Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 31.10.1983, Blaðsíða 9
Framlag ríkisins til byggðasjóðs skert um 50% „Nú er búið að færa það hlut- fall sem byggðasjóður á að fá af A-hluta útgjaldaliðs fjárlaga niður í 1%, en samkvæmt lög- um á þetta hlutfall að vera 2%. Skerðingin á framlagi ríkisins til sjóðsins er því orðin 50%, en síðustu árin hefur sjóðurinn ekki fengið í hlutfalli við það sem honum ber og á síðasta ári var skerðingin 33%. Þetta hef- ur verið bætt upp með lántök- um en nú hefur Iíka verið tekið fyrir það, því nú er byggða- sjóði ekki heimilað að taka að láni nema sem svarar afborg- unum af eldri Iánum,“ sagði Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga í viðtali við Dag. „Út af fyrir sig er ekkert við því að segja þó ekki fáist heimild til þess að auka lánin til byggða- sjóðs, þar sem stefna ríkisstjórn- arinnar er sú að draga heldur úr erlendum lántökum heldur en hitt. En að bæta byggðasjóði þetta ekki upp með því að láta hann fá lögákveðið framlag er afar slæmt og mikil afturför. Ég tel að sá samdráttur sem nú er boðaður í þjóðfélaginu eigi eftir að bitna með meiri þunga á landsbyggðinni en þéttbýlinu við Faxaflóa, því þar eru margar stórframkvæmdir í gangi sem haldið verður áfram með. Hins vegar má nefna sem dæmi að ákveðið hefur verið að fresta Blönduframkvæmdum. Til að draga úr samdrættinum á landsbyggðinni hefði byggða- sjóður þurft að fá aukið framlag frá því sem verið hefur, ekki síst vegna þess að nú getur hann ekki bætt upp með lántökum það sem á hefur vantað að ríkið stæði við framlag sitt. Petta getur haft al- varlegar afleiðingar og ef ekki verður snúið við blaðinu tel ég að hér sé um straumhvörf að ræða í afstöðu til landsbyggðarinnar og jafnvægis í byggð landsins," sagði Askell Einarsson að lokum. Dalvík: Unnið við löndun á Dalvík. Tilkoma Stakfellsins hefur gjörbreytt atvinnuástandi á Þórshöfn. „Þaö er alkunna að það er ekkert allt of bjart framundan í sjávarútvegi yflrleitt og þar sem þetta er jafn stórt mál hjá okkur og raun ber vitni þá get ég ekki sagt annað en að útlitið hér er slæmt,“ sagði Gunnar Hjartarson varaformaður atvinnumálanefndar á Dalvík er við ræddum við hann. „Það er búið að selja tvo báta héðan, Brimnesið og Vin og það er ekki fyrirsjáanlegt að neitt komi í staðinn. Það hjálpast allt að, erfiðleikar með sölu á skreið- inni, útlitið með saltfiskinn er ekki allt of gott og það er skugga- legt framundan þar sem afla- minnkun kemur einnig til auk fækkunar bátanna. Ef þetta verð- ur eins slæmt áfram í saltfisknum og skreiðinni þá líst mér ekki á þessar einkaútgerðir hérna, þær Gunnar sagði að atvinnumála- nefnd Dalvíkur hafi haldið nokkra fundi að undanförnu. Nefndin væri að gera úttekt á stöðu sjávarútvegsins á staðnum og myndi leggja niðurstöður hennar fyrir bæjaryfirvöld innan skamms. 10-20% aflaaukning miðað við árið í fyrra „Við erum hráefnislitlir í augnablikinu. Bæði hefur mikil ótíð hamlað veiðum bátanna og svo standa landanir Rauðanúps og Stakfells þannig af sér. Togararnir eru báðir væntanlegir I vikunni þannig að þetta ætti að Iagast,“ sagði Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar h.f. í viðtali við Dag. Tíu bátar, smáir og stórir, eru gerðir út frá Þórshöfn, sá stærsti 70 tonn. Mikil ótíð var alla síð- ustu viku og komust bátarnir ekki út nema einu sinni þeir minni, en stærsti báturinn komst tvisvar. Hann er á línu og hefur aflað bærilega, eða um 4 tonn yfir daginn. Minni bátarnir eru á línu og dragnót. Þrátt fyrir allmikinn aflasam- drátt hjá bátunum er búist við 10-20% aflaaukningu á Þórshöfn, miðað við árið í fyrra. Tilkoma Stakfellsins veldur þessu, en þetta er fyrsta heila árið sem það er við veiðar. í fyrra var skipið á veiðum frá ágústbyrjun, eða frá því það kom til Þórshafnar. Jóhann sagði að árið 1981 hafi 3700 tonna afli borist á land á Þórshöfn, en það ár var mjög góð veiði hjá bátunum. í fyrra varð heildaraflinn 4100 tonn og gert er ráð fyrir að heildaraflinn í ár verði á bilinu 4500-5000 tonn. Á þessum árstíma hefur oft orðið vendipunktur í atvinnulífi Þórs- hafnarbúa, þegar gæftaleysi hef- ur hamlað veiðum bátanna. Með tilkomu togarans hafa orðið mikil viðbrigði til hins betra. Samskipti og fjölskyldulíf Dagana 3.-5. nóvember er fyrir- hugað að halda námskeið á Ak- ureyri um samskipti og fjöl- skyldulíf. Námskeiðið er ætlað þeim sem umgangast börn í fjöl- skyldu og starfi. Á námskeiðinu er einstaklingum leiðbeint að átta sig á hvernig sérstæð reynsla hef- ur mótað hann, hvernig tengsl hann hefur við aðra og hvernig má auka á sjálfsöryggi í mannleg- um samskiptum. Námskeiðið fer fram í formi fyrirlestra, sýni- kennslu og verkefna. Leiðbein- endur verða sálfræðingarnir Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guð- finna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í símum 91-28380, 91-21110 og 91-24145 milli kl. 19 og 21. hafa ekki möguleika á öðru en þessu. Svo er sama sagan með útgerð- ina á togurunum. Útgerðarfélag Dalvíkinga er með tvo togara sem veiða fyrir frystihúsið og ég held að útlitið sé dökkt hjá því fyrirtæki. Alveg eins er með Sölt- unarfélagið sem er með tvo tog- ara sem hafa veitt í saltfisk og skreið. Það er því ekki bjart framundan en við verðum að reyna að komast í gegn um þetta án þess að missa of mikið af bát- um frá okkur.“ Skuggalegt framundan! - segir varaformaður atvinnu- málanefndar um stöðu sjávarútvegsins þar Þórshöfii: 31. október 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.