flytja brott úr bænum með fyrirtæki sitt og okkur lék forvitni á að vita af hverju og eitthvað meira um þessa Guðrúnu Einars- dóttur sem í átta ár hefur verið búsett á Akureyri og stjórnað fyrirtæki sínu. Það kom líka margt á daginn en í upphafi er líklega rétt að geta þess að Guðrún er dóttir Einars Péturssonar, þess sem reri með blá- hvíta fánann út á Reykjavíkurhöfn árið 1919 og stork- aði danska valdinu og Unnar Pjetursdóttur og Guð- rún dregur heldur ekki dul á það að hún er gallhörð sjálfstæðismanneskja - bæði í huga og flokki og hún segist hafa ýmislegt að athuga við samvinnubæinn, Akureyri. En fyrst er það uppruninn . . . - Ég er fædd og uppalin í Reykjavík. Föðurætt mín er úr Skildinganesinu en móðir mín er af húnvetnskum og þingeyskum ættum. Og það segja Eyfirðingar að sé „ferleg blanda". Eftir að ég lauk skóla í Reykja- vík þá hélt ég 16 ára gömul til Englands, fyrst til Manchester þar sem ég settist í “secretary college“ eins konar verslunar- skóla og þessu námi lauk ég tveim árum síðar í London. - Þótti ekki glannalegt að senda unga stúlku á þessum árum til náms í útlöndum? - Jú. Þetta var stuttu eftir stríð og ástand því erfitt en foreldrar mínir höfðu bæði notið menntun- ar við slíka skóla í Englandi og þau vildu því gefa okkur systkin- unum kost á því líka. Ég fór í Manchester High School for girls en það var stífur skóli en að sjálf- sögðu þroskandi og að öllu mjög ólíkur því sem ég var vön héðan að heiman. Við gengum þarna um í einkennisbúningum og lærðum flesta góða siði og gott ef ég man bara ekki eitthvað af þeim ennþá, segir Guðrún og hlær. 12 pör af nælonsokkum og íslenskt silfur Annars er mér minnisstæðust sjálf utanferðin. Það var mikill skortur á öllu í Englandi og með- al þess sem ég vissi að var skammtað voru nælonsokkar. Ég hafði því 12 pör af nælonsokkum meðferðis til eigin þarfa og ís- lenskt silfur sem ég átti að gefa vinafólki foreldra minna. Við lentum á flugvellinum í Glasgow og þar þurfti ég auðvitað að lenda á „kventollþjóni“ sem tók mig alveg „í gegn“. Reif allt upp úr töskunum og fann því allt „smyglið“. Það var í lagi með silfrið en verra með nælonsokk- ana en mér tókst þó að lokum að sannfæra hana um til hverra nota þessir hlutir væru ætlaðir og slapp í gegn. Þessi skömmtun og skort- ur sem var á öllu eftir stríðið setti mikinn svip á daglega lífið og til marks um það hve aðhaldið var mikið þá get ég nefnt að við feng- um eitt egg skammtað á viku og Helgarviðtal við Guðrúnu Einarsdóttur eiganda Ofnasmiðju Norðurlands sem flytur fyrirtæki sitt suður innan skamms þá seinni 1962. Árin milli fæðinga fóru að mestu leyti í uppskurði og m.a. gekkst Guðrún undir tvo móðurlífsskurði og þrjá upp- skurði á baki og voru tveir bak- uppskurðirnir framkvæmdir í Bandaríkjunum. Segist Guðrún viss um að ef hún hefði ekki leit- að til sérfræðinga þar þá sæti hún í hjólastól í dag. Árið 1966 stofn- uðu þau hjónin fyrirtækið Runt- al-ofnar með einkaleyfi frá Sviss. Guðrún vann á skrifstofunni frá fyrsta degi en Birgir sá um verk- lega þáttinn. Þau hjónin slitu samvistum árið 1971 og þar sem skipting búsins þurfti að fara fyrir dómstólana þá sá Guðrún sér ekki annað fært en að halda að nýju út á vinnumarkaðinn til þess að sjá fyrir sér og dætrum sínum tveim. - Ég byrjaði á að fara á stjórn- unarnámskeið sem haldið var á vegum Iðnaðarráðuneytisins. Var eina konan á þessu nám- skeiði í 22ja manna hóp en að námskeiðinu loknu fór ég að vinna hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Sá þar um erlendar pantanir á öllum rannsóknar- tækjum fyrir stofnunina. Sama árið og við hjónin slitum samvist- um höfðu Runtal-ofnar stofnað útibú á Akureyri með þátttöku þriggja Akureyringa. Árið 1974 ákváðu þessir menn svo að selja hlut sinn í fyrirtækinu og ég tók lán og keypti þarna þeirra hlut. Náði þannig meirihluta í fyrir- fer ekkí héðan með skottíð á mílli lappanna^ £ eina kótilettu. Allt annað var eftir því. Ég bjó hjá ekkju með fjögur börn þarna í Manchester og þar sem hennar börn fengu ekki nema fimm shillinga í vasa- peninga þá tók pabbi ekki í mál að ég fengi meira. - Ef þau fá fimm shillinga þá færð þú líka fimm, og þar við sat. Pabbi var réttsýnn í peningamálum og hon- um varð ekki hnikað, jafnvel þó ég eyddi oft stórum hluta vasa- peninganna í frímerki undir bréf heim til íslands. - Síðan fórst þú til London? - Já, London var geysilega skemmtileg borg þá. Alveg stór- kostleg og öðruvísi en nú þegar hvergi sér orðið hvítan mann í miðborginni. Það voru einnig mikil viðbrigði að koma frá agan- um í Manchester í lífsgleðina í London. Á hverjum laugardags- morgni var farið á markaðinn í Pettycote Lane og um helgar hitt-. ust íslendingar í borginni alltaf á ákveðnum bar í Kensington. - Var ekki sjaldgæft að ungar stúlkur vendu komur sínar á bari í þá daga? - Nei, nei og fyrst mér var treyst til að fara einni til útlanda þá hlaut mér að vera treystandi til að fara á þennan „íslendinga- bar“ í Kensington. „Sparimerki<( þeirra tíma - Hvað tókst þú þér fyrir hendur þegar þú komst heim frá Eng- landi? - Ég kom heim 1951 og fór þá að vinna hjá Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda (SÍF). Eftir að ég byrjaði að vinna, sagði pabbi við mig að nú gæti ég borgað „heim“. - Þú borgar 500 krónur á mánuði inn á bankabók og þú snertir ekki þessa peninga því ég á þá, sagði pabbi og ég borgaði. Eg hafði þá 3.000 krón- ur í laun á mánuði og síðar þegar kaupið hækkaði í 5.000 þá borg- aði ég 1.000 krónur mánaðarlega inn á þennan bankareikning. Stundum kom það fyrir að ég gat ekki borgað en þá sagði pabbi að ég borgaði bara tvöfalt næst. Sjálfur bað hann aldrei um að fá að sjá bankabókina og mér þykir nú vænt um það traust sem hann sýndi mér, þó mér hafi líklega oft þótt hann harður á þessum málum. Það kom mér líka tals- vert á óvart að þegar ég gifti mig þá gaf pabbi mér innistæðuna á bankareikningnum og þetta var því þeirra tíma sparimerki hjá pabba. Það er annars gaman að því að ég frétti það um daginn að pabbi hefði átt þátt í stofnun Braga- kaffis á Akureyri. Þannig var mál með vexti að faðir minn var með- eigandi í heildverslun Ólafs Gíslasonar, sem m.a. flutti inn kaffibaunir. Til að skapa markað fyrir kaffið þá hvöttu hann og Ólafur einstaklinga til að stofna kaffibrennslur og meðal þeirra sem fengu fjárstuðning til þess var Stefán Árnason á Akureyri, stofnandi Bragakaffis, sem kaup- félagið síðar keypti! Runtal-ofnar og uppskurðir - Eftir að ég hafði unnið hjá SÍF í fimm ár þá hætti ég í vinnunni og giftist Birgi Þorvaldssyni sem var vélstjóri og vann þá hjá Eim- skip. Þau Guðrún og Birgir eignuð- ust tvær dætur, þá fyrri 1955 og Runtal-ofnar og uppskurðir. af 12 pör nælonsokkum og íslenskt silfur. Það átti að gera fyrirtækið „fallítt“ tækinu á Akureyri sem ég átti nú á móti sjálfri mér og eiginmann- inum, því skipting búsins var enn ekki til lykta leidd. Það varð síð- an úr að ég fékk fyrirtækið hér en Birgir fékk fyrirtækið í Reykja- vík. Það átti að gera fyrirtækið „fallítÞ Ég hafði ekki haft tíma til að hugleiða hvort ég flyttist hingað norður þannig að ég réði fyrst í stað ungan mann sem fram- kvæmdastjóra í nóvember 1974 og ætlaði honum að sjá um fram- leiðsluna. Ég uggði síðan ekki að mér fyrr en komið var langt fram í desember 1975 en þá frétti ég að það væri verið að reyna að grafa undan fyrirtækinu. Framleiðsla lá þá nánast niðri og ég frétti það síðar að gera átti fyrirtækið „fallítt“ og síðan hugðust maður- inn minn fyrrverandi og fram- kvæmdastjórinn kaupa „rústirnar á slikk". Það var því bara um eitt að gera og kom í hendingskasti norður með tannburstann og tókst að koma rekstrinum í gang að nýju með góðri hjálp. Þegar það fréttist að kona væri komin hingað til að reka ofna- smiðju, þá sögðu margir: Hún verður ekki langlíf þessi. Hún verður farin eftir þrjá mánuði suður. En ég er nú búin að vera hér í átta ár. - Hvernig hefur gengið? - Þetta er stór spurning, segir Guðrún og síðan líður góður tími. - Ég get alla vega sagt að ef ég hefði ekki haft kaupfélagið yfir mér hérna og ef samkeppni hefði verið eðlileg þá hefði þetta gengið miklu betur. Kaupfélagið stofnaði sína ofnasmiðju ári eftir að útibúið frá Runtal-ofnum tók til starfa og þeir hafa undirboðið okkur allan tímann að tveim síð- ustu árunum undanskildum. Ég hringdi oft í þá þegar mér blöskr- aði verðið og spurði þá hvort þeir væru með útsölu og þá hækkaði verðið alltaf fljótlega aftur. Ann- ars hefur þetta verið talsvert basl að verðstríðinu undanskildu. Basl eins og hjá öðrum fyrirtækj- um á íslandi. í dag fer 95% af framleiðslunni suður eða til ann- arra staða á landinu og þegar við bætist að samdráttur er gífurleg- ur í byggingariðnaði sem öðru, þá verður maður að hugsa þessi mál upp á nýtt. Ég er búin að leggja mikið í þetta fyritæki. Tók öll þau lán sem buðust og seldi síðan ofan af mér húsið þegar lánafyrirgreiðslu þraut. Það er því að hrökkva eða stökkva fyrir mig og tíminn verður síðan að leiða það í ljós hvort það var rétt ákvörðun eða ekki. Fer ekki með skottið á milli lappanna - Þú hefur þá orðið undir í sam- keppninni? - Það má kannski segja að ég hafi orðið undir í baráttunni hér en ég hverf þó ekkert á brott með „skottið á milli lappanna". Þegar allur markaðurinn er fyrir sunnan þá hlýtur að vera eðlilegt að ég fari þangað með fyrirtækið og ég vona bara að ég fái að njóta að- stoðar þeirra góðu manna sem. unnið hafa með mér við fyrirtæk- ið áfram. Þetta eru harðduglegir menn sem hafa unnið á við 6-7 manns þó þeir séu raunar ekki nema þrír þessa stundina. En þeir hafa unnið í ákvæðisvinnu hjá fyrirtækinu á fjórða ár. Sam- starfið hefur verið með ólíkind- um gott milli allra starfsmanna fyrirtækisins og þegar litið er um öxl þá verð ég að segja að það er ótrúlegt hvernig þetta hefur tek- ist okkur öllum í hag. - Það hefur ekki hvarflað að þér að gefast upp og hætta rekstri? - Nei. Að vísu auglýsti ég fyrirtækið til sölu fýrir tveim árum en þau tilboð sem ég fékk voru svo lág að það jaðraði við „móðgun". - Hvernig hefur þú kunnað við Akureyri? - Mjög vel. Hér hefur að mörgu leyti verið mjög gott að búa. Ég vil bara nota tækifærið til að þakka öllum þeim sem ég hef kynnst og þeim sem ég hef átt viðskipti við, fyrir viðkynning- una, sérstaklega þeim Alfreð og Gígju Möller fyrir þeirra þátt við að aðstoða mig. Það hefur verið upplifun að búa hérna og Akur- eyri verður alltaf stór hluti af lífi mínu, segir Guðrún Einarsdóttir sem um mánaðamótin nóvem- ber-desember flytur fyrirtæki sitt, Ofnasmiðju Norðurlands, suður til Reykjavíkur, að Funahöfða 17 í hið nýja iðnaðarhverfi Reykvík- inga. Hvort hún kemur til með að halda hita á Akureyringum með ofnum sínum í framtíðinni, verð- ur tfminn að leiða í ljós. - Mín ósk er sú að þeir leiti ekki síður til mín þó ég færi fyrir- tækið suður yfir heiðar, segir Guðrún Einarsdóttir að lokum. Viðtal: ESE Myndir: KGA 6 - DAGUR - 7. október 1983 7. október 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.